Katrín Jakobsdóttir er harðorð í garð ríkisstjórnarflokkana vegna samráðsleysis við ákvörðun um að sameina Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla „og þar með einkavæða FÁ“, eins og hún orðar það en Tækniskólinn er einkarekinn framhaldsskóli í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Hún segir almenning og stjórnarandstöðuna hafa frétt það í morgunfréttum RÚV í morgun að til stæði að sameina skólana. „Þessi rikisstjórn hefur minnihluta atkvæða á bak við sig. Meðal annars þess vegna töluðu forsvarsmenn stjórnarflokkanna mikið fyrir því að mikilvægt væri að tryggja breiða skírskotun, aukið samtal og samráð í þinginu og breytt vinnubrögð. Þetta þykja mér ömurleg vinnubrögð,“ segir Katrín á Facebook síðu sinni.
RÚV greindi frá því í morgun til stæði að sameina skólana, en Kristján Þór Júlísson menntamálaráðherra vildi sem minnst segja þegar fréttastofa náði tali af honum. Þá vildu skólameistarar skólanna ekki heldur tjá sig um málið og vísuðu …
Athugasemdir