Ríkisstjórnin hyggst leggja til að fjárhæð sóknargjalda hækki og hluti af aðhaldsráðstöfunum fjárlaga fyrri ára í málaflokknum verði þannig afturkallaður. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi rétt í þessu.
Er einnig lagt til að breyting verði gerð á fjárhæð sóknargjalda í samræmi við almennar verðlagsforsendur frumvarpsins.
Gert er ráð fyrir að gjaldið verði 898 kr. á mánuði árið 2016 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um 9%.
Athugasemdir