Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Það er bara spurning um hvenær síðasta fallið verður“

Mar­grét Thor­der­sen er 75 ára og hef­ur ít­rek­að fall­ið fyr­ir­vara­laust nið­ur og slas­að sig. Hún tel­ur sig ekki geta séð um sig sjálfa, en dótt­ir henn­ar seg­ir að henni hafi ver­ið neit­að um pláss á vistheim­ili. Formað­ur Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík seg­ir að marg­ir aðr­ir séu í sömu stöðu.

„Það er bara spurning um hvenær síðasta fallið verður“
Fellur fyrirvaralaust Margrét óttast að vera send aftur heim, þar sem hún veit að hún getur fallið fyrirvaralaust og skaðað sig. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég vakna allar nætur við tilhugsunina um að vera send aftur heim. Ég spyr mig hvað ég myndi gera þar, en svarið er að ég myndi bara detta aftur. Þetta endurtekur sig bara aftur og aftur þangað til mér tekst að drepa mig á einhverju húsgagni.“

Margrét Thordersen lítur út fyrir að vera algjörlega buguð. Margrét er fædd 1941 og var lengi einstæð móðir tveggja barna. Hún vann í bókaverslunum, hjá forlögum, Borgarspítalanum, og síðan á læknastöð áður en heilsa hennar gaf sig og hún varð öryrki. Hún var greind með brjósklos og slitgigt. Hún var gift í tíu ár áður en hún varð ekkja. Eftir að börn hennar fluttu út fann hún fyrir gríðarlegum einmanaleika.

„Mér leið eins og Palla sem var einn í heiminum,“ segir hún. Núna er hún í hvíldarinnlögn á Landakoti í kjölfar útskriftar af Borgarspítalanum eftir að hún slasaðist við fall ein heima. Hún stendur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár