Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum

Einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur barna í Reykja­nes­bæ, Skess­an í hell­in­um, hef­ur á und­an­förn­um vik­um orð­ið fyr­ir sí­end­ur­tekn­um skemmd­ar­verk­um.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum
Skessan með brotna tönn Vonandi linnir skemmdarverkunum í kjölfar öryggismyndavélanna.

Óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum bókstaflega gengið í skrokk á Skessunni í hellinum, einum vinsælasta áfangastað barna í Reykjanesbæ. Tennur hafa verið brotnar og nú síðast var rifinn af fingur. Hellinum hefur þó ekki verið lokað því vaskir og handlagnir starfsmenn Reykjaneshafna hafa verið snöggir til og „læknað“ Skessuna.

Mikið hefur verið rætt um málið á samfélagsmiðlum, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ á Facebook, en þar hefur einn af starfsmönnum Reykjaneshafna birt ljósmyndir af skemmdarverkunum. „Skessan í Hellinum er skemmtilegur staður fyrir börn, fullorðna og ferðamenn af öllum þjóðernum. En einhverjir hafa unun af því að skemma Frúna. Við starfsmenn hafnarinnar höfum gert við tábrot, fingurbrot, skipt um læri á frúnni og nú í morgun voru það tannviðgerðir. Það er von okkar að þessu linni og frúin fái að vera í friði,“ sagði einn af starfsmönnum Reykjaneshafna þegar skemmdir voru unnar á Skessunni í júní.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár