Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stóra grillspurningin

Hvenær hent­ar bet­ur að nota kol en gas við að grilla?

Stóra grillspurningin

Það eru ýmis grundvallarágreiningsmál sem ekki verður sátt um. Bítlarnir eða Stones? PC eða Makki? Og í mínu ungdæmi í Skagafirði: Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur? Svo er það auðvitað hið árstíðabundna en árvissa ágreiningsmál – kol eða gas?

Ég hef aldrei getað gert almennilega upp við mig hvorn málstaðinn ég á að taka í þessum ágreiningsmálum. Mér fannst Bítlarnir sætari en Stones meira spennandi, ég á Makka heima en nota PC í vinnunni og finn lítinn mun. Ég ólst upp á heimili þar sem bjuggu bæði eldheitir sjálfstæðis- og framsóknarmenn svo að ég ákvað að taka allt aðra afstöðu í lífinu. Og mér finnst gasgrill miklu þægilegra; það er þó eitthvað við kolagrill sem kitlar mig en ég nenni samt aldrei að nota það.

Umdeild áhrif kola

Kolagrill og gasgrill eru ólík á margan hátt en útkoman verður samt meira og minna hin sama. Þeir sem kjósa gasgrill eru í meirihluta og benda á þægindin sem þeim fylgja. Kolagrillafólkið heldur því staðfastlega fram að kolagrillun gefi betra bragð og jafnvel að það sé eina „ekta“ grilleldamennskan, það sé alveg eins hægt að nota ofn eða pönnu eins og að elda á gasgrilli.

Þetta með bragðmuninn er reyndar umdeilt. Weber-fyrirtækið, sem framleiðir bæði vönduð kola- og gasgrill, segist hafa gert fjölda blindra bragðprófana og í ljós hafi komið að fæstir geti greint bragðmun á milli matar sem grillaður er við kol og gas.

Nathan Myhrvold, Microsoft-maðurinn sem fékk brennandi áhuga á matargerð, hefur eytt milljónum dollara í rannsóknir á matarvísindum og unnið til heimsmeistaratitils í barbecue-eldamennsku, segir í bók sinni Modernist Cuisine: „Kolefni er bara kolefni; þegar það brennur skilar það sem slíkt engu bragði í matinn sem er verið að grilla.“ Hann segir að spurningin ætti ekki að vera hvers konar kol eigi að nota, heldur hvort eigi að nota kol yfir höfuð.

Flestir telja líklega að reykurinn sem gefur þetta einkennandi grillbragð komi frá kolunum en það eru ekki kolin sem skapa reykinn, hann verður að mestu leyti til þegar vökvi sem drýpur af matnum sem verið er að grilla (safi, fita og marínering) lendir á kolunum, brennur og gufar upp og reykurinn og gufan leika svo um matinn  og þéttist á yfirborði hans. Flest 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár