Hárslítimanía er, eins og nafnið gefur til kynna, þráhyggja fyrir því að slíta af sér hárin á höfðinu. Kvillinn er afar sjaldgæfur og kemur upp í tengslum við kvíða, útskýrir Tinna Sif Jensdóttir, sem hefur þjáðst af hárslítimaníu í tuttugu ár. „Sumir fá þráhyggju fyrir að naga neglurnar eða skera sig en ég byrja að taka hárið af höfðinu,“ útskýrir Tinna Sif.
Þorði ekki að segja neinum
„Þegar ég lendi í áfalli eða líður illa kemur manían upp. Þá byrja ég að slíta alveg ofboðslega mikið hár af höfðinu,“ segir Tinna Sif. Hún slítur hárin ómeðvitað af sér og yfirleitt á sömu stöðum á höfðinu. „Ég enda því með skallabletti úti um allt. Svo þegar hárin byrja að vaxa, reiti ég nýju hárin á sömu stöðunum og því oftar sem ég slít hárin af, því grófari verða þau,“ segir Tinna Sif og bætir við: „Þetta er rosaleg þráhyggja.“
Hárslítimanía kom …
Athugasemdir