Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga“

Hátt í fjör­tíu bænd­ur mót­mæla fyr­ir­hug­uð­um virkj­un­um í Þjórsá

„Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga“
Þjórsárver Bændurnir óttast að tún og beitilönd muni hverfa undir vatn og malarhauga.

„Hugmyndir um Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun eiga rót sína að rekja til stjórnmálamanna sem trúa á stóriðju sem heildarlausn fyrir alþýðu þessa lands.“ Þetta segja hátt í fjörtíu bændur á bökkum Þjórsár í aðsendri grein í Bændablaðinu í dag. Þar mótmæla þeir fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

„Verði af þessum framkvæmdum myndast þrjú uppistöðulón í farvegi Þjórsár. Þau skerða blómlegar sveitir beggja vegna árinnar þar sem nú er stundaður arðsamur landbúnaður. Um er að ræða stór stöðuvötn sem drekkja munu gróðri og jarðvegi þar sem þau leggjast upp á bakka árinnar. Tún og beitarland munu hverfa undir vatn og malarhauga,“ skrifa bændurnir meðal annars.

Þeir benda einnig á að mörg virk eldfjöll séu á upptakasvæðum Þjórsár, meðal annars Hekla, Tungnafellsjökull og Bárðarbunga. Verði náttúruhamfarir á svæðinu verða þegar fjölmörg orkuver í hættu, það er Búrfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun.

Þess má geta að ítarlega er fjallað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár