Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stundin komin út: Þau fá auðlindina okkar

Í dag var fjórða tölu­blaði Stund­ar­inn­ar dreift um land­ið. For­síðu­út­tekt­in er rann­sókn á hlut­deild ein­stak­linga í fisk­veiðikvóta Ís­lend­inga og hvernig mak­ríl­kvót­inn verð­ur af­hent­ur fá­um að­il­um. Verði frum­varp fjár­mála­ráð­herra að lög­um mun einn ein­stak­ling­ur fá af­henta tíu millj­arða af mak­ríl­kvóta.

Stundin komin út: Þau fá auðlindina okkar

Fjórða tölublað Stundarinnar kom út í dag. Forsíðuefnið er rannsókn á því hvaða einstaklingar eiga stærsta hluteild í fiskveiðikvóta Íslendinga og hvernig makrílkvóti að andvirði 35 milljarða verður afhentur tíu einstaklingum verði frumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum. „Hér er um gífurlega háar fjárhæðir að ræða, sem augljóst er að mikil þörf er fyrir í þjóðarbúinu, og því óskiljanlegt að verið sé að gefa nokkrum útgerðum,“ segir Gauti B. Eggertsson, aðstoðarprófessor við Brown-háskólann í Bandaríkjunum. Einn einstaklingur mun fá makrílkvóta að andvirði tíu milljarða. Við segjum sögur þessa fólks.

Kristinn Hrafnsson skrifar einnig um auðlindamál, það hvernig orkuauðlindinni er stungið í vasa álrisanna. Þau græða á tá og fingri en borga lítinn sem engan tekjuskatt til íslensks samfélagsins.

Í blaðinu er einnig nærmynd af áróðursmeistara Sigmundar Davíðs. Hann er lítt þekktur, en er einn helsti áhrifavaldur samtímaumræðu á Íslandi. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og ræðuhöfundur hans, var grunnskólakennari þegar kallið barst úr Stjórnarráðinu. Hann hafði áður verið sigursæll þjálfari í ræðukeppni framhaldsskólanema, Morfís, og þróaði sérstakan áróðursstíl sem var kenndur við það að „einfalda og margfalda“ og „trekta“. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á þjóðernishyggju.

„Við vorum skytturnar þrjár, gegn lífinu og með lífinu,“ segir íslensk móðir sem missti tengslin við fimmtán ára gamla dóttur sína eftir ólýsanlega lífsreynslu sem braut niður samband þeirra. Dóttir hennar segir einnig sína hlið á málinu. Fimmtán ára gömul blindaðist hún af hatri og heift gagnvart móður sinni eftir atburði sem engin börn ættu að upplifa. „Ég barðist gegn því að fara frá henni,“ segir hún, en gat það ekki.

María Lilja Þrastardóttir var áreitt kynferðislega þegar hún starfaði fjórtán ára gömul á veitingastað í Reykjavík, bæði af samstarfsmönnum sínum og yfirmanni. Hún skrifar um eigin reynslu, en saga hennar er ekkert einsdæmi. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir að til þeirra leiti fjöldi kvenna á ári hverju vegna áreitni á vinnustöðum.

Það er sárt að hugsa til þess að fólk sé hungrað í landi allsnægta. Á sama tíma og miklu magni af mat er hent í ruslið eru matarlausar fjölskyldur að leita leiða til að lifa af mánuðinn. Benjamin Julian sótti mat sem átti að henda og gaf fátækum.

Rætt er við fleiri sem hafa köllun til þess að hjálpa öðrum. Kristján Sverrisson lét af störfum hjá Landsbankanum til að fylgja köllun um kristniboð í Afríku. Hann hélt til Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur, þar sem þau bjuggu með fjögur börn í fimm ár við frumstæðar aðstæður. Sonur hans varð alvarlega veikur af ormum og kastaði upp blóði. Kristján segir frá lífinu á meðal frumbyggja í eyðimörkinni, þar sem hann segir að óvelkomnum börnum sé jafnvel kastað niður af klettum.

 

Þetta er brot af því sem birtist í blaðinu. Þar eru fleiri fréttir, úttektir, uppskriftir, innlit og viðtöl. Fjallað er um ferðir, Múmínálfa og manninn sem hætti að borga af húsinu sínu fyrir sex árum en býr enn í því og undirbýr stofnun nýs samfélags í Lauganesi. 

Á meðal pistlahöfunda eru Hallgrímur Helgason rithöfundur, Jón Ólafsson heimspekingur, Jóhannes Björn samfélagsrýnir, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur, Sigurður Sigurðsson, Sölvi Tryggvason, Óttar Guðmundsson geðlæknir, Þórunn Hrefna og Börkur Gunnarsson borgarfulltrúi.

Blaðið er 80 síður og fæst í flestum verslunum. Hægt er að kaupa áskrift hér. 

Áskrifendur geta lesið blaðið í heild sinni hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár