Forsvarsmenn kanadíska fyrirtækisins Herhof Canada Technik (HCT) telja að Sorpa hafi komið óheiðarlega fram þegar fulltrúar fyrirtækisins voru sendir til Þýskalands til að skoða verksmiðjur HCT. Yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, þann 13. maí í fyrra, var að skoða tæknilausnirnar sem HCT hefur upp á að bjóða vegna fyrirhugaðrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi. Daginn áður hafði þó Sorpa ákveðið að ganga til samninga við annað félag, Aikan í Danmörku.
„Við höfðum áhuga á að kynnast tæknilausn fyrirtækisins,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu í samtali við Stundina. Aðspurður hvort HCT hefði verið ljóst, þegar ferðin var farin, að Sorpa hafði þá þegar ákveðið að semja við Aikan segir Björn: „Já, þeim var gert ljóst, þegar eigendur gerðu eigendasamkomulag í hverju það fælist, gas og jarðgerðarstöð.“
Athugasemdir