Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Talaði vel um gerandann eftir nauðgunina

Anna Bentína Herm­an­sen, ráð­gjafi á Stíga­mót­um, seg­ir al­gengt að kon­ur séu vina­leg­ar við gerend­ur eft­ir kyn­ferð­isof­beldi. Það er hins veg­ar not­að gegn þeim og get­ur ver­ið ástæð­an fyr­ir nið­ur­fell­ingu mála. Re­bekka Rut var fimmtán ára og reyndi að láta sem ekk­ert væri þeg­ar nauðg­ar­inn skutl­aði henni heim.

Talaði vel um gerandann eftir nauðgunina
Var vinaleg við gerandann Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum, segir það algengt að þolendur séu vinalegir við gerendur eftir kynferðisofbeldi. Sjálf gerði hún það, skelfingu lostin.

„Viðbrögð brotaþola fyrir eða eftir kynferðisofbeldi geta haft áhrif á dóma og eru jafnvel ástæða niðurfellingar hjá ríkissaksóknara,“ segir Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum. „Þar virðist skipta máli hvort þolandi borðaði morgunmat hjá geranda, sem er samt ekki afnauðgandi athöfn og það geta verið allskonar ástæður fyrir því að þeir geri það. Ég hef heyrt um brotaþola sem lofa því að gerast viðhöld geranda sinna og lofa öllu fögru til að sleppa út og komast burt.“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerði samskipti brotaþola og meints geranda í nauðgunarmáli að umtalsefni í morgunútvarpinu á Rás 2 fyrr í vikunni. Þar sagði hann að brotaþoli hefði verið í samskiptum við meintan geranda eftir atvikið. Í samtali við Stundina sagði hann meðal annars: „Ef ég hefði lesið upp úr þessum Facebook-samskiptum þeirra þá hefði það ekki komið vel út fyrir brotaþola. Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni. En ég ákvað að gera það ekki, meðal annars af tillitsemi við brotaþola.“

Í kjölfarið hófst ný bylting á Beauty tips undir merkjunum #eftirkynferðisofbeldi. Þar segja konur frá samskiptum sínum við gerendur eftir nauðgun, en oft hafa þær reynt að láta sem ekkert væri. Ein þeirra, Ragnheiður Helga Hafsteinsdóttir,  sagði sögu sína í Stundinni fyrr í dag, en þar kom fram að hún fór aftur í húsið þar sem henni hafði verið hópnauðgað og hitti strákana sem gerðu það.

„Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“

Enn ein mýtan 

Anna Bentína segir að það sé mjög algengt að brotaþolar séu vinalegir við gerendur sína eftir ofbeldið. „Það hefur ekkert með það að gera hvort ofbeldi hafi átt sér stað eða ekki. Það er engin vísbending um að það sem gerðist hafi verið í lagi. Þessi viðbrögð eru mjög algeng hjá brotaþolum. Þeir eru yfirleitt logandi hræddir og vita ekkert hvar þeir hafa viðkomandi. Í raun gera þeir allt sem þeir geta gert til skaðaminnkunar.

Hér er verið að halda á lofti enn einni mýtunni. Það er ömurlegt að sjá að lögfræðingar sem eru mjög virkir verjendur í þessum málum og virkir í þjóðfélagsumræðunni séu ekki betur að sér en svo. Að þeir séu svo uppfullir af vanþekkingu að þeir gleypi við allskonar mýtum.

Þetta minnir á það þegar stúlka kærði Egil Einarsson og kærustu hans fyrir nauðgun fyrir nokkrum árum. Þá var birt mynd af stúlkunni að kyssa kærustuna hans, eins og það ætti að vera vísbending um að það hefði engin nauðgun átt sér stað. Það er alltaf verið að setja spurningarmerki við það hvernig þolandinn kemur fram. Það lýsir skrýtnu hugarfari að hegðun og viðbrögð brotaþola sé gerð að aðalatriði en ekki meint nauðgun. Yfirleitt er það gert til að minnka þáttt geranda.“

Hún ítrekar að það séu ekki til rétt eða röng viðbrögð við ofbeldi. „Í 25 ár hafa Stígamót reynt að uppræta viðhorf um að það sé á ábyrgð brotaþola að bregðast rétt við. Brotaþoli er aldrei ábyrgur fyrir því sem gerist. Nauðgun núllast ekki út af því að brotaþoli er vinalegur við geranda. Líklegast er skýringin á því að hann er skelfingulostinn, í áfalli, afneitun, dofinn og áttar sig ekki á aðstæðum eða er ekki tilbúinn til að horfast í augu við ofbeldið. Það er svo þungbært að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fólk reynir jafnvel að gera lítið úr því að draga úr skaðanum, hvort sem það er í ótta eða afneitun.“  

Lofaði öllu fögru 

Anna Bentína hefur sjálf reynslu af þessu. „Ég var mjög vinaleg við gerandann minn. Ástæðan fyrir því var sú að ég var skelfingu lostin, stödd á afviknum stað. Hann hafði keyrt mig upp í sveit þar sem þetta gerðist og ég komst ekki burt nema með því að vera vinaleg við hann. Ég veit ekki hvað hann hefði gert við mig ef ég hefði ekki verið vinaleg. Ég var algjörlega upp á hann komin.“

Maðurinn sem um ræður var kunningi hennar. Þau þekktust ekki vel en hún lofaði að halda samskiptum við hann áfram. „Ég lofaði öllu fögru og sagði honum að við myndum auðvitað tala saman aftur. Þegar þú lendir í þessum aðstæðum þá upplifir þú þig í lífshættu. Það var allavega þannig hjá mér. Ég gerði allt til þess að reyna að hafa einhverja stjórn í aðstæðum sem ég hafði enga stjórn á. Meðal annars með svona skaðaminnkandi aðgerðum.“

„Ég lofaði öllu fögru og sagði honum að við myndum auðvitað tala saman aftur.“

Talaði vel um gerandann

Viðbrögðin voru notuð gegn henni. „Í rökstuðningi fyrir niðurfellingu málsins kom reyndar fram að ég hafði skýringu á því að hafa gert þetta. En þar kom jafnframt fram að ég hafði rætt við leigubílstjórann sem sótti mig og keyrði mig heim. Það var vinur hans. Í bílnum sagði ég ekkert um það sem gerðist og talaði vel um gerandann. Það er að segja, leigubílstjórinn var að spyrja mig út í þennan mann og tala um hvað hann væri frábær og ég sagði bara já við því. Það var notað gegn mér. En ég vildi bara komast heim og treysti ekki vini mannsins sem nauðgaði mér, bara alls ekki.

Gerandinn notaði þetta líka gegn mér og sagði þetta merki um að allt hefði farið fram með mínu samþykki. Mér fannst það með ólíkindum. Ég trúði því ekki að það væri hægt að afneita ofbeldi með þessum hætti. Ég var búin að segja svo oft nei við hann og að ég vildi þetta ekki, en það virtist núllast alveg út vegna viðbragða minna eftir á. En það virðist vera að menn sem beita svona ofbeldi hafi ótrúlega hæfni til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þess vegna er svo mikilvægt að við setjum ábyrgðina þangað. Það er þeim síst til hjálpar að firra þá ábyrgð. Það er mikilvægt að þeir axli ábyrgð á því sem þeir gera.“

„Ég vildi bara komast heim og treysti ekki vini mannsins sem nauðgaði mér, bara alls ekki.“

„Ég sagði já endilega“

Fleiri konur hafa lýst sömu reynslu. Hér að neðan eru nokkur dæmi frá konum sem hafa tjáð sig á Twitter undir #eftirkynferðisofbeldi.

„Daginn eftir sagði ég brandara um „kynlífið“ sem ég stundaði. Ég var áfengisdauð.“

„Hann fór með mig og hundinn sinn í göngutúr. Mér leið eins og ég væri í alveg jafn miklu beisli og hundurinn hans.“

„Hann sagðist ætla að kíkja í kaffi og ég sagði já endilega.“

„Á meðan marblettirnir dökknuðu undir fötunum mínum haltraði ég í vinnuna og fór á neyðarmóttökuna eftir vinnutíma.“

„Ég hélt áfram að mæta í skólann þótt brotamaðurinn væri samnemandi minn. Það breytir ekki því sem hann gerði.“

Fékk far með nauðgaranum 

Vildi bara komast heim
Vildi bara komast heim Rebekka Rut var fimmtán ára þegar henni var nauðgað af kunningja, sem síðan keyrði hana heim. Það að hún hafi leyft honum að keyra sig heim sat lengi í henni.

Rebekka Rut Maríusdóttir var 15 ára þegar hún fór í heimsókn til kunningja síns. Hann hafði lengi suðað í henni að koma í heimsókn og hún ákvað að kíkja við þegar henni leiddist.

„Þar nauðgaði hann mér. Hann bjó hjá ömmu sinni og afa. Við fórum inn í herbergið til hans þar sem ég settist í rúmið. Hann byrjaði strax að brjóta gegn mér. Ég fraus bara. Af því að ég barðist ekki um þá fannst mér ég ekki geta kallað þetta nauðgun, en þetta var gegn mínum vilja. Ég vildi bara klára þetta af og fara heim. Það tók mig langan tíma að sætta mig við að hann hefði nauðgað mér, en mér hafði aldrei liðið svona illa áður.“

Hún segir að þegar hann hafi lokið sér af hafi þau klætt sig aftur í fötin. Andrúmsloftið hafi verið vandræðalegt en þau hafi ekki rætt það sem gerðist. „Mér leið illa en ég grét ekki eða öskraði. Ég var alveg hljóð.

Síðan skutlaði hann mér heim. Ég reyndi að láta eins og ekkert væri og spjallaði við hann. Seinna skammaðist ég mín mjög mikið fyrir það. Mér fannst að fyrst ég hefði leyft honum að skutla mér heim þá gæti þetta ekki verið rangt. Eins og það réttlætti ofbeldið. Ef ég hefði hlaupið út eða barist á móti þá hefði ég átt auðveldara með þetta.“

„Ég vildi bara klára þetta af og fara heim.“

Ýtti undir ranghugmyndirnar

Tveimur vikum síðar brotnaði Rebekka Rut niður og sagði þáverandi kærastanum sínum frá þessu. „Fyrstu viðbrögð hans voru að hugga mig. Seinna hringdi hann í mig og sagðist ekki geta treyst mér – eins og ég hefði haldið fram hjá honum. Það braut mig mjög mikið niður að hann skyldi kenna mér um þetta og setja sökina á mig. Það ýtti undir þessar ranghugmyndir um að þetta hefði ekki verið nauðgun. En hann var kærastinn minn og fyrst hann sagði þetta þá hlaut það að vera satt.“

Hún bað hann um að geyma leyndarmálið, en hann sagði systur hennar frá. „Ég var ekki tilbúin til þess að segja strax frá þessu. En þá leitaði ég til konu sem var að vinna í félagsmiðstöðinni minni og hún kom með með mér heim að tala við mömmu.

Vildi vernda sjálfa sig

Í kjölfarið fór þetta í kæruferli, sem ég var mjög ósátt við. Málið var fellt niður en ég hafði aldrei trú á því, það voru engar sannanir í málinu, bara orð á móti orði. En það var þrýst á mig að fara þessa leið af því að þau héldu að ég væri að vernda hann. En ég var að reyna að vernda sjálfa mig. Ég vildi ekki fara í gegnum þetta ferli. Mér fannst ég ekki hafa neina stjórn á þessu máli, sem var þó mitt.“

Hún segir að þetta mál hafi enn mikil áhrif á líf hennar. „Mér hefur alltaf verið trúað og ég hef fengið mikinn stuðning. Mér finnst samt eins og margir haldi að þú farir bara í smá meðferð og svo sé það búið. En þetta er enn stór hluti af mínu lífi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár