Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

United Silicon neitar að afhenda búnað

Sig­urð­ur R. Ragn­ars­son, for­stjóri ÍAV, seg­ir að for­svars­menn United Silicon neiti að af­henda þeim bún­að sem verk­tak­arn­ir eiga á vinnusvæð­inu við nýtt kís­il­ver í Helgu­vík. Ör­ygg­is­gæsla er nú á staðn­um þar sem um­deilda kís­il­verk­smiðj­an rís.

United Silicon neitar að afhenda búnað
United Silicon Verksmiðjan í Helguvík hefur reglulega ratað í fjölmiðla. Mynd: AMG

Þann 14. júlí síðastliðinn lögðu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) niður störf við byggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, segir það vegna ógreiddra skulda sem slaga hátt í milljarð króna. Magnús Garðarsson, einn af eigendum verkefnisins og helsti talsmaður þess, sagði félagið hins vegar ekki skulda ÍAV neitt. Þessar deilur hafa orðið til þess að nú neita forsvarsmenn United Silicon að afhenda ÍAV ýmsan búnað sem þeir telja sig eiga á svæðinu.

Gerðardómur hefur verið kallaður til og mun hann taka til starfa á allra næstu dögum. Gerðardómurinn er samsettur af þremur fulltrúum. Einn fulltrúi kemur frá United Silicon, einn frá ÍAV og síðan einn oddamaður sem var skipaður á dögunum.

Stendur ekki í handalögmálum

„Við ætlum ekki að standa í handalögmálum við þessa menn. Þetta verður væntanlega bara hluti af þessu dómsmáli sem nú fer af stað innan tíðar,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um þennan búnað sem ÍAV fær ekki afhentan. Um er að ræða meðal annars rafmagnstöflur og annað vinnubúnað sem notaður var við byggingu kísilversins.

Blaðamaður Stundarinnar heimsótti vinnusvæðið við kísilver United Silicon á dögunum og er nú komin öryggisgæsla á svæðið. Samkvæmt samtölum blaðamanns Stundarinnar við verkamenn á svæðinu er öryggisgæslan á vegum kísilversins og er fylgst grannt með öllum þeim sem fara inn og út af vinnusvæðinu.

Nýtt tölublað Stundarinnar kemur út á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, en þar verður meðal annars fjallað um kísilver United Silicon og þær skýrslur sem lagðar voru til grundvallar þegar sótt var um leyfi fyrir byggingu þess og starfsleyfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár