„Það vantar bókstaflega allt þarna“

Sema Erla Ser­d­ar sendi út neyð­arkall á Face­book í gær, þar sem hún lýsti eft­ir hús­gögn­um fyr­ir hæl­is­leit­end­ur sem búa á Skeggja­götu. Sím­inn hef­ur ekki stopp­að hjá henni síð­an og skila­boð­um rign­ir yf­ir hana. Hún bið­ur fólk að halda áfram að bjóða fram hjálp. Heim­sókn henn­ar á Skeggja­götu í dag stað­festi það, að hæl­is­leit­end­ur búi við óvið­un­andi að­stæð­ur þar.

„Það vantar bókstaflega allt þarna“

Í dag bankaði Sema Erla Serdar upp á, á heimili hælisleitenda á Skeggjagötu, til að sjá með eigin augum hversu mikið af húsgögnum skortir þar. „Það vantar bókstaflega allt þarna. Við sáum það strax þegar við komum þarna inn að það vantar mun meira af húsgögnum en við héldum í morgun,“ segir hún. 

Sema Erla las í gærkvöld frétt Stundarinnar þar sem sagt er frá því að hælisleitendur skorti meðal annars hirslur og stóla til að sitja á. Þeir borði því ýmist í rúmum sínum eða á gólfinu. Í kjölfar lesturins sendi hún út neyðarkall á Facebook, þar sem hún lýsti eftir húsgögnum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Það er augljóst að okkur vantar mun meira en við héldum fyrst. Það eru ekki einu sinni gardínur fyrir gluggunum þarna. Ofnarnir eru bilaðir og það þarf að laga nokkra glugga,“ segir Sema Erla. Hún hefur safnað saman hópi fólks sem er búið verða sér út um bíla til að sækja húsgögn og ætlar að kippa málinu í liðinn strax í dag. Hún hvetur fólk til þess að halda áfram að bjóða fram húsgögn. „Þetta eru aðstæður sem er ekki fólki sæmandi að búa við. Það vantar allt, stóla, borð, lampa, herðatré. Ég opnaði eldhússkápana og þeir voru tómir. Það vantar diska, glös og hnífapör. Allt.“

Frétt Stundarinnar byggir á viðtali sem birtist í Stundinni í upphafi október, við ungan hælisleitanda sem býr á Skeggjagötu. Þar lýsir hann ömurlegum aðstæðum í því húsnæði sem hælisleitendum stendur til boða á Íslandi. Þrátt fyrir lýsingar hans breyttist lítið sem ekkert. 

Sema Erla biður alla sem geta aðstoðað að hafa samband í síma 822-8904. Hún og fleiri verði svo á Álfhólsvegi 145, vinstra megin, frá klukkan 16.30 í dag. Þangað sé hægt að koma með muni og aðstoða við að sækja og úthluta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár