Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur meinti ekki það sem hann sagði á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna

Ís­land hef­ur ekki skuld­bund­ið sig til að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda um 40 pró­sent fyr­ir ár­ið 2030. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hélt því samt fram á leið­toga­fundi Sam­ein­uðu þjóð­anna, en um­hverf­is­ráð­herra og að­stoð­ar­mað­ur hafa leið­rétt orð hans.

Sigmundur meinti ekki það sem hann sagði á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um helgina að Ísland hefði skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. 

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hafnar því hins vegar í viðtali við RÚV að tekin hafi verið endanleg ákvörðun um hve mikið Ísland muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 

Þá segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, í samtali við Mbl.is að Sigmundur hafi ekki meint að Ísland muni draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent heldur hafi hann verið að vísa til markmiða Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunarinnar verði 40 prósent fyrir árið 2030. Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af þessari heildarminnkun.

Í ræðu sinni á leiðtogafundinum sagði Sigmundur Davíð orðrétt að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030“. Engir fyrirvarar voru gerðir né minnst á að verið væri að vísa til þátttöku í aðgerðum til að stuðla að heildarminnkun útblásturs frá Evrópuríkjum. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár