Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hér verði mesti hagvöxtur nokkurs iðnríkis: „Ísland er alltaf best í heimi“

Grein­ing Ís­lands­banka spá­ir 9,1 pró­senta kaup­mátt­ar­aukn­ingu á þessu ári og 5,4 pró­senta hag­vexti. Þensl­an nær há­marki á næsta ári. „2017 verð­ur þannig í raun­inni hið nýja 2007, von­andi án þynn­kunn­ar,“ sagði Ingólf­ur Bend­er, for­stöðu­mað­ur Grein­ing­ar Ís­lands­banka.

Hér verði mesti hagvöxtur nokkurs iðnríkis: „Ísland er alltaf best í heimi“

Hleypt var inn í hollum í nýuppgerða verslun Elko á Granda í morgun en í tilefni opnunarinnar voru ýmsar vörur á sérstöku tilboði í takmörkuðu upplagi. Magnús Torfi Magnússon, verslunarstjóri Elko á Granda, segir í samtali við Mbl.is að röð hafi byrjað að myndast upp úr klukkan fimm í morgun. Á sama tíma og heppnir viðskiptavinir streymdu út úr verslun Elko með glænýja síma, sjónvörp og þvottavélar kynnti Íslandsbanki nýja þjóðhagsspá sem spáir kaupmáttaraukningu upp á 9,1 prósent í ár, sem verður mesta hækkun kaupmáttar launa um árabil. 

Þenslan nær hámarki á næsta ári

Í þjóðhagsspánni er því spáð að hagvöxturinn verði 5,4 prósent á þessu ári. „Sem er hraðasti hagvöxtur sem við höfum séð hér á landi í heilan áratug og er borinn uppi af auknum vexti í innlendri eftirspurn, neyslu og fjárfestingu, og reyndar einnig framhaldi af vexti í útflutningi sem hefur verið burðarmátturinn í þeim hagvexti sem hér hefur staðið frá árinu 2010. Á næsta ári verður einnig dágóður hagvöxtur að okkar mati eða fjögur prósent og þá mun þenslan ná hámarki í hagkerfinu. 2017 verður þannig í rauninni hið nýja 2007, vonandi án þynnkunnar,“ sagði Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka,  á kynningarfundi í morgun. Hann bætti því við að sýn greiningardeildarinnar væri sú að hagkerfið gæti lent „tiltölulega mjúklega“ árið 2018 og að ekkert viðlíka hruninu 2008 væri í kortunum.    

„2017 verður þannig í rauninni hið nýja 2007, vonandi án þynnkunnar.“

„Þetta uppsveiflutímabil er sérstakt fyrir þær sakir að við erum að sjá hagvöxt á mann, ef þessi spá gengur eftir, vera í átta ár samfleytt. Við höfum aldrei séð, í sögu lýðveldisins að minnsta kosti, hagvöxt á mann yfir svo langan tíma,“ segir Ingólfur. Hann segir tvennt koma til; í fyrsta lagi hafi verið gríðarlegur slaki á hagkerfinu þegar það byrjaði að vaxa árið 2010 og í öðru lagi hafi hagvöxturinn verið tiltölulega hóflegur á þessu tímabili miðað við fyrri uppsveiflur. „Hagkerfið hefur þannig ekki keyrst upp með sama offorsi og við höfum séð oft áður.“   

„Ísland alltaf best í heimi“    

„Ísland er alltaf best í heimi,“ sagði Ingólfur glettinn þegar hann setti upp glæru af hröðum hagvexti Íslands í alþjóðlegu ljósi. „Þegar maður ber saman þessa spá okkar, 5,4 prósenta hagvöxt á þessu ári og fjögur prósent á næsta ári, við þessa spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þá iðnríki er að hagvöxturinn verður hvergi annars staðar, í neinu öðru iðnríki, meiri á þessum tveimur árum en hér, ef þessar spár ganga eftir.“      

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár