„Hugmyndir um Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun eiga rót sína að rekja til stjórnmálamanna sem trúa á stóriðju sem heildarlausn fyrir alþýðu þessa lands.“ Þetta segja hátt í fjörtíu bændur á bökkum Þjórsár í aðsendri grein í Bændablaðinu í dag. Þar mótmæla þeir fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár.
„Verði af þessum framkvæmdum myndast þrjú uppistöðulón í farvegi Þjórsár. Þau skerða blómlegar sveitir beggja vegna árinnar þar sem nú er stundaður arðsamur landbúnaður. Um er að ræða stór stöðuvötn sem drekkja munu gróðri og jarðvegi þar sem þau leggjast upp á bakka árinnar. Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga,“ skrifa bændurnir meðal annars.
Þeir benda einnig á að mörg virk eldfjöll séu á upptakasvæðum Þjórsár, meðal annars Hekla, Tungnafellsjökull og Bárðarbunga. Verði náttúruhamfarir á svæðinu verða þegar fjölmörg orkuver í hættu, það er Búrfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun.
Þess má geta að ítarlega er fjallað …
Athugasemdir