Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

United Silicon neitar að afhenda búnað

Sig­urð­ur R. Ragn­ars­son, for­stjóri ÍAV, seg­ir að for­svars­menn United Silicon neiti að af­henda þeim bún­að sem verk­tak­arn­ir eiga á vinnusvæð­inu við nýtt kís­il­ver í Helgu­vík. Ör­ygg­is­gæsla er nú á staðn­um þar sem um­deilda kís­il­verk­smiðj­an rís.

United Silicon neitar að afhenda búnað
United Silicon Verksmiðjan í Helguvík hefur reglulega ratað í fjölmiðla. Mynd: AMG

Þann 14. júlí síðastliðinn lögðu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) niður störf við byggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, segir það vegna ógreiddra skulda sem slaga hátt í milljarð króna. Magnús Garðarsson, einn af eigendum verkefnisins og helsti talsmaður þess, sagði félagið hins vegar ekki skulda ÍAV neitt. Þessar deilur hafa orðið til þess að nú neita forsvarsmenn United Silicon að afhenda ÍAV ýmsan búnað sem þeir telja sig eiga á svæðinu.

Gerðardómur hefur verið kallaður til og mun hann taka til starfa á allra næstu dögum. Gerðardómurinn er samsettur af þremur fulltrúum. Einn fulltrúi kemur frá United Silicon, einn frá ÍAV og síðan einn oddamaður sem var skipaður á dögunum.

Stendur ekki í handalögmálum

„Við ætlum ekki að standa í handalögmálum við þessa menn. Þetta verður væntanlega bara hluti af þessu dómsmáli sem nú fer af stað innan tíðar,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um þennan búnað sem ÍAV fær ekki afhentan. Um er að ræða meðal annars rafmagnstöflur og annað vinnubúnað sem notaður var við byggingu kísilversins.

Blaðamaður Stundarinnar heimsótti vinnusvæðið við kísilver United Silicon á dögunum og er nú komin öryggisgæsla á svæðið. Samkvæmt samtölum blaðamanns Stundarinnar við verkamenn á svæðinu er öryggisgæslan á vegum kísilversins og er fylgst grannt með öllum þeim sem fara inn og út af vinnusvæðinu.

Nýtt tölublað Stundarinnar kemur út á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, en þar verður meðal annars fjallað um kísilver United Silicon og þær skýrslur sem lagðar voru til grundvallar þegar sótt var um leyfi fyrir byggingu þess og starfsleyfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár