Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sveinn Andri og ungu stúlkurnar

Lög­mað­ur­inn Sveinn Andri Sveins­son hef­ur geng­ið fram fyr­ir skjöldu fyr­ir hönd þeirra sem eru kærð­ir fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Hann hef­ur á köfl­um fært bar­átt­una úr vörn í sókn gegn þo­lend­um. Sjálf­ur hef­ur hann per­sónu­lega reynslu af ásök­un­um um tæl­ingu. Stund­in ræddi við ung­ar stúlk­ur sem hafa reynslu af sam­skipt­um við Svein Andra og birt­ir brot úr sam­skipt­um hans við ólögráða stúlku.

„Hann tekur af okkur skýrslu og segist ætla að vera í bandi. En það var eins og hann vildi ekki taka af okkur skýrslu, því hann sagði að hann væri búinn að kaupa fullt af Breezer, með svona og svona bragði, og hann ætti vodka og gin,“ segir Theodóra Sif Theodórsdóttir um fyrsta fund sinn með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni.

Theódóra er ein þeirra ungu stúlkna sem Stundin ræddi við um samskipti hennar við Svein. Hún leitaði til hans til að gæta réttar síns þegar hún varð fyrir líkamsárás 19 ára gömul. Sveinn er 52 ára. Theódóra var ekki ólögráða á þeim tíma, en öðru máli gegnir um aðrar stúlkur.

Leitaði til Sveins
Leitaði til Sveins Theodóra Sif Theodórsdóttir leitaði til Sveins Andra í kjölfar líkamsárásar. Hún fann sér nýjan lögmann eftir stöðugan straum Facebook-skilaboða frá Sveini.

Sveinn Andri kaus að tjá sig ekkert um sín málefni þegar Stundin leitaði viðbragða hans. 

Sextán ára ólétt

Sveinn Andri hefur undanfarin ár verið ötull í opinberri baráttu gegn umræðu um kynferðisbrot. Hann hefur gengið lengra en aðrir lögmenn í að verja skjólstæðinga sína sem eru ákærðir fyrir kynferðisbrot. Sjálfur hefur Sveinn verið kærður fyrir tælingu en slíkt brot varðar allt að fjögurra ára fangelsisvist. Rebekka Rósinberg lagði fram kæru gagnvart Sveini fyrir tælingu gegn ólögráða einstaklingi. Hún taldi að hann hefði notfært sér yfirburðastöðu til að ná sínu fram. Máli hennar var vísað frá af ákærusviði lögreglunnar þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar vegna skorts á sönnunargögnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár