Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hér verði mesti hagvöxtur nokkurs iðnríkis: „Ísland er alltaf best í heimi“

Grein­ing Ís­lands­banka spá­ir 9,1 pró­senta kaup­mátt­ar­aukn­ingu á þessu ári og 5,4 pró­senta hag­vexti. Þensl­an nær há­marki á næsta ári. „2017 verð­ur þannig í raun­inni hið nýja 2007, von­andi án þynn­kunn­ar,“ sagði Ingólf­ur Bend­er, for­stöðu­mað­ur Grein­ing­ar Ís­lands­banka.

Hér verði mesti hagvöxtur nokkurs iðnríkis: „Ísland er alltaf best í heimi“

Hleypt var inn í hollum í nýuppgerða verslun Elko á Granda í morgun en í tilefni opnunarinnar voru ýmsar vörur á sérstöku tilboði í takmörkuðu upplagi. Magnús Torfi Magnússon, verslunarstjóri Elko á Granda, segir í samtali við Mbl.is að röð hafi byrjað að myndast upp úr klukkan fimm í morgun. Á sama tíma og heppnir viðskiptavinir streymdu út úr verslun Elko með glænýja síma, sjónvörp og þvottavélar kynnti Íslandsbanki nýja þjóðhagsspá sem spáir kaupmáttaraukningu upp á 9,1 prósent í ár, sem verður mesta hækkun kaupmáttar launa um árabil. 

Þenslan nær hámarki á næsta ári

Í þjóðhagsspánni er því spáð að hagvöxturinn verði 5,4 prósent á þessu ári. „Sem er hraðasti hagvöxtur sem við höfum séð hér á landi í heilan áratug og er borinn uppi af auknum vexti í innlendri eftirspurn, neyslu og fjárfestingu, og reyndar einnig framhaldi af vexti í útflutningi sem hefur verið burðarmátturinn í þeim hagvexti sem hér hefur staðið frá árinu 2010. Á næsta ári verður einnig dágóður hagvöxtur að okkar mati eða fjögur prósent og þá mun þenslan ná hámarki í hagkerfinu. 2017 verður þannig í rauninni hið nýja 2007, vonandi án þynnkunnar,“ sagði Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka,  á kynningarfundi í morgun. Hann bætti því við að sýn greiningardeildarinnar væri sú að hagkerfið gæti lent „tiltölulega mjúklega“ árið 2018 og að ekkert viðlíka hruninu 2008 væri í kortunum.    

„2017 verður þannig í rauninni hið nýja 2007, vonandi án þynnkunnar.“

„Þetta uppsveiflutímabil er sérstakt fyrir þær sakir að við erum að sjá hagvöxt á mann, ef þessi spá gengur eftir, vera í átta ár samfleytt. Við höfum aldrei séð, í sögu lýðveldisins að minnsta kosti, hagvöxt á mann yfir svo langan tíma,“ segir Ingólfur. Hann segir tvennt koma til; í fyrsta lagi hafi verið gríðarlegur slaki á hagkerfinu þegar það byrjaði að vaxa árið 2010 og í öðru lagi hafi hagvöxturinn verið tiltölulega hóflegur á þessu tímabili miðað við fyrri uppsveiflur. „Hagkerfið hefur þannig ekki keyrst upp með sama offorsi og við höfum séð oft áður.“   

„Ísland alltaf best í heimi“    

„Ísland er alltaf best í heimi,“ sagði Ingólfur glettinn þegar hann setti upp glæru af hröðum hagvexti Íslands í alþjóðlegu ljósi. „Þegar maður ber saman þessa spá okkar, 5,4 prósenta hagvöxt á þessu ári og fjögur prósent á næsta ári, við þessa spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þá iðnríki er að hagvöxturinn verður hvergi annars staðar, í neinu öðru iðnríki, meiri á þessum tveimur árum en hér, ef þessar spár ganga eftir.“      

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár