Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur meinti ekki það sem hann sagði á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna

Ís­land hef­ur ekki skuld­bund­ið sig til að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda um 40 pró­sent fyr­ir ár­ið 2030. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hélt því samt fram á leið­toga­fundi Sam­ein­uðu þjóð­anna, en um­hverf­is­ráð­herra og að­stoð­ar­mað­ur hafa leið­rétt orð hans.

Sigmundur meinti ekki það sem hann sagði á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um helgina að Ísland hefði skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. 

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hafnar því hins vegar í viðtali við RÚV að tekin hafi verið endanleg ákvörðun um hve mikið Ísland muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 

Þá segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, í samtali við Mbl.is að Sigmundur hafi ekki meint að Ísland muni draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent heldur hafi hann verið að vísa til markmiða Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunarinnar verði 40 prósent fyrir árið 2030. Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af þessari heildarminnkun.

Í ræðu sinni á leiðtogafundinum sagði Sigmundur Davíð orðrétt að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030“. Engir fyrirvarar voru gerðir né minnst á að verið væri að vísa til þátttöku í aðgerðum til að stuðla að heildarminnkun útblásturs frá Evrópuríkjum. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár