Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum

Einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur barna í Reykja­nes­bæ, Skess­an í hell­in­um, hef­ur á und­an­förn­um vik­um orð­ið fyr­ir sí­end­ur­tekn­um skemmd­ar­verk­um.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum
Skessan með brotna tönn Vonandi linnir skemmdarverkunum í kjölfar öryggismyndavélanna.

Óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum bókstaflega gengið í skrokk á Skessunni í hellinum, einum vinsælasta áfangastað barna í Reykjanesbæ. Tennur hafa verið brotnar og nú síðast var rifinn af fingur. Hellinum hefur þó ekki verið lokað því vaskir og handlagnir starfsmenn Reykjaneshafna hafa verið snöggir til og „læknað“ Skessuna.

Mikið hefur verið rætt um málið á samfélagsmiðlum, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ á Facebook, en þar hefur einn af starfsmönnum Reykjaneshafna birt ljósmyndir af skemmdarverkunum. „Skessan í Hellinum er skemmtilegur staður fyrir börn, fullorðna og ferðamenn af öllum þjóðernum. En einhverjir hafa unun af því að skemma Frúna. Við starfsmenn hafnarinnar höfum gert við tábrot, fingurbrot, skipt um læri á frúnni og nú í morgun voru það tannviðgerðir. Það er von okkar að þessu linni og frúin fái að vera í friði,“ sagði einn af starfsmönnum Reykjaneshafna þegar skemmdir voru unnar á Skessunni í júní.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár