Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð: „Mér þykir lítið til þeirra koma sem kenna konu mína við hrægamma“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son tjá­ir sig um fjár­mál eig­in­konu sinn­ar á blogg­svæði sínu í dag. Hann seg­ist hafa íhug­að að segja frá fé­lagi henn­ar í kosn­inga­bar­átt­unni ár­ið 2013.

Sigmundur Davíð: „Mér þykir lítið til þeirra koma sem kenna konu mína við hrægamma“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráða kemur eiginkonu sinni til varnar á bloggsvæði sínu í dag. Segir hann stjórnmálaátök samtímans einkennast oft af því að „farið sé í manninn“ fremur en málefnið en að hann sé ýmsu vanur í pólitískri umræðu. „En menn hljóta að geta fallist á að það sé með öllu ólíðandi að ráðist sé á ættingja eða maka stjórnmálamanna til þess eins að koma á þá höggi,“ segir hann.

Þá segist hann hafa það prinsipp að ræða ekki málefni eiginkonu sinnar eða ættingja í fjölmiðlum en að þegar menn leggjast svo lágt að velta því upp hvort kona hans eigi ekki að teljast til hrægamma fyrir að hafa tapað peningum í bankahruninu geti hann ekki látið það óátalið. „Enginn á slíkar ákúrur síður skilið en hún,“ skrifar hann. 

Sigmundur Davíð segist hafa sagt eiginkonu sinni að hann myndi berjast fyrir því að engar kröfur yrðu settar á íslenskan almenning og að hagsmunir samfélagsins yrðu hámarkaðir á kostnað þeirra sem ættu inni peninga hjá bönkunum. „Eina leiðin til að endurreisa samfélagið væri að afskrifa mikið af kröfum á bankana og það myndi þýða að margir sem þegar hefðu tapað miklu á gjaldþroti þeirra myndu tapa enn meiru. Ég man enn hvað viðbrögð hennar voru einlæg og afdráttarlaus. Hún sagði mér að ef það mætti verða til að draga úr þeim ótta og þjáningum sem við blöstu á Íslandi ætti það að vera markmiðið að afskrifa sem allra mest af kröfum á bankana.“

Ætlaði að greina frá félaginu árið 2013

„Ég skal viðurkenna að það hvarflaði að mér í kosningabaráttunni árið 2013 að ræða um að ég væri að berjast fyrir því að tekin yrði upp stefna sem myndi auka á tap eiginkonu minnar af bankahruninu. Að athuguðu máli sá ég að það væri ekki forsvaranlegt og skammaðist mín reyndar fyrir að hafa látið mér detta í hug að nota fjárhagslegt tap eiginkonu minnar í pólitískri baráttu,“ skrifar Sigmundur. 

„Skömmu eftir hrunið benti ég á að ríkið ætti að eignast kröfurnar á bankana á meðan þær væru einskis metnar. Sú varð ekki raunin. Hins vegar keyptu erlendir vogunarsjóðir slíkar kröfur af miklum móð með það að markmiði að hagnast á þeim þegar verð hækkaði. Megnið af kröfum á bankana voru keyptar upp af slíkum sjóðum. Sumir kalla þessa sjóði hrægammasjóði vegna þess að þeir ganga út á að hagnast á óförum annarra. Kona mín keypti hins vegar aldrei kröfur eftir hrun, þvert á móti, hún tapaði á því sem hún lánaði bönkunum fyrir hrun,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Þegar jafnvel þeir sem hafa verið skæðustu andstæðingar mínir í baráttunni fyrir því að tryggja að tap fjármálafyrirtækja færðist ekki yfir á íslenskan almenning finna sig svo í því að stökkva fram nú og reyna að ná höggi á mig með því að ráðast á konu mína læt ég það ekki gerast athugasemdalaust.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu