Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum

For­menn eða for­svars­menn allra stjórn­mála­flokka í fram­boði til Al­þing­is svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar, nema Bjarni Bene­dikts­son, sem hafn­aði því að svara spurn­ing­un­um. Stund­in birt­ir því spurn­ing­arn­ar án svara.

Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var eini forsvarsmaður stjórnmálaflokks í framboði til Alþingis sem neitaði að svara spurningum Stundarinnar í kosningaumfjöllun blaðsins sem kom út í dag

Stundin sendi spurningar á formenn allra flokka sem nú bjóða fram til Alþingis. Allir formenn tóku vel í erindi Stundarinnar og svöruðu spurningunum, nema Bjarni, sem hafnaði því að svara spurningum Stundarinnar.

Svör þess efnis bárust frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna. Hún svaraði ekki spurningu um hverjar skýringarnar væru. Stundin bauð Bjarna að gera athugasemdir við spurningarnar, eða svara einungis hluta þeirra, þótt allar yrðu birtar, en því tilboði var ekki tekið. Því birtast í umfjöllun Stundarinnar svör frá formönnum eða forsvarsmönnum allra flokka í framboði til Alþingis, nema Sjálfstæðisflokksins. 

Lesa má spurningar og svör til annarra flokksformanna í Stundinni. Spurningarnar voru tvískiptar. Hluta spurninganna var beint til allra formanna og annar hluti þeirra samanstóð af gagnrýnum, sértækum spurningum um feril og stefnu viðkomandi flokka.

Að auki voru flokkarnir beðnir að svara nítján spurningum um grundvallarstefnumál neitandi eða játandi. Allir flokkar svöruðu þeim fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn. 

Sértækar spurningar Stundarinnar til formanns Sjálfstæðisflokksins

  • Hvernig telurðu Sjálfstæðisflokkinn hafa stuðlað að efnahagsbata á Íslandi síðasta kjörtímabilið?
  • Ertu tilbúinn til að stuðla að því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið ef þú verður áfram í ríkisstjórn?
  • Hvað þyrfti til þess að þú myndir fara í stjórnarsamstarf með Pírötum?
  • Sérðu eftir því að hafa staðið með samningaleiðinni í Icesave-málinu?
  • Þótti þér Davíð Oddsson standa sig vel sem seðlabankastjóri?
  • Hvers vegna er lögð svona lítil áhersla á fjárfestingu á vegum opinberra aðila í ríkisfjármálaáætlun þinni?
  • Hvers vegna vilduð þið hækka skatt á mat úr 7 í 11 prósent, þegar annar skattur er lækkaður? Kemur til greina að lækka hann aftur?
  • Hefurðu þá skoðun að verð á sykruðum matælum hafi ekki áhrif á neyslu þeirra, samanber rökstuðningur í frumvarpi sem fól í sér afnám sykurskatts?
  • Hvers vegna hefur þú ekki, á sama hátt og Sigmundur Davíð, þurft að bera ábyrgð á því að hafa bæði átt félag í aflandseyjum og sagt rangt til um það?
  • Finnst þér í lagi að ráðherrar eigi eða hafi átt aflandsfélög? 
  • Aðilar tengdir þér fjölskylduböndum hafa á kjörtímabilinu hlotið ríkisstyrki og skattaívilnanir, þegar kemur að verksmiðju Thorsil, og fengið forgang að kaupum á hlut ríkisins í Borgun. Hefurðu engar áhyggjur af því að fjölskyldu- og hagsmunatengsl þín skapi vantraust?
  • Hafa fjölskyldutengsl haft áhrif á þinn pólitíska feril? 
  • Árið 2009 vildirðu taka upp evru með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvers vegna viltu núna halda krónunni?
  • Telur þú að ráðherra sem staðinn er að því að leyna hagsmunaárekstrum ætti að segja af sér?
  • Finnst þér að ríkisstjórnin eigi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Í forystusætinu á RÚV sagðistu vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hvernig?
  • Nú hefur þú kvartað undan fjölmiðlaumhverfinu hér á landi, munt þú beita þér fyrir því að styrkja stöðu fjölmiðla?
  • Af hverju skrifaðir þú ekki undir mótmælabréf til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi? 
  • Finnst þér rétt að Sjálfstæðisflokkurinn sé í Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR)?
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár