Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann

Fé­lags­mála­nefnd Ísa­fjarð­ar­bæj­ar mælti gegn styrk­veit­ingu til Sól­stafa, systra­sam­taka Stíga­móta. Fyrr­ver­andi eig­in­mað­ur Gunn­hild­ar Elías­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, er dæmd­ur kyn­ferð­is­brota­mað­ur. Starfs­menn Sól­stafa telja að hún hefði átt að víkja við af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar. „Óþverra­legt að tengja þessi tvö mál sam­an,“ seg­ir Gunn­hild­ur.

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann
Þingeyri

Starfsmenn Sólstafa, systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum, telja að Gunnhildur Björk Elíasdóttir, formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar hefði átt að víkja af fundum þegar styrkumsókn samtakanna var til umfjöllunar. Nefndin mælti gegn því að samtökin fengju umbeðinn styrk. Fyrrverandi eiginmaður Gunnhildar, Líni Hannes Sigurðsson frá Þingeyri, var nýlega dæmdur fyrir fyrir vörslu á miklu magni barnakláms og árið 2013 kærðu sex konur hann fyrir kynferðisbrot. Kærunum var ýmist vísað frá eða þær felldar niður. Í grein sem birtist á Knuz.is í morgun segir að skipun Gunnhildar í embætti formanns félagsmálanefndar hafi sætt gagnrýni á sínum tíma, „ekki síst í ljósi þess að hún hafði gengið hart fram gegn meintum brotaþolum eiginmannsins“. Gunnhildur segir óþverralegt að tengja þessi tvö mál saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár