Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eldur í Kópavogi

Fjöl­mennt lið lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og sjúkra­flutn­inga­manna, var kall­að að Hlíð­ar­hjalla í Kópa­vogi í kvöld. Þar reynd­ist eld­ur laus í íbúð.

Eldur í Kópavogi
Fjölmennt lið viðbragsaðila á staðnum Íbúi sem hafði samband við Stundina tók þessa mynd.

Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er nú við störf í Hlíðarhjalla í Kópavogi. Þar virðist umfangsmikil lögregluaðgerð í gangi en íbúi í hverfinu segist ekki skilja viðbúnaðinn þar sem að ekki hafi verið lokað götum í hverfinu. Viðbragðsaðilar hafi verið á staðnum núna í tuttugu mínútur og engin hreyfing virðist á fjölmennu liði lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Lögreglan kom fyrst en þeir voru að minnsta kosti á þremur lögreglubifreiðum. Á eftir það koma slökkvilið höfuðborgarsvæðisins en þeir eru hér á að minnsta kosti fjórum stórum slökkvibílum. Síðan eru, og núna er ég að horfa út um gluggann hjá mér, að minnsta kosti fjórir sjúkrabílar. Ég veit ekkert hvað þeir eru að gera. Það hefur engin hreyfing verið á þeim frá því þeir mættu. Til að byrja með hlupu lögreglumennirnir hérna um hverfið eins og þeir væru að skanna svæðið en síðan þá hefur lítið gerst, segir íbúi í hverfinu sem hafði samband við Stundina og sendi meðfylgjandi mynd.

Fréttin verður uppfærð.

10:21 - Stundin hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem varðist alla fregna af málinu. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar var ekki heimilt að gefa neinar upplýsingar um málið.

10:27 - Samkvæmt upplýsingum sem Stundin fékk með öðrum leiðum var tilkynnt um eld í íbúð við Hlíðarhjalla í Kópavogi. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru íbúar komnir út en reykkafarar voru sendir inn í húsnæðið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikið tjón varð á íbúðinni. Nú hefur viðbragsaðilum fækkað á svæðinu og hafa aðrir íbúar í húsinu fengið að snúa aftur til síns heima.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár