Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lýsir eineltishegðun á fundum með Vigdísi Hauksdóttur

Dav­íð Stef­áns­son, fyrr­ver­andi vara­þing­mað­ur vinstri grænna, lýs­ir því að Vig­dís Hauks­dótt­ir hafi stund­að að gera lít­ið úr nær­stödd­um á nefnd­ar­fund­um. Vig­dís kvart­ar und­an and­legu of­beldi gegn sér. „Hneyksli“ að hún sé formað­ur valda­mestu nefnd­ar lands­ins, seg­ir Dav­íð.

Lýsir eineltishegðun á fundum með Vigdísi Hauksdóttur
Davíð Stefánsson Var varaþingmaður VG á síðasta kjörtímabili og sat fundi með Vigdísi Hauksdóttur. Mynd: Davíð Stefánsson

Fyrrverandi varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Davíð Stefánsson, segir að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hegði sér „eineltislega“ gagnvart nærstöddum á fundum Alþingis. 

Davíð lýsti hegðun hennar á fundum á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar yfirlýsinga Vigdísar um andlegt ofbeldi gegn sér, í tilefni af gagnrýni forstjóra Landspítalans á störf nefndarinnar. „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins,“ segir hann.

Davíð segir að sér blöskri yfirlýsing Vigdísar. „Oft hefur mér blöskrað en aldrei eins og núna, þegar hún talar um andlegt ofbeldi af hálfu starfsmanna Landspítalans vegna þess að þeir eru ítrekað að biðja um pening.“

Hnussar, stynur, dæsir og ranghvolfir augunum

Hann lýsir því að Vigdís hafi gert lítið úr nærstöddum, jafnvel gestum. „Mér hefur blöskrað vegna þess að enginn þingmaður sem ég kynntist á þessum tíma hegðaði sér jafn óþægilega, fáránlega og eineltislega eins og Vigdís Hauksdóttir. Ímyndum okkur níu manna þingnefnd. Þar situr fólk í hálfhring ásamt ritara nefndar eða starfsmanni. Yfirleitt voru þetta fremur ágætir fundir og eiginlega það skásta við þingsetuna alla. En á hverjum einasta fundi sem ég sat með Vigdísi notaði hún allar mögulegar leiðir til að gera lítið úr viðstöddum, þeim sem átti orðið hverju sinni og skoðunum annarra nefndarmanna ... eða jafnvel gesta. Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega. Og það tókst. Því miður. Hún náði að stuða alveg fáránlega mikið. Ég sá að vísu á reyndari þingmönnum að þeir leiddu hana að mestu leyti hjá sér. En staðreyndin er sú að félagslegur fantur nær oft undir skinnið á fólki á lúmskan hátt.“

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir Formaður fjárlaganefndar Alþingis kvartar undan andlegu ofbeldi í kjölfar umkvörtunar forstjóra Landspítalans um framkomu hennar.

Vonbrigði með framkomu forystunnar

Vigdís kvartaði undan andlegu ofbeldi eftir að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, varaði við því að fé skorti til óbreytts rekstrar Landspítalans og kvartaði undan „framkomu forystu fjárlaganefndar“. „Framkoma forystu fjárlaganefndar og skilningsleysið á þörfum þeirrar grunnþjónustu fyrir almenning sem sjúkrahúsið veitir olli mér vonbrigðum,“ skrifaði Páll í pistli á vefsíðu spítalans.

„Við lát­um ekki svona and­legt of­beldi ná til okk­ar“

Vigdís svaraði með því að kvarta undan því að sótt væri að nefndinni úr öllum áttum. „Við skul­um at­huga að það er verið að sækja að okk­ur úr öll­um átt­um. En við lát­um ekki svona and­legt of­beldi ná til okk­ar.“

Vill inngrip 

Davíð Stefánsson lýkur lýsingum sínum á hegðun formanns fjárlaganefndar með áskorun á forystu ríkisstjórnarinnar um að grípa inn í.

Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni.
Ábyrgðina á því bera stjórnarherrarnir, SDG og BB. Þeim er í lófa lagið að setja hana til hliðar, því líklega vita þeir vel sjálfir að hún er óhæf. En líklega vita þeir líka að þeim yrði ekki líft eftir það. Eða hver vill eiga heift og hefnd Vigdísar Hauksdóttur vofandi yfir sér? Getum við ekki gert eitthvað? Það er nefnilega löngu komið meira en nóg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár