Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi

Syst­ur­son­ur eig­in­konu Ingi­mund­ar Ein­ars­son­ar, dóm­stjóra við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fékk starf sem ekki hafði ver­ið aug­lýst laust til um­sókn­ar. Mál­ið olli titr­ingi með­al starfs­manna rétt­ar­ins, en BHM hef­ur lagst ein­dreg­ið gegn launa­laus­um ráðn­ing­um.

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi
Ingimundur Einarsson er dómstjóri og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Mynd: Pjetur / 365

Héraðsdómur Reykjavíkur réði lögfræðing með fjölskyldutengsl við dómstjóra í launalaust starf árið 2013. Ráðningin olli titringi meðal starfsmanna réttarins, bæði vegna tengslanna en einnig vegna þess að margir töldu ráðninguna vera á gráu svæði með tilliti til laga og kjarasamninga. Maðurinn, sem er systursonur eiginkonu dómstjórans, var fastráðinn við dóminn í febrúar á þessu ári án þess að starfið væri auglýst laust til umsóknar.

BHM gegn launalausum ráðningum

Lögfræðingurinn sem tengist dómstjóra fékk upphaflega tímabundna ráðningu hjá héraðsdómstólnum án þess að greitt væri fyrir vinnu hans. Bandalag háskólamanna hefur lagst eindregið gegn launalausum ráðningum og krafist þess að greitt sé fyrir starfsnám.

„Við hjá BHM getum auðvitað ekki annað en gert alvarlegar athugasemdir við það þegar fólk er ráðið launalaust til starfa, hvort sem það er hjá einkafyrirtækjum eða hinu opinbera. Slíkt fyrirkomulag stenst hvorki lög né kjarasamninga,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár