Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga“

Hátt í fjör­tíu bænd­ur mót­mæla fyr­ir­hug­uð­um virkj­un­um í Þjórsá

„Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga“
Þjórsárver Bændurnir óttast að tún og beitilönd muni hverfa undir vatn og malarhauga.

„Hugmyndir um Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun eiga rót sína að rekja til stjórnmálamanna sem trúa á stóriðju sem heildarlausn fyrir alþýðu þessa lands.“ Þetta segja hátt í fjörtíu bændur á bökkum Þjórsár í aðsendri grein í Bændablaðinu í dag. Þar mótmæla þeir fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

„Verði af þessum framkvæmdum myndast þrjú uppistöðulón í farvegi Þjórsár. Þau skerða blómlegar sveitir beggja vegna árinnar þar sem nú er stundaður arðsamur landbúnaður. Um er að ræða stór stöðuvötn sem drekkja munu gróðri og jarðvegi þar sem þau leggjast upp á bakka árinnar. Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga,“ skrifa bændurnir meðal annars.

Þeir benda einnig á að mörg virk eldfjöll séu á upptakasvæðum Þjórsár, meðal annars Hekla, Tungnafellsjökull og Bárðarbunga. Verði náttúruhamfarir á svæðinu verða þegar fjölmörg orkuver í hættu, það er Búrfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun.

Þess má geta að ítarlega er fjallað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár