Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stóra grillspurningin

Hvenær hent­ar bet­ur að nota kol en gas við að grilla?

Stóra grillspurningin

Það eru ýmis grundvallarágreiningsmál sem ekki verður sátt um. Bítlarnir eða Stones? PC eða Makki? Og í mínu ungdæmi í Skagafirði: Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur? Svo er það auðvitað hið árstíðabundna en árvissa ágreiningsmál – kol eða gas?

Ég hef aldrei getað gert almennilega upp við mig hvorn málstaðinn ég á að taka í þessum ágreiningsmálum. Mér fannst Bítlarnir sætari en Stones meira spennandi, ég á Makka heima en nota PC í vinnunni og finn lítinn mun. Ég ólst upp á heimili þar sem bjuggu bæði eldheitir sjálfstæðis- og framsóknarmenn svo að ég ákvað að taka allt aðra afstöðu í lífinu. Og mér finnst gasgrill miklu þægilegra; það er þó eitthvað við kolagrill sem kitlar mig en ég nenni samt aldrei að nota það.

Umdeild áhrif kola

Kolagrill og gasgrill eru ólík á margan hátt en útkoman verður samt meira og minna hin sama. Þeir sem kjósa gasgrill eru í meirihluta og benda á þægindin sem þeim fylgja. Kolagrillafólkið heldur því staðfastlega fram að kolagrillun gefi betra bragð og jafnvel að það sé eina „ekta“ grilleldamennskan, það sé alveg eins hægt að nota ofn eða pönnu eins og að elda á gasgrilli.

Þetta með bragðmuninn er reyndar umdeilt. Weber-fyrirtækið, sem framleiðir bæði vönduð kola- og gasgrill, segist hafa gert fjölda blindra bragðprófana og í ljós hafi komið að fæstir geti greint bragðmun á milli matar sem grillaður er við kol og gas.

Nathan Myhrvold, Microsoft-maðurinn sem fékk brennandi áhuga á matargerð, hefur eytt milljónum dollara í rannsóknir á matarvísindum og unnið til heimsmeistaratitils í barbecue-eldamennsku, segir í bók sinni Modernist Cuisine: „Kolefni er bara kolefni; þegar það brennur skilar það sem slíkt engu bragði í matinn sem er verið að grilla.“ Hann segir að spurningin ætti ekki að vera hvers konar kol eigi að nota, heldur hvort eigi að nota kol yfir höfuð.

Flestir telja líklega að reykurinn sem gefur þetta einkennandi grillbragð komi frá kolunum en það eru ekki kolin sem skapa reykinn, hann verður að mestu leyti til þegar vökvi sem drýpur af matnum sem verið er að grilla (safi, fita og marínering) lendir á kolunum, brennur og gufar upp og reykurinn og gufan leika svo um matinn  og þéttist á yfirborði hans. Flest 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár