Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Það vantar bókstaflega allt þarna“

Sema Erla Ser­d­ar sendi út neyð­arkall á Face­book í gær, þar sem hún lýsti eft­ir hús­gögn­um fyr­ir hæl­is­leit­end­ur sem búa á Skeggja­götu. Sím­inn hef­ur ekki stopp­að hjá henni síð­an og skila­boð­um rign­ir yf­ir hana. Hún bið­ur fólk að halda áfram að bjóða fram hjálp. Heim­sókn henn­ar á Skeggja­götu í dag stað­festi það, að hæl­is­leit­end­ur búi við óvið­un­andi að­stæð­ur þar.

„Það vantar bókstaflega allt þarna“

Í dag bankaði Sema Erla Serdar upp á, á heimili hælisleitenda á Skeggjagötu, til að sjá með eigin augum hversu mikið af húsgögnum skortir þar. „Það vantar bókstaflega allt þarna. Við sáum það strax þegar við komum þarna inn að það vantar mun meira af húsgögnum en við héldum í morgun,“ segir hún. 

Sema Erla las í gærkvöld frétt Stundarinnar þar sem sagt er frá því að hælisleitendur skorti meðal annars hirslur og stóla til að sitja á. Þeir borði því ýmist í rúmum sínum eða á gólfinu. Í kjölfar lesturins sendi hún út neyðarkall á Facebook, þar sem hún lýsti eftir húsgögnum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Það er augljóst að okkur vantar mun meira en við héldum fyrst. Það eru ekki einu sinni gardínur fyrir gluggunum þarna. Ofnarnir eru bilaðir og það þarf að laga nokkra glugga,“ segir Sema Erla. Hún hefur safnað saman hópi fólks sem er búið verða sér út um bíla til að sækja húsgögn og ætlar að kippa málinu í liðinn strax í dag. Hún hvetur fólk til þess að halda áfram að bjóða fram húsgögn. „Þetta eru aðstæður sem er ekki fólki sæmandi að búa við. Það vantar allt, stóla, borð, lampa, herðatré. Ég opnaði eldhússkápana og þeir voru tómir. Það vantar diska, glös og hnífapör. Allt.“

Frétt Stundarinnar byggir á viðtali sem birtist í Stundinni í upphafi október, við ungan hælisleitanda sem býr á Skeggjagötu. Þar lýsir hann ömurlegum aðstæðum í því húsnæði sem hælisleitendum stendur til boða á Íslandi. Þrátt fyrir lýsingar hans breyttist lítið sem ekkert. 

Sema Erla biður alla sem geta aðstoðað að hafa samband í síma 822-8904. Hún og fleiri verði svo á Álfhólsvegi 145, vinstra megin, frá klukkan 16.30 í dag. Þangað sé hægt að koma með muni og aðstoða við að sækja og úthluta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár