Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tengir nýja stjórnarskrá við Hugo Chavez og marxista

Sig­urð­ur Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ber nýja stjórn­ar­skráa sem þjóð­kjör­ið stjórn­laga­ráð samdi og var sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, sam­an við stjórn­ar­skrá Hugos Chavez, for­seta Venesúela, sem hann nýtti til að auka völd sín.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tengir nýja stjórnarskrá við Hugo Chavez og marxista
Ný ríkisstjórn Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar framlengdi ráðningu Sigurðar Más Jónssonar sem upplýsingafulltrúa. Mynd: Pressphotos

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, tengir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá við hugmyndafræði ítalsks kommúnista og forsetan Hugos Chavez, sem náði í gegn stjórnarskrárbreytingum til að auka völd sín upp að því marki að stjórnarandstæðingar og fleiri lýstu honum sem einræðisherra.

Tengingin við ítalskan kommúnista er á grundvelli þess að hópur, sem bróðir eins af 24 meðlimum stjórnlagaráðs er meðlimur í, stóð að því að flytja inn marxískan fræðimann til landsins.

Grein Sigurðar MásÍ grein upplýsingafulltrúans er lagt upp með að tengja tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá við einræðisherrann Hugo Chavez og kommúnískan fræðimann.

Í grein í nýjasta tölublaðs tímaritsins Þjóðmála tengir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tillögurnar að nýrri stjórnarskrá einnig við stjórnarskrárbreytingar Hugos Chavez, einræðisherra í Venesúela, en meðal breytinga sem hann innleiddi var að kjörtímabil hans var lengt í sex ár og fékk hann heimild til að leysa upp þing landsins. Síðar var samþykkt stjórnarskrárbreyting sem afnam takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem einn forseti gæti setið. Ólíkt öðrum stjórnarskrám í Suður- og Norður-Ameríku getur þjóðþing Venesúela ekki samþykkt vantrauststillögu á forsetann.

Stjórnlagaráð í Venesúela, sem var skipað að miklum meirihluta af flokksmönnum Chavez. mótaði nýja stjórnarskrá í lok 10. áratugarins. 

Stjórnlagaráðið á Íslandi var hins vegar skipað þjóðkjörnum fulltrúum og ákváðu stjórnmálaflokkar hér á landi að halda sig frá kjörinu til að tryggja óhæði frá framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Meðal tillagna í frumvarpi stjórnlagaráðs var að 10 prósent kjósenda gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu og að kjósendur gætu valið frambjóðendur af sitt hvorum listanum í alþingiskosningum, í stað þess að velja alla undir einum listabókstaf eins og er nú.

Tengir marxista við bróður stjórnlagaráðsmeðlims

Vilhjálmur ÞorsteinssonEinn af meðlimum stjórnlagaráðs á bróður sem er meðlimur í hópi sem flutti inn marxískan fræðimann og tengir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar drög að nýrri stjórnarskrá þannig við áhrif marxisma.

Sigurður Már nefnir ítalska marxistann Antonio Negri í samhengi við íslensku stjórnarskrána. „Þess má geta að heimspekingurinn Viðar Þorsteinsson, sem var einn þeirra sem stóð fyrir komu Negri hingað í nafni félagsskaparins Nýhils, er bróðir Vilhjálms Þorsteinssonar. Vilhjálmur sat í stjórnlagaráði sem síðar samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga eða þá stjórnarskrá sem ætlunin er að þrýsta í gegn á næsta þingi eins og til dæmis Píratar hafa lagt mikla áherslu á.“

Í grein sinni fjallar Sigurður Már um ræðu Viðars Þorsteinssonar á Austurvelli eftir bankahrunið og tengir hana við drög stjórnagaráðs að stjórnarskrá á grundvelli þess að bróðir Viðars var einn meðlima ráðsins. 

Sigurður Már JónssonEr fyrrverandi varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Sigurður Már var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar í september 2013. Áður starfaði hann sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ráðning hans var síðan framlengd af núverandi ríkisstjórn og fjallaði Eyjan.is um ákvörðun stjórnarinnar í greininni „Fagmaður á ferð“: „Sigurður Már ...  naut þannig ekki einungis trausts Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í störfum sínum, heldur einnig nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu