Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tengir nýja stjórnarskrá við Hugo Chavez og marxista

Sig­urð­ur Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ber nýja stjórn­ar­skráa sem þjóð­kjör­ið stjórn­laga­ráð samdi og var sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, sam­an við stjórn­ar­skrá Hugos Chavez, for­seta Venesúela, sem hann nýtti til að auka völd sín.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tengir nýja stjórnarskrá við Hugo Chavez og marxista
Ný ríkisstjórn Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar framlengdi ráðningu Sigurðar Más Jónssonar sem upplýsingafulltrúa. Mynd: Pressphotos

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, tengir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá við hugmyndafræði ítalsks kommúnista og forsetan Hugos Chavez, sem náði í gegn stjórnarskrárbreytingum til að auka völd sín upp að því marki að stjórnarandstæðingar og fleiri lýstu honum sem einræðisherra.

Tengingin við ítalskan kommúnista er á grundvelli þess að hópur, sem bróðir eins af 24 meðlimum stjórnlagaráðs er meðlimur í, stóð að því að flytja inn marxískan fræðimann til landsins.

Grein Sigurðar MásÍ grein upplýsingafulltrúans er lagt upp með að tengja tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá við einræðisherrann Hugo Chavez og kommúnískan fræðimann.

Í grein í nýjasta tölublaðs tímaritsins Þjóðmála tengir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tillögurnar að nýrri stjórnarskrá einnig við stjórnarskrárbreytingar Hugos Chavez, einræðisherra í Venesúela, en meðal breytinga sem hann innleiddi var að kjörtímabil hans var lengt í sex ár og fékk hann heimild til að leysa upp þing landsins. Síðar var samþykkt stjórnarskrárbreyting sem afnam takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem einn forseti gæti setið. Ólíkt öðrum stjórnarskrám í Suður- og Norður-Ameríku getur þjóðþing Venesúela ekki samþykkt vantrauststillögu á forsetann.

Stjórnlagaráð í Venesúela, sem var skipað að miklum meirihluta af flokksmönnum Chavez. mótaði nýja stjórnarskrá í lok 10. áratugarins. 

Stjórnlagaráðið á Íslandi var hins vegar skipað þjóðkjörnum fulltrúum og ákváðu stjórnmálaflokkar hér á landi að halda sig frá kjörinu til að tryggja óhæði frá framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Meðal tillagna í frumvarpi stjórnlagaráðs var að 10 prósent kjósenda gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu og að kjósendur gætu valið frambjóðendur af sitt hvorum listanum í alþingiskosningum, í stað þess að velja alla undir einum listabókstaf eins og er nú.

Tengir marxista við bróður stjórnlagaráðsmeðlims

Vilhjálmur ÞorsteinssonEinn af meðlimum stjórnlagaráðs á bróður sem er meðlimur í hópi sem flutti inn marxískan fræðimann og tengir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar drög að nýrri stjórnarskrá þannig við áhrif marxisma.

Sigurður Már nefnir ítalska marxistann Antonio Negri í samhengi við íslensku stjórnarskrána. „Þess má geta að heimspekingurinn Viðar Þorsteinsson, sem var einn þeirra sem stóð fyrir komu Negri hingað í nafni félagsskaparins Nýhils, er bróðir Vilhjálms Þorsteinssonar. Vilhjálmur sat í stjórnlagaráði sem síðar samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga eða þá stjórnarskrá sem ætlunin er að þrýsta í gegn á næsta þingi eins og til dæmis Píratar hafa lagt mikla áherslu á.“

Í grein sinni fjallar Sigurður Már um ræðu Viðars Þorsteinssonar á Austurvelli eftir bankahrunið og tengir hana við drög stjórnagaráðs að stjórnarskrá á grundvelli þess að bróðir Viðars var einn meðlima ráðsins. 

Sigurður Már JónssonEr fyrrverandi varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Sigurður Már var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar í september 2013. Áður starfaði hann sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ráðning hans var síðan framlengd af núverandi ríkisstjórn og fjallaði Eyjan.is um ákvörðun stjórnarinnar í greininni „Fagmaður á ferð“: „Sigurður Már ...  naut þannig ekki einungis trausts Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í störfum sínum, heldur einnig nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár