Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinbjörg um mótmælendur: „Mér finnst þetta bara vera einhverjir Evrópusinnar“

Borg­ar­full­trú­ar hrygg­ir eft­ir at­burði gær­dags­ins og telja ESB-sinna hafa ver­ið að verki. Að sögn Svein­bjarg­ar þurfa þeir sem gagn­rýna rík­is­stjórn­ina „að­eins að fara í nafla­skoð­un“

Sveinbjörg um mótmælendur: „Mér finnst þetta bara vera einhverjir Evrópusinnar“

„Ég er náttúrlega alfarið á móti því að það séu einhver skrílslæti á Austurvelli á þessum degi,“ sagði Sveinbjörn Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í viðtali á Útvarpi sögu rétt í þessu. Þar sitja þær Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi og rýna í þjóðmálin ásamt Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni.

Að sögn Sveinbjargar er mikilvægt að Íslendingar noti 17. júní til að minnast þeirrar baráttu „sem við unnum með því að ávinna okkur lýðræði og stjórnskipunina sem hér yrði í gildi og í mínum huga er þetta mjög mikilsverður dagur“.

Sveinbjörg sagði: „Þeir sem hafa haft umræður um þetta, að fara að mótmæla eða leggja niður, mér finnst þetta bara vera einhverjir Evrópusinnar sem vilja bara fagna einhverjum samevrópskum degi.“

Guðfinna telur að 17. júní sé „dagur barnanna“. „Börnin fara í bæinn og prúðbúin og finnst gaman í bænum 17. júní,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er svona gleðidagur fyrir börnin.“ Hún telur að með mótmælunum sé verið að „yfirfæra þessa reiði, sem er hjá hluta fólks, yfir á börnin“ en sjálf hafði hún hugsað sér að fara með barnabarnið sitt niður í bæ. „Fyrst þau þurftu endilega að mótmæla þá hefðu þau átt að gera það í þögn.“

Í viðtalinu lýsti Sveinbjörg upplifun sinni af því að setjast sem varaþingmaður inn á Alþingi. Hún skammaði stjórnarandstöðuna fyrir niðurrif og spurði: „Er fólk fífl?“ Nokkru síðar sagði hún: „Það var bara verið að væla“ og bætti því við að þeir sem gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að vera ekki að vinna vinnuna sína þyrftu „aðeins að fara í naflaskoðun“. 

Falun Gong-málið barst í tal og Pétur Gunnlaugsson rifjaði upp hvernig vegið var að réttindum kínverskra mótmælenda á sínum tíma. Sveinbjörg benti á að samtökin gerðu „einhverjar svona jógaæfingar og eitthvað“ en sagðist nær ekkert hafa heyrt af samtökunum síðan þau komu hingað til lands. 

Síðar í þættinum hélt Sveinbjörg því fram að vissir stjórnmálaflokkar héldu að hægt væri að setja lög um allt. Hún sagðist hafa áttað sig á því þegar hún lærði refsirétt í lögfræðinámi sínu að ef allir færu eftir boðorðunum tíu þá þyrfti í raun engin refsilög. Sveinbjörg og Guðfinna eru báðar lögfræðingar að mennt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár