Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Systurnar kærðar fyrir að kúga fé út úr manni með ásökun um nauðgun

Önn­ur kæra á hend­ur Hlín Ein­ars­dótt­ur og Malín Brand barst lög­reglu rétt fyr­ir há­deg­ið. Þar eru syst­urn­ar sak­að­ar um að hafa bor­ið nauðg­un á mann sem greiddi þeim 700 þús­und krón­ur fyr­ir. Er Malín sögð hafa tek­ið við pen­ing­un­um.

Systurnar kærðar fyrir að kúga fé út úr manni með ásökun um nauðgun

Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand sem voru handteknar fyrir tilraun til þess að kúga fé út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans, voru í dag kærðar af manni sem greiddi þeim fé eftir að þær sökuðu hann um nauðgun. Á Vísi kemur fram að maðurinn hafi sofið hjá Hlín eitt laugardagskvöld í apríl en á mánudegi hefði hún haft samband og borið á hann þessar sakir. Hún hefði undir höndum gögn sem sönnuðu mál sitt. Hann hefði greitt henni 700 þúsund krónur en farið fram á tryggingu um að málið hefði ekki eftirmála. Þá hefði hann fengið kvittun sem var rituð á bréfsefni Morgunblaðsins.

DV greindi fyrst frá seinni kærunni, en þar segir að kæran tengist ekki fjárkúgun á hendur forsætisráðherra og að systurnar hafi sakað manninn um mjög alvarlegan glæp sem yrði kærður til lögreglu greiddi hann ekki milljón. Hann ákvað að borga. Samkvæmt DV tók Malín við greiðslunni fyrir hönd þeirra systra.

Eftir að játning systranna lá fyrir í fjárkúgunarmáli gegn forsætisráðherra hafi maðurinn ráðfært sig við lögfræðing og kært málið til lögreglu.

Beið í bílnum

Stundin hefur hvorki náð í Malín og Hlín í gær eða dag. Malín sagði hins vegar við Vísi í gær að hún hefði ekki átt nokkurn þátt í fjárkúgun á hendur forsætisráðherra eða komið að skipulagningu hennar. Hún hafi aðeins blandast í málið vegna fjölskyldutengsla og ekið Hlín á vettvang. Hún hafi þó vitað af málinu og ætlað að aka í burtu þegar hún sá lögregluna nálgast. „Þetta kom eiginlega flatt upp á mig vegna þess að ég bjóst ekki við því að það sem hún væri að gera, að einhver myndi virkilega taka mark á því,“ sagði Malín.

„Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér,“ segir hún. 

Töldu Sigmund hafa fjárhagsleg tengsl við Björn Inga

Malín sem er blaðamaður á Morgunblaðinu var í vaktafríi þennan dag. Hún er nú komin í leyfi frá störfum. Hlín Einarsdóttir var um tíma ritstjóri Bleikt.is. Hún var í sambandi með Birni Inga Hrafnssyni, útgefanda DV og einn eiganda Pressunnar sem á DV.

Samkvæmt fréttum gærdagsins var inntakið í hótuninni gagnvart forsætisráðherra og eiginkonu það að þær hefðu undir höndunum gögn sem sýndu fram á fjárhagsleg tengsl hans við Björn Inga og tengdist jafnvel yfirtökunni á DV síðastliðið haust.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Stundin óskaði eftir því í gær, en sendi fréttatilkynningu á valda fjölmiðla undir lok dags. Þar sagði að hann hefði engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hefði hann komið að kaupum Vefpressunar á DV á nokkurn hátt. Þá kom fram að bréfið, sem var að hluta til handskrifað og að hluta til sett saman úr stafaúrklippum, hefði verið stílað á eiginkonu hans, Önnu S. Pálsdóttur.

Sagðist ekki hafa komið að kaupum á DV 

Fyrir fáeinum dögum barst bréf á heimili fjölskyldu minnar, í umslagi merktu eiginkonu minni. Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans.

Af bréfinu að dæma virtust umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum. Áréttað var í bréfinu a ð ef ekki yrði gengið að kröfunum, eða ef lögreglu yrði gert viðvart, yrði séð til þess að fjölmiðlar fengju málið til umfjöllunar og sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta.

Ég gerði lögreglu að sjálfsögðu strax viðvart og leysti hún málið af mikilli fagmennsku. Ég vil færa lögreglunni kærar þakkir fyrir vel unnin störf.

Vegna frétta sem birst hafa um máli ð í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt.

Fjölskyldu minni er verulega brugðið vegna þessara atburða. Ég vil hvetja til hófstilltrar umræðu um málið og minni á að grunaðir gerendur eiga ættingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöllunina.

Fjölmiðla bið ég að sýna skilning á því að ég mun ekki veita viðtöl um málið að minnsta kosti á me ðan rannsókn þess er ekki að fullu lokið.“

Björn Ingi harmi sleginn 

Björn Ingi Hrafnsson sendi einnig frá sér tilkynningu á Facebook seinnipart dags þar sem hann sagði að forsætisráðherra hefði ekki komið að kaupum á DV: „Ég er harmi sleginn yfir fregnum dagsins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.“

Undir það tók Eggert Skúlason ritstjóri DV í samtali við Stundina og sagði mikilvægt að hafa aðgát í nærveru sálar, en miðillinn var með ítarlegan fréttaflutning af fjárkúgun systranna. 

Ekki hefur hins vegar verið upplýst hver fjármagnaði yfirtökuna á DV. 

Allt að sex ára fangelsi

Líkt og fram hefur komið voru nákvæmar leiðbeiningar í bréfinu sem sent var heim til forsætisráðherra og því hótað að ef þeim yrði ekki fylgt yrði viðkvæmum upplýsingum lekið í fjölmiðla. 

Á þeim tímapunkti var ekki vitað hver stóð að baki fjárkúguninni. Lögreglu var gert viðvart og hófst rannsókn málsins samstundis. Krafist var átta milljón króna og átti afhendingin að fara fram sunnan Vallahverfisins, þar sem Hlín var handtekin er hún kom gangandi inn á svæðið. Systir hennar beið á bílnum skammt frá og var handtekin í kjölfarið. Voru systurnar yfirheyrðar, húsleit gerð á heimili þeirra og hald lagt á síma og tölvur. Voru þær í gæsluvarðhaldi yfir nótt, en játuðu báðar aðkomu sína að málinu. 

Fjárkúgunin er brot á 251. grein almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem hafi fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

Systurnar eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár