Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tasillaq-málið komið inn á grænlenska þingið

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur hef­ur áhyggj­ur af því að Tasillaq-mál­ið skaði sam­skipti við Ís­land.

Tasillaq-málið komið inn á grænlenska þingið

Grænlenski stjórnarand­stöðu­flokkurinn Partii Naleraq hefur krafist þess að ríkisstjórn landsins veiti upplýsingar um ýmis atriði tengd uppsjávarveiðiskipinu Tasiilaq, sem nýverið frysti 338 tonn af loðnu ólöglega á Íslandsmiðum. 
Tasiilaq er í eigu grænlenska sjávarútvegsfélagsins Royal Pelagic, sem er svo aftur í eigu grænlenska ríkisfyrirtækisins Royal Greenland og Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrirspurnin var lögð fram 24. mars síðastliðinn og hefur ríkisstjórnin tíu daga til að svara henni.

Grænlendingar í minnihluta

„Er það ásættanlegt að togari í eigu Royal Pelagic, sem Royal Greenland A/S á hlut í, hafi reynt að landa loðnu þrátt fyrir að hafa ekki leyfi til matframleiðslu né leyfi til að landa loðnu?“ er spurt í fyrirspurn flokksins. Í fyrirspurninni er enn fremur ýjað að því að eitthvað óeðlilegt sé í gangi með starfsmannahald á togurum Royal Pelagic, Tuneq og Tasillaq. Spurt er hvort félagið hafi framvísað launaseðlum til starfsmanna og hvers vegna félagið hafi fengið undanþágu frá lögum um hlutfall grænlenskra starfsmanna á togurunum í ár og í fyrra. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er mikill meirihluti sjómanna á þessum skipum íslenskir. Á Tuneq eru aðeins tveir grænlenskir sjómenn, en á Tasiilaq eru þeir fjórir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár