Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi

Syst­ur­son­ur eig­in­konu Ingi­mund­ar Ein­ars­son­ar, dóm­stjóra við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fékk starf sem ekki hafði ver­ið aug­lýst laust til um­sókn­ar. Mál­ið olli titr­ingi með­al starfs­manna rétt­ar­ins, en BHM hef­ur lagst ein­dreg­ið gegn launa­laus­um ráðn­ing­um.

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi
Ingimundur Einarsson er dómstjóri og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Mynd: Pjetur / 365

Héraðsdómur Reykjavíkur réði lögfræðing með fjölskyldutengsl við dómstjóra í launalaust starf árið 2013. Ráðningin olli titringi meðal starfsmanna réttarins, bæði vegna tengslanna en einnig vegna þess að margir töldu ráðninguna vera á gráu svæði með tilliti til laga og kjarasamninga. Maðurinn, sem er systursonur eiginkonu dómstjórans, var fastráðinn við dóminn í febrúar á þessu ári án þess að starfið væri auglýst laust til umsóknar.

BHM gegn launalausum ráðningum

Lögfræðingurinn sem tengist dómstjóra fékk upphaflega tímabundna ráðningu hjá héraðsdómstólnum án þess að greitt væri fyrir vinnu hans. Bandalag háskólamanna hefur lagst eindregið gegn launalausum ráðningum og krafist þess að greitt sé fyrir starfsnám.

„Við hjá BHM getum auðvitað ekki annað en gert alvarlegar athugasemdir við það þegar fólk er ráðið launalaust til starfa, hvort sem það er hjá einkafyrirtækjum eða hinu opinbera. Slíkt fyrirkomulag stenst hvorki lög né kjarasamninga,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár