Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stríðið um flóttafólkið

And­staða gegn flótta­mönn­um bloss­ar upp í Evr­ópu, en á sama tíma spretta upp hóp­ar sem hjálpa þeim. Dæmi er um að ­ný­­­nas­ist­ar kasti þvagi á börn flótta­manna. Benja­mín Ju­li­an ­heim­sótti sjálfsprottn­ar flótta­manna­búð­ir í Aþenu.

Stríðið um flóttafólkið
Flóttamenn Ungar stúlkur bíða eftir að komast yfir landamæri Grikklands og Makedóníu. Mynd: Robert Atanasovski/AFP

Undanfarna mánuði hefur orðið skautun í evrópskum viðhorfum til flóttamanna. Nýnasistar kveikja í vistarverum flóttamanna í Þýskalandi, ungverski forsætisráðherrann leggur til fangabúðir fyrir óskráða innflytjendur og mörg lönd hafa brugðist við komu flóttamanna með því að loka landamærum fyrir þeim. Í ágúst var táragasi og blossasprengjum skotið á flóttamenn á landamærum Grikklands og Makedóníu. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins hvatti til þess 20. ágúst að „takmarka straum“ flóttafólks til Íslands og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, tók í sama streng á vefsíðu sinni þann 25. ágúst.

Á sama tíma hafa sjálfboðaliðar um alla Evrópu veitt flóttafólki stuðning, efnislega aðstoð og jafnvel hjálpað þeim að sleppa úr löndum sem ekki eru nægilega vel búin til að hjálpa þeim. Samstöðuhópar hafa sprottið upp og jafnvel tekið við störfum sem yfirvöld neita að sinna, eða ráða ekki við.

Afganskir flóttamenn í miðborg Aþenu

Þetta á ekki síst við í Grikklandi, þar sem ég heimsótti sjálfsprottnar flóttamannabúðir í miðborg Aþenu í lok júlí. Mikill fjöldi afganskra fjölskyldna hafði komið sér fyrir í Ares-garði í miðri borginni, enda var lítill aðbúnaður fyrir þau annars staðar. Hitabylgja gekk yfir þá daga, svo lofthitinn í garðinum var um fjörutíu gráður. Þrátt fyrir það færðu sjálfboðaliðar úr anarkísku félagsmiðstöðinni Steki Metanaston þeim mat þrisvar á dag og útbýttu fötum, tjöldum, vatni og leikföngum.

„Ef við heimsækjum þau ekki daglega, þá koma ofbeldismenn, fíklar, nasistar og mafíur þangað sem gætu ráðist á þau,“ sagði tónlistarkennarinn Emy Diaourta þegar við röltum úr garðinum löðrandi sveitt eftir matarútbýtingu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár