Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum

Einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur barna í Reykja­nes­bæ, Skess­an í hell­in­um, hef­ur á und­an­förn­um vik­um orð­ið fyr­ir sí­end­ur­tekn­um skemmd­ar­verk­um.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum
Skessan með brotna tönn Vonandi linnir skemmdarverkunum í kjölfar öryggismyndavélanna.

Óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum bókstaflega gengið í skrokk á Skessunni í hellinum, einum vinsælasta áfangastað barna í Reykjanesbæ. Tennur hafa verið brotnar og nú síðast var rifinn af fingur. Hellinum hefur þó ekki verið lokað því vaskir og handlagnir starfsmenn Reykjaneshafna hafa verið snöggir til og „læknað“ Skessuna.

Mikið hefur verið rætt um málið á samfélagsmiðlum, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ á Facebook, en þar hefur einn af starfsmönnum Reykjaneshafna birt ljósmyndir af skemmdarverkunum. „Skessan í Hellinum er skemmtilegur staður fyrir börn, fullorðna og ferðamenn af öllum þjóðernum. En einhverjir hafa unun af því að skemma Frúna. Við starfsmenn hafnarinnar höfum gert við tábrot, fingurbrot, skipt um læri á frúnni og nú í morgun voru það tannviðgerðir. Það er von okkar að þessu linni og frúin fái að vera í friði,“ sagði einn af starfsmönnum Reykjaneshafna þegar skemmdir voru unnar á Skessunni í júní.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár