Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Slökkviliðið bjargaði Megasi

Sofn­aði drukk­inn með síga­rettu. Safn Ás­gríms Jóns­son­ar í næsta húsi.

Slökkviliðið bjargaði Megasi
Megas Skrautlegu lífshlaupi söngvaskáldsins er lýst í nýrri bók. Mynd: PressPhotos

Tónlistarmaðurinn Megas lenti í háska á heimili sínu við Bergstaðastræti þegar hann sofnaði ölvaður út frá sígarettu. Slökkviliðið var kallað út og bjargaði það tónlistarmanninum, sem var í fastasvefni í reykfyllltu herbergi sínu. Frá þessu atviki segir í nýrri bók um Megas, Viðrini veit ég mig vera, sem kom út fyrir nokkrum dögum. 

Þegar þetta gerðist var Megas í mikilli óreglu. Hann hafði fengið húsnæðið þegar hann og Spilverk þjóðanna unnu að upptökum á plötunni Á bleikum náttkjólum. 

„Á þessum árum var mjög farið að halla undan fæti hjá Megasi og hann var á stöðugum hrakhólum með húsnæði, enda vildu fáir hýsa þetta drykkfellda skáld. Meðan hann og Spilverksmenn voru að taka upp náttkjólana höfðu þeir stundað æfingar í húsnæði Gunnlaugs Þórðarsonar, tengdaföður Egils Ólafssonar. Í framhaldi af því bauð Gunnlaugur Megasi að búa í kjallara hússins. Í aprílmánuði 1978 birtust fréttir af því að eldur hefði komið upp í húsinu að Bergstaðarstræti 74a sem áfast er Ásgrímsafni. Mikinn reyk lagði frá herberginu og reyndist leigjandinn sofandi þegar slökkviliðsmenn brutu sér leið í kjallarann ...," segir í bókinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár