Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Systurnar kærðar fyrir að kúga fé út úr manni með ásökun um nauðgun

Önn­ur kæra á hend­ur Hlín Ein­ars­dótt­ur og Malín Brand barst lög­reglu rétt fyr­ir há­deg­ið. Þar eru syst­urn­ar sak­að­ar um að hafa bor­ið nauðg­un á mann sem greiddi þeim 700 þús­und krón­ur fyr­ir. Er Malín sögð hafa tek­ið við pen­ing­un­um.

Systurnar kærðar fyrir að kúga fé út úr manni með ásökun um nauðgun

Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand sem voru handteknar fyrir tilraun til þess að kúga fé út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans, voru í dag kærðar af manni sem greiddi þeim fé eftir að þær sökuðu hann um nauðgun. Á Vísi kemur fram að maðurinn hafi sofið hjá Hlín eitt laugardagskvöld í apríl en á mánudegi hefði hún haft samband og borið á hann þessar sakir. Hún hefði undir höndum gögn sem sönnuðu mál sitt. Hann hefði greitt henni 700 þúsund krónur en farið fram á tryggingu um að málið hefði ekki eftirmála. Þá hefði hann fengið kvittun sem var rituð á bréfsefni Morgunblaðsins.

DV greindi fyrst frá seinni kærunni, en þar segir að kæran tengist ekki fjárkúgun á hendur forsætisráðherra og að systurnar hafi sakað manninn um mjög alvarlegan glæp sem yrði kærður til lögreglu greiddi hann ekki milljón. Hann ákvað að borga. Samkvæmt DV tók Malín við greiðslunni fyrir hönd þeirra systra.

Eftir að játning systranna lá fyrir í fjárkúgunarmáli gegn forsætisráðherra hafi maðurinn ráðfært sig við lögfræðing og kært málið til lögreglu.

Beið í bílnum

Stundin hefur hvorki náð í Malín og Hlín í gær eða dag. Malín sagði hins vegar við Vísi í gær að hún hefði ekki átt nokkurn þátt í fjárkúgun á hendur forsætisráðherra eða komið að skipulagningu hennar. Hún hafi aðeins blandast í málið vegna fjölskyldutengsla og ekið Hlín á vettvang. Hún hafi þó vitað af málinu og ætlað að aka í burtu þegar hún sá lögregluna nálgast. „Þetta kom eiginlega flatt upp á mig vegna þess að ég bjóst ekki við því að það sem hún væri að gera, að einhver myndi virkilega taka mark á því,“ sagði Malín.

„Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér,“ segir hún. 

Töldu Sigmund hafa fjárhagsleg tengsl við Björn Inga

Malín sem er blaðamaður á Morgunblaðinu var í vaktafríi þennan dag. Hún er nú komin í leyfi frá störfum. Hlín Einarsdóttir var um tíma ritstjóri Bleikt.is. Hún var í sambandi með Birni Inga Hrafnssyni, útgefanda DV og einn eiganda Pressunnar sem á DV.

Samkvæmt fréttum gærdagsins var inntakið í hótuninni gagnvart forsætisráðherra og eiginkonu það að þær hefðu undir höndunum gögn sem sýndu fram á fjárhagsleg tengsl hans við Björn Inga og tengdist jafnvel yfirtökunni á DV síðastliðið haust.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Stundin óskaði eftir því í gær, en sendi fréttatilkynningu á valda fjölmiðla undir lok dags. Þar sagði að hann hefði engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hefði hann komið að kaupum Vefpressunar á DV á nokkurn hátt. Þá kom fram að bréfið, sem var að hluta til handskrifað og að hluta til sett saman úr stafaúrklippum, hefði verið stílað á eiginkonu hans, Önnu S. Pálsdóttur.

Sagðist ekki hafa komið að kaupum á DV 

Fyrir fáeinum dögum barst bréf á heimili fjölskyldu minnar, í umslagi merktu eiginkonu minni. Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans.

Af bréfinu að dæma virtust umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum. Áréttað var í bréfinu a ð ef ekki yrði gengið að kröfunum, eða ef lögreglu yrði gert viðvart, yrði séð til þess að fjölmiðlar fengju málið til umfjöllunar og sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta.

Ég gerði lögreglu að sjálfsögðu strax viðvart og leysti hún málið af mikilli fagmennsku. Ég vil færa lögreglunni kærar þakkir fyrir vel unnin störf.

Vegna frétta sem birst hafa um máli ð í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt.

Fjölskyldu minni er verulega brugðið vegna þessara atburða. Ég vil hvetja til hófstilltrar umræðu um málið og minni á að grunaðir gerendur eiga ættingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöllunina.

Fjölmiðla bið ég að sýna skilning á því að ég mun ekki veita viðtöl um málið að minnsta kosti á me ðan rannsókn þess er ekki að fullu lokið.“

Björn Ingi harmi sleginn 

Björn Ingi Hrafnsson sendi einnig frá sér tilkynningu á Facebook seinnipart dags þar sem hann sagði að forsætisráðherra hefði ekki komið að kaupum á DV: „Ég er harmi sleginn yfir fregnum dagsins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.“

Undir það tók Eggert Skúlason ritstjóri DV í samtali við Stundina og sagði mikilvægt að hafa aðgát í nærveru sálar, en miðillinn var með ítarlegan fréttaflutning af fjárkúgun systranna. 

Ekki hefur hins vegar verið upplýst hver fjármagnaði yfirtökuna á DV. 

Allt að sex ára fangelsi

Líkt og fram hefur komið voru nákvæmar leiðbeiningar í bréfinu sem sent var heim til forsætisráðherra og því hótað að ef þeim yrði ekki fylgt yrði viðkvæmum upplýsingum lekið í fjölmiðla. 

Á þeim tímapunkti var ekki vitað hver stóð að baki fjárkúguninni. Lögreglu var gert viðvart og hófst rannsókn málsins samstundis. Krafist var átta milljón króna og átti afhendingin að fara fram sunnan Vallahverfisins, þar sem Hlín var handtekin er hún kom gangandi inn á svæðið. Systir hennar beið á bílnum skammt frá og var handtekin í kjölfarið. Voru systurnar yfirheyrðar, húsleit gerð á heimili þeirra og hald lagt á síma og tölvur. Voru þær í gæsluvarðhaldi yfir nótt, en játuðu báðar aðkomu sína að málinu. 

Fjárkúgunin er brot á 251. grein almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem hafi fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

Systurnar eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár