Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reykur í hvalaskoðunarbát: Skipstjórinn einn eftir um borð

Hvala­skoð­un­ar­bát­ur­inn Fald­ur í hættu skammt und­an Húsa­vík. Far­þeg­um bjarg­að í ann­an bát. Eig­in­kona skip­stjór­ans seg­ir hann kunna sitt fag.

Reykur í hvalaskoðunarbát: Skipstjórinn einn eftir um borð
Skipstjórinn Pétur Olgeirsson er enn um borð.

Skipstjóri hvalaskoðunarbátsins Faldurs, Pétur Olgeirsson, er einn eftir um borð í bátnum en fyrr í dag kom upp reykur í vélarúmi skipsins. Það var til þess að allir farþegar voru færðir í björgunarbáta. Eiginkona Pétur, Ása Dagný Hólmgeirsdóttir, var að skima eftir manni sínum við bryggjuna á Húsavík þegar Stundin ræddi við hana. „Ég vildi bara sjá að allt væri í lagi,“ segir Ása. Hún segir að það hafi verið reykur í vélarúminu sem varð til þess að skipið var rýmt.

Að hennar sögn er öll hætta liðin hjá en hún segir þó að sér hafi verulega brugðið þegar Pétur hringdi í hana og sagði henni að björgunarsveitarmenn væru um borð. „Þetta bjargaðist vel. Það reyndist vera reykur í vélarúmi. Hann er einn eftir um borð og þetta gengur allt snurðulaust. Ég er núna niðri á bryggju að kíkja eftir honum. Pétur er mjög reyndur skipstjórnarmaður og kann sitt fag,“ segir Ása. Að hennar sögn fóru farþegarnir í skoðunarferð með öðrum bát eftir þeim að hafði verið bjargað.

Báturinn er á vegum hvalskoðunarfélagsins Gentle Giants en um tuttugu og fjórir ferðamenn voru um borð samkvæmt frétt Vísis. Samkvæmt Ásu er nú verið að draga bátinn í land. „Skipstjórinn varð var við reyk. Málið er nú leyst,“ segir Stefán Guðmundsson, eigandi Gentle Giants, í samtali við Stundina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár