Fædd í sláturhúsinu er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Egilsstöðum þann 17. júní. Sýningin samanstendur af verkum níu listamanna frá Íslandi, Þýskalandi, Sýrlandi og Madagaskar, sem vinna með margs konar miðla í sköpun sinni – svo sem málverk, myndbönd, hljóð, gjörninga og skúlptúra. Skipuleggjandi hennar er listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir. Hvernig stendur á því að hún er að skipuleggja sýningu austur á héraði? Og hvernig tengist hún Sláturhúsinu á Egilsstöðum?
„Það er bara röð atvika sem leiddu til þess að þessi sýning er að verða að veruleika,“ segir Steinunn. „Ég tengist Sláturhúsinu ekki neinum beinum böndum, heldur hafði bara samband við þau út af öðru verkefni en í kjölfarið bauð Sláturhúsið mér í samstarf með sýningu sem ég myndi skipuleggja sjálf.
Þannig að þú ert ekki orðin Austfirðingur?
„Nei, ekki í þeim skilningi að ég sé flutt hingað – en í grunninn er ég Austfirðingur, alin hér upp sem krakki …
Athugasemdir