Einar Haraldsson, fyrrverandi lögreglumaður á miðjum aldri, er sakaður um umfangsmikla blekkinga- og fjárplógsstarfsemi á tveimur erlendum vefsíðum sem fjalla um vopna- og öryggismál. Sjálfur hefur hann þvertekið fyrir að hafa óhreint mjöl í pokahorninu en gefið þær skýringar að hann hafi verið leiddur í gildru netþrjóta.
Íslendingurinn titlar sig framkvæmdastjóra fyrirtækisins Ealgon Security & Ops, en á vef þess kemur fram að Einar sé „frægur sérfræðingur á sviði öryggismála“ og að fyrirtækið sérhæfi sig meðal annars í herþjálfun, björgun gísla og baráttu gegn hryðjuverkum. Í fyrra auglýsti Ealgon laus störf í Líbíu, en umsækjendur voru einungis beðnir um að sýna ferilskrá sína og inna af hendi 600 dollara fyrirframgreiðslu vegna afgreiðslu vegabréfsáritunar.
Varað er eindregið við þessari dularfullu atvinnuauglýsingu á firearmsportal.com og cp-domain.com, vefsíðum sem bjóða upp á umræðuvettvang fyrir fólk sem starfar í öryggis- og eftirlitsiðnaðinum. Þar er til að mynda bent á að leiðarvísir fyrir starfsmenn Ealgon …
Athugasemdir