Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga“

Hátt í fjör­tíu bænd­ur mót­mæla fyr­ir­hug­uð­um virkj­un­um í Þjórsá

„Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga“
Þjórsárver Bændurnir óttast að tún og beitilönd muni hverfa undir vatn og malarhauga.

„Hugmyndir um Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun eiga rót sína að rekja til stjórnmálamanna sem trúa á stóriðju sem heildarlausn fyrir alþýðu þessa lands.“ Þetta segja hátt í fjörtíu bændur á bökkum Þjórsár í aðsendri grein í Bændablaðinu í dag. Þar mótmæla þeir fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

„Verði af þessum framkvæmdum myndast þrjú uppistöðulón í farvegi Þjórsár. Þau skerða blómlegar sveitir beggja vegna árinnar þar sem nú er stundaður arðsamur landbúnaður. Um er að ræða stór stöðuvötn sem drekkja munu gróðri og jarðvegi þar sem þau leggjast upp á bakka árinnar. Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga,“ skrifa bændurnir meðal annars.

Þeir benda einnig á að mörg virk eldfjöll séu á upptakasvæðum Þjórsár, meðal annars Hekla, Tungnafellsjökull og Bárðarbunga. Verði náttúruhamfarir á svæðinu verða þegar fjölmörg orkuver í hættu, það er Búrfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun.

Þess má geta að ítarlega er fjallað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu