Reykur í hvalaskoðunarbát: Skipstjórinn einn eftir um borð

Hvala­skoð­un­ar­bát­ur­inn Fald­ur í hættu skammt und­an Húsa­vík. Far­þeg­um bjarg­að í ann­an bát. Eig­in­kona skip­stjór­ans seg­ir hann kunna sitt fag.

Reykur í hvalaskoðunarbát: Skipstjórinn einn eftir um borð
Skipstjórinn Pétur Olgeirsson er enn um borð.

Skipstjóri hvalaskoðunarbátsins Faldurs, Pétur Olgeirsson, er einn eftir um borð í bátnum en fyrr í dag kom upp reykur í vélarúmi skipsins. Það var til þess að allir farþegar voru færðir í björgunarbáta. Eiginkona Pétur, Ása Dagný Hólmgeirsdóttir, var að skima eftir manni sínum við bryggjuna á Húsavík þegar Stundin ræddi við hana. „Ég vildi bara sjá að allt væri í lagi,“ segir Ása. Hún segir að það hafi verið reykur í vélarúminu sem varð til þess að skipið var rýmt.

Að hennar sögn er öll hætta liðin hjá en hún segir þó að sér hafi verulega brugðið þegar Pétur hringdi í hana og sagði henni að björgunarsveitarmenn væru um borð. „Þetta bjargaðist vel. Það reyndist vera reykur í vélarúmi. Hann er einn eftir um borð og þetta gengur allt snurðulaust. Ég er núna niðri á bryggju að kíkja eftir honum. Pétur er mjög reyndur skipstjórnarmaður og kann sitt fag,“ segir Ása. Að hennar sögn fóru farþegarnir í skoðunarferð með öðrum bát eftir þeim að hafði verið bjargað.

Báturinn er á vegum hvalskoðunarfélagsins Gentle Giants en um tuttugu og fjórir ferðamenn voru um borð samkvæmt frétt Vísis. Samkvæmt Ásu er nú verið að draga bátinn í land. „Skipstjórinn varð var við reyk. Málið er nú leyst,“ segir Stefán Guðmundsson, eigandi Gentle Giants, í samtali við Stundina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár