Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi

Mik­ið mæð­ir á inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu þessa daga. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, er yf­ir ráðu­neyt­inu í fjar­veru Ólaf­ar Nor­dal sem glím­ir við veik­indi. Þá eru báð­ir að­stoð­ar­menn Ólaf­ar í leyfi. Á með­an næst ekki í Bjarna vegna að­kallandi mál­efna.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi
Svarar ekki Bjarni Benediktsson hefur ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að undanförnu leyst Ólöfu Nordal af sem innanríkisráðherra á meðan hún glímir við veikindi.

Þetta þýðir að einn maður sér um að leiða tvö af stærstu ráðuneytum landsins. Báðir aðstoðarmenn Ólafar eru einnig í leyfi og því mæðir mikið á starfsfólki ráðuneytisins. Í tilkynningum frá Ólöfu hefur hún tekið fram að henni finnist leitt að geta ekki sinnt kosningabaráttunni.

Stundin hefur að undanförnu reynt að ná tali af Bjarna Benediktssyni, starfandi innanríkisráðherra, vegna málefna fimm ára gamals íslensks drengs sem flytja á nauðugan til Noregs í vistun hjá fósturforeldrum til átján ára aldurs. Hvorki Bjarni né aðstoðarmenn hans hafa svarað símtölum.

Ýmis mál sem varða innanríkisráðuneytið hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga og vikur, en meðal annars hefur verið skorað á ráðuneytið að beita sér í málefnum flóttafólks sem fengið hefur synjun frá Útlendingastofnun.

Sjá einnig: Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig

Þannig hefur það reyndar verið undanfarna mánuði og er Bjarni Benediktsson eini ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem neitar að tjá sig við Stundina. Þegar lagður var spurningalisti fyrir Bjarna Benediktsson á dögunum vegna kosningaumfjöllunar Stundarinnar vildi hann ekki gefa svör.

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár