Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinbjörg um mótmælendur: „Mér finnst þetta bara vera einhverjir Evrópusinnar“

Borg­ar­full­trú­ar hrygg­ir eft­ir at­burði gær­dags­ins og telja ESB-sinna hafa ver­ið að verki. Að sögn Svein­bjarg­ar þurfa þeir sem gagn­rýna rík­is­stjórn­ina „að­eins að fara í nafla­skoð­un“

Sveinbjörg um mótmælendur: „Mér finnst þetta bara vera einhverjir Evrópusinnar“

„Ég er náttúrlega alfarið á móti því að það séu einhver skrílslæti á Austurvelli á þessum degi,“ sagði Sveinbjörn Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í viðtali á Útvarpi sögu rétt í þessu. Þar sitja þær Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi og rýna í þjóðmálin ásamt Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni.

Að sögn Sveinbjargar er mikilvægt að Íslendingar noti 17. júní til að minnast þeirrar baráttu „sem við unnum með því að ávinna okkur lýðræði og stjórnskipunina sem hér yrði í gildi og í mínum huga er þetta mjög mikilsverður dagur“.

Sveinbjörg sagði: „Þeir sem hafa haft umræður um þetta, að fara að mótmæla eða leggja niður, mér finnst þetta bara vera einhverjir Evrópusinnar sem vilja bara fagna einhverjum samevrópskum degi.“

Guðfinna telur að 17. júní sé „dagur barnanna“. „Börnin fara í bæinn og prúðbúin og finnst gaman í bænum 17. júní,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er svona gleðidagur fyrir börnin.“ Hún telur að með mótmælunum sé verið að „yfirfæra þessa reiði, sem er hjá hluta fólks, yfir á börnin“ en sjálf hafði hún hugsað sér að fara með barnabarnið sitt niður í bæ. „Fyrst þau þurftu endilega að mótmæla þá hefðu þau átt að gera það í þögn.“

Í viðtalinu lýsti Sveinbjörg upplifun sinni af því að setjast sem varaþingmaður inn á Alþingi. Hún skammaði stjórnarandstöðuna fyrir niðurrif og spurði: „Er fólk fífl?“ Nokkru síðar sagði hún: „Það var bara verið að væla“ og bætti því við að þeir sem gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að vera ekki að vinna vinnuna sína þyrftu „aðeins að fara í naflaskoðun“. 

Falun Gong-málið barst í tal og Pétur Gunnlaugsson rifjaði upp hvernig vegið var að réttindum kínverskra mótmælenda á sínum tíma. Sveinbjörg benti á að samtökin gerðu „einhverjar svona jógaæfingar og eitthvað“ en sagðist nær ekkert hafa heyrt af samtökunum síðan þau komu hingað til lands. 

Síðar í þættinum hélt Sveinbjörg því fram að vissir stjórnmálaflokkar héldu að hægt væri að setja lög um allt. Hún sagðist hafa áttað sig á því þegar hún lærði refsirétt í lögfræðinámi sínu að ef allir færu eftir boðorðunum tíu þá þyrfti í raun engin refsilög. Sveinbjörg og Guðfinna eru báðar lögfræðingar að mennt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár