Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sjanghæ-ferð og eðalvín vegna Sorpustöðvar í Álfsnesi

Kynntu sér tækni­lausn kanadísks fyr­ir­tæk­is eft­ir að hafa ákveð­ið að semja við Aik­an

Sjanghæ-ferð og eðalvín vegna Sorpustöðvar í Álfsnesi
Titringur vegna stöðvar í Álfsnesi Verklag Sorpu í tengslum við fyrirhugaða gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi hefur vakið talsverða athygli. Mynd: Af vef Sorpu

Forsvarsmenn kanadíska fyrirtækisins Herhof Canada Technik (HCT) telja að Sorpa hafi komið óheiðarlega fram þegar fulltrúar fyrirtækisins voru sendir til Þýskalands til að skoða verksmiðjur HCT. Yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, þann 13. maí í fyrra, var að skoða tæknilausnirnar sem HCT hefur upp á að bjóða vegna fyrirhugaðrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi. Daginn áður hafði þó Sorpa ákveðið að ganga til samninga við annað félag, Aikan í Danmörku. 

„Við höfðum áhuga á að kynnast tæknilausn fyrirtækisins,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu í samtali við Stundina. Aðspurður hvort HCT hefði verið ljóst, þegar ferðin var farin, að Sorpa hafði þá þegar ákveðið að semja við Aikan segir Björn: „Já, þeim var gert ljóst, þegar eigendur gerðu eigendasamkomulag í hverju það fælist, gas og jarðgerðarstöð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár