Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann

Fé­lags­mála­nefnd Ísa­fjarð­ar­bæj­ar mælti gegn styrk­veit­ingu til Sól­stafa, systra­sam­taka Stíga­móta. Fyrr­ver­andi eig­in­mað­ur Gunn­hild­ar Elías­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, er dæmd­ur kyn­ferð­is­brota­mað­ur. Starfs­menn Sól­stafa telja að hún hefði átt að víkja við af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar. „Óþverra­legt að tengja þessi tvö mál sam­an,“ seg­ir Gunn­hild­ur.

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann
Þingeyri

Starfsmenn Sólstafa, systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum, telja að Gunnhildur Björk Elíasdóttir, formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar hefði átt að víkja af fundum þegar styrkumsókn samtakanna var til umfjöllunar. Nefndin mælti gegn því að samtökin fengju umbeðinn styrk. Fyrrverandi eiginmaður Gunnhildar, Líni Hannes Sigurðsson frá Þingeyri, var nýlega dæmdur fyrir fyrir vörslu á miklu magni barnakláms og árið 2013 kærðu sex konur hann fyrir kynferðisbrot. Kærunum var ýmist vísað frá eða þær felldar niður. Í grein sem birtist á Knuz.is í morgun segir að skipun Gunnhildar í embætti formanns félagsmálanefndar hafi sætt gagnrýni á sínum tíma, „ekki síst í ljósi þess að hún hafði gengið hart fram gegn meintum brotaþolum eiginmannsins“. Gunnhildur segir óþverralegt að tengja þessi tvö mál saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu