Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann

Fé­lags­mála­nefnd Ísa­fjarð­ar­bæj­ar mælti gegn styrk­veit­ingu til Sól­stafa, systra­sam­taka Stíga­móta. Fyrr­ver­andi eig­in­mað­ur Gunn­hild­ar Elías­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, er dæmd­ur kyn­ferð­is­brota­mað­ur. Starfs­menn Sól­stafa telja að hún hefði átt að víkja við af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar. „Óþverra­legt að tengja þessi tvö mál sam­an,“ seg­ir Gunn­hild­ur.

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann
Þingeyri

Starfsmenn Sólstafa, systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum, telja að Gunnhildur Björk Elíasdóttir, formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar hefði átt að víkja af fundum þegar styrkumsókn samtakanna var til umfjöllunar. Nefndin mælti gegn því að samtökin fengju umbeðinn styrk. Fyrrverandi eiginmaður Gunnhildar, Líni Hannes Sigurðsson frá Þingeyri, var nýlega dæmdur fyrir fyrir vörslu á miklu magni barnakláms og árið 2013 kærðu sex konur hann fyrir kynferðisbrot. Kærunum var ýmist vísað frá eða þær felldar niður. Í grein sem birtist á Knuz.is í morgun segir að skipun Gunnhildar í embætti formanns félagsmálanefndar hafi sætt gagnrýni á sínum tíma, „ekki síst í ljósi þess að hún hafði gengið hart fram gegn meintum brotaþolum eiginmannsins“. Gunnhildur segir óþverralegt að tengja þessi tvö mál saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár