Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tasillaq-málið komið inn á grænlenska þingið

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur hef­ur áhyggj­ur af því að Tasillaq-mál­ið skaði sam­skipti við Ís­land.

Tasillaq-málið komið inn á grænlenska þingið

Grænlenski stjórnarand­stöðu­flokkurinn Partii Naleraq hefur krafist þess að ríkisstjórn landsins veiti upplýsingar um ýmis atriði tengd uppsjávarveiðiskipinu Tasiilaq, sem nýverið frysti 338 tonn af loðnu ólöglega á Íslandsmiðum. 
Tasiilaq er í eigu grænlenska sjávarútvegsfélagsins Royal Pelagic, sem er svo aftur í eigu grænlenska ríkisfyrirtækisins Royal Greenland og Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrirspurnin var lögð fram 24. mars síðastliðinn og hefur ríkisstjórnin tíu daga til að svara henni.

Grænlendingar í minnihluta

„Er það ásættanlegt að togari í eigu Royal Pelagic, sem Royal Greenland A/S á hlut í, hafi reynt að landa loðnu þrátt fyrir að hafa ekki leyfi til matframleiðslu né leyfi til að landa loðnu?“ er spurt í fyrirspurn flokksins. Í fyrirspurninni er enn fremur ýjað að því að eitthvað óeðlilegt sé í gangi með starfsmannahald á togurum Royal Pelagic, Tuneq og Tasillaq. Spurt er hvort félagið hafi framvísað launaseðlum til starfsmanna og hvers vegna félagið hafi fengið undanþágu frá lögum um hlutfall grænlenskra starfsmanna á togurunum í ár og í fyrra. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er mikill meirihluti sjómanna á þessum skipum íslenskir. Á Tuneq eru aðeins tveir grænlenskir sjómenn, en á Tasiilaq eru þeir fjórir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár