Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eldur í Kópavogi

Fjöl­mennt lið lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og sjúkra­flutn­inga­manna, var kall­að að Hlíð­ar­hjalla í Kópa­vogi í kvöld. Þar reynd­ist eld­ur laus í íbúð.

Eldur í Kópavogi
Fjölmennt lið viðbragsaðila á staðnum Íbúi sem hafði samband við Stundina tók þessa mynd.

Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er nú við störf í Hlíðarhjalla í Kópavogi. Þar virðist umfangsmikil lögregluaðgerð í gangi en íbúi í hverfinu segist ekki skilja viðbúnaðinn þar sem að ekki hafi verið lokað götum í hverfinu. Viðbragðsaðilar hafi verið á staðnum núna í tuttugu mínútur og engin hreyfing virðist á fjölmennu liði lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Lögreglan kom fyrst en þeir voru að minnsta kosti á þremur lögreglubifreiðum. Á eftir það koma slökkvilið höfuðborgarsvæðisins en þeir eru hér á að minnsta kosti fjórum stórum slökkvibílum. Síðan eru, og núna er ég að horfa út um gluggann hjá mér, að minnsta kosti fjórir sjúkrabílar. Ég veit ekkert hvað þeir eru að gera. Það hefur engin hreyfing verið á þeim frá því þeir mættu. Til að byrja með hlupu lögreglumennirnir hérna um hverfið eins og þeir væru að skanna svæðið en síðan þá hefur lítið gerst, segir íbúi í hverfinu sem hafði samband við Stundina og sendi meðfylgjandi mynd.

Fréttin verður uppfærð.

10:21 - Stundin hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem varðist alla fregna af málinu. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar var ekki heimilt að gefa neinar upplýsingar um málið.

10:27 - Samkvæmt upplýsingum sem Stundin fékk með öðrum leiðum var tilkynnt um eld í íbúð við Hlíðarhjalla í Kópavogi. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru íbúar komnir út en reykkafarar voru sendir inn í húsnæðið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikið tjón varð á íbúðinni. Nú hefur viðbragsaðilum fækkað á svæðinu og hafa aðrir íbúar í húsinu fengið að snúa aftur til síns heima.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu