Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hér verði mesti hagvöxtur nokkurs iðnríkis: „Ísland er alltaf best í heimi“

Grein­ing Ís­lands­banka spá­ir 9,1 pró­senta kaup­mátt­ar­aukn­ingu á þessu ári og 5,4 pró­senta hag­vexti. Þensl­an nær há­marki á næsta ári. „2017 verð­ur þannig í raun­inni hið nýja 2007, von­andi án þynn­kunn­ar,“ sagði Ingólf­ur Bend­er, for­stöðu­mað­ur Grein­ing­ar Ís­lands­banka.

Hér verði mesti hagvöxtur nokkurs iðnríkis: „Ísland er alltaf best í heimi“

Hleypt var inn í hollum í nýuppgerða verslun Elko á Granda í morgun en í tilefni opnunarinnar voru ýmsar vörur á sérstöku tilboði í takmörkuðu upplagi. Magnús Torfi Magnússon, verslunarstjóri Elko á Granda, segir í samtali við Mbl.is að röð hafi byrjað að myndast upp úr klukkan fimm í morgun. Á sama tíma og heppnir viðskiptavinir streymdu út úr verslun Elko með glænýja síma, sjónvörp og þvottavélar kynnti Íslandsbanki nýja þjóðhagsspá sem spáir kaupmáttaraukningu upp á 9,1 prósent í ár, sem verður mesta hækkun kaupmáttar launa um árabil. 

Þenslan nær hámarki á næsta ári

Í þjóðhagsspánni er því spáð að hagvöxturinn verði 5,4 prósent á þessu ári. „Sem er hraðasti hagvöxtur sem við höfum séð hér á landi í heilan áratug og er borinn uppi af auknum vexti í innlendri eftirspurn, neyslu og fjárfestingu, og reyndar einnig framhaldi af vexti í útflutningi sem hefur verið burðarmátturinn í þeim hagvexti sem hér hefur staðið frá árinu 2010. Á næsta ári verður einnig dágóður hagvöxtur að okkar mati eða fjögur prósent og þá mun þenslan ná hámarki í hagkerfinu. 2017 verður þannig í rauninni hið nýja 2007, vonandi án þynnkunnar,“ sagði Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka,  á kynningarfundi í morgun. Hann bætti því við að sýn greiningardeildarinnar væri sú að hagkerfið gæti lent „tiltölulega mjúklega“ árið 2018 og að ekkert viðlíka hruninu 2008 væri í kortunum.    

„2017 verður þannig í rauninni hið nýja 2007, vonandi án þynnkunnar.“

„Þetta uppsveiflutímabil er sérstakt fyrir þær sakir að við erum að sjá hagvöxt á mann, ef þessi spá gengur eftir, vera í átta ár samfleytt. Við höfum aldrei séð, í sögu lýðveldisins að minnsta kosti, hagvöxt á mann yfir svo langan tíma,“ segir Ingólfur. Hann segir tvennt koma til; í fyrsta lagi hafi verið gríðarlegur slaki á hagkerfinu þegar það byrjaði að vaxa árið 2010 og í öðru lagi hafi hagvöxturinn verið tiltölulega hóflegur á þessu tímabili miðað við fyrri uppsveiflur. „Hagkerfið hefur þannig ekki keyrst upp með sama offorsi og við höfum séð oft áður.“   

„Ísland alltaf best í heimi“    

„Ísland er alltaf best í heimi,“ sagði Ingólfur glettinn þegar hann setti upp glæru af hröðum hagvexti Íslands í alþjóðlegu ljósi. „Þegar maður ber saman þessa spá okkar, 5,4 prósenta hagvöxt á þessu ári og fjögur prósent á næsta ári, við þessa spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þá iðnríki er að hagvöxturinn verður hvergi annars staðar, í neinu öðru iðnríki, meiri á þessum tveimur árum en hér, ef þessar spár ganga eftir.“      

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár