„Ég vakna allar nætur við tilhugsunina um að vera send aftur heim. Ég spyr mig hvað ég myndi gera þar, en svarið er að ég myndi bara detta aftur. Þetta endurtekur sig bara aftur og aftur þangað til mér tekst að drepa mig á einhverju húsgagni.“
Margrét Thordersen lítur út fyrir að vera algjörlega buguð. Margrét er fædd 1941 og var lengi einstæð móðir tveggja barna. Hún vann í bókaverslunum, hjá forlögum, Borgarspítalanum, og síðan á læknastöð áður en heilsa hennar gaf sig og hún varð öryrki. Hún var greind með brjósklos og slitgigt. Hún var gift í tíu ár áður en hún varð ekkja. Eftir að börn hennar fluttu út fann hún fyrir gríðarlegum einmanaleika.
„Mér leið eins og Palla sem var einn í heiminum,“ segir hún. Núna er hún í hvíldarinnlögn á Landakoti í kjölfar útskriftar af Borgarspítalanum eftir að hún slasaðist við fall ein heima. Hún stendur …
Athugasemdir