Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi

Mik­ið mæð­ir á inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu þessa daga. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, er yf­ir ráðu­neyt­inu í fjar­veru Ólaf­ar Nor­dal sem glím­ir við veik­indi. Þá eru báð­ir að­stoð­ar­menn Ólaf­ar í leyfi. Á með­an næst ekki í Bjarna vegna að­kallandi mál­efna.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi
Svarar ekki Bjarni Benediktsson hefur ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að undanförnu leyst Ólöfu Nordal af sem innanríkisráðherra á meðan hún glímir við veikindi.

Þetta þýðir að einn maður sér um að leiða tvö af stærstu ráðuneytum landsins. Báðir aðstoðarmenn Ólafar eru einnig í leyfi og því mæðir mikið á starfsfólki ráðuneytisins. Í tilkynningum frá Ólöfu hefur hún tekið fram að henni finnist leitt að geta ekki sinnt kosningabaráttunni.

Stundin hefur að undanförnu reynt að ná tali af Bjarna Benediktssyni, starfandi innanríkisráðherra, vegna málefna fimm ára gamals íslensks drengs sem flytja á nauðugan til Noregs í vistun hjá fósturforeldrum til átján ára aldurs. Hvorki Bjarni né aðstoðarmenn hans hafa svarað símtölum.

Ýmis mál sem varða innanríkisráðuneytið hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga og vikur, en meðal annars hefur verið skorað á ráðuneytið að beita sér í málefnum flóttafólks sem fengið hefur synjun frá Útlendingastofnun.

Sjá einnig: Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig

Þannig hefur það reyndar verið undanfarna mánuði og er Bjarni Benediktsson eini ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem neitar að tjá sig við Stundina. Þegar lagður var spurningalisti fyrir Bjarna Benediktsson á dögunum vegna kosningaumfjöllunar Stundarinnar vildi hann ekki gefa svör.

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu