Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt boð í Ráðherrabústaðnum fyrir skólafélaga sína úr Menntaskólanum í Reykjavík í tengslum við 20 ára útskriftarafmæli þann 30. maí síðastliðinn.
Samkvæmt svari ráðuneytisins stóð umrætt boð yfir í um eina og hálfa klukkustund, frá sjö til um hálf níu. Sigmundur greiddi sjálfur fyrir veitingar í boðinu, samkvæmt svari ráðuneytisins, þar sem um var að ræða boð á einkavegum. „Viðbótarkostnaður forsætisráðuneytisins af því boði sem spurt er um var enginn þar sem forsætisráðherra greiddi sjálfur, í samræmi við tilefnið, allan kostnað við veitingar í boðinu,“ segir í svari til Stundarinnar frá Óðni H. Jónssyni, skrifstofustjóri ráðuneytisins.
Óvissuferð í Ráðherrabústaðinn
Samkvæmt heimildum Stundarinnar bauð Sigmundur skólafélögum sínum í Ráðherrabústaðinn í óvissuferð fyrir kvöldverð endurfundanna. Í boðinu hélt Sigmundur meðal annars ræðu um húsið og sögu þess. Einn viðstaddra segir að Sigmundur hafi
Athugasemdir