Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lýsir eineltishegðun á fundum með Vigdísi Hauksdóttur

Dav­íð Stef­áns­son, fyrr­ver­andi vara­þing­mað­ur vinstri grænna, lýs­ir því að Vig­dís Hauks­dótt­ir hafi stund­að að gera lít­ið úr nær­stödd­um á nefnd­ar­fund­um. Vig­dís kvart­ar und­an and­legu of­beldi gegn sér. „Hneyksli“ að hún sé formað­ur valda­mestu nefnd­ar lands­ins, seg­ir Dav­íð.

Lýsir eineltishegðun á fundum með Vigdísi Hauksdóttur
Davíð Stefánsson Var varaþingmaður VG á síðasta kjörtímabili og sat fundi með Vigdísi Hauksdóttur. Mynd: Davíð Stefánsson

Fyrrverandi varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Davíð Stefánsson, segir að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hegði sér „eineltislega“ gagnvart nærstöddum á fundum Alþingis. 

Davíð lýsti hegðun hennar á fundum á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar yfirlýsinga Vigdísar um andlegt ofbeldi gegn sér, í tilefni af gagnrýni forstjóra Landspítalans á störf nefndarinnar. „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins,“ segir hann.

Davíð segir að sér blöskri yfirlýsing Vigdísar. „Oft hefur mér blöskrað en aldrei eins og núna, þegar hún talar um andlegt ofbeldi af hálfu starfsmanna Landspítalans vegna þess að þeir eru ítrekað að biðja um pening.“

Hnussar, stynur, dæsir og ranghvolfir augunum

Hann lýsir því að Vigdís hafi gert lítið úr nærstöddum, jafnvel gestum. „Mér hefur blöskrað vegna þess að enginn þingmaður sem ég kynntist á þessum tíma hegðaði sér jafn óþægilega, fáránlega og eineltislega eins og Vigdís Hauksdóttir. Ímyndum okkur níu manna þingnefnd. Þar situr fólk í hálfhring ásamt ritara nefndar eða starfsmanni. Yfirleitt voru þetta fremur ágætir fundir og eiginlega það skásta við þingsetuna alla. En á hverjum einasta fundi sem ég sat með Vigdísi notaði hún allar mögulegar leiðir til að gera lítið úr viðstöddum, þeim sem átti orðið hverju sinni og skoðunum annarra nefndarmanna ... eða jafnvel gesta. Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega. Og það tókst. Því miður. Hún náði að stuða alveg fáránlega mikið. Ég sá að vísu á reyndari þingmönnum að þeir leiddu hana að mestu leyti hjá sér. En staðreyndin er sú að félagslegur fantur nær oft undir skinnið á fólki á lúmskan hátt.“

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir Formaður fjárlaganefndar Alþingis kvartar undan andlegu ofbeldi í kjölfar umkvörtunar forstjóra Landspítalans um framkomu hennar.

Vonbrigði með framkomu forystunnar

Vigdís kvartaði undan andlegu ofbeldi eftir að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, varaði við því að fé skorti til óbreytts rekstrar Landspítalans og kvartaði undan „framkomu forystu fjárlaganefndar“. „Framkoma forystu fjárlaganefndar og skilningsleysið á þörfum þeirrar grunnþjónustu fyrir almenning sem sjúkrahúsið veitir olli mér vonbrigðum,“ skrifaði Páll í pistli á vefsíðu spítalans.

„Við lát­um ekki svona and­legt of­beldi ná til okk­ar“

Vigdís svaraði með því að kvarta undan því að sótt væri að nefndinni úr öllum áttum. „Við skul­um at­huga að það er verið að sækja að okk­ur úr öll­um átt­um. En við lát­um ekki svona and­legt of­beldi ná til okk­ar.“

Vill inngrip 

Davíð Stefánsson lýkur lýsingum sínum á hegðun formanns fjárlaganefndar með áskorun á forystu ríkisstjórnarinnar um að grípa inn í.

Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni.
Ábyrgðina á því bera stjórnarherrarnir, SDG og BB. Þeim er í lófa lagið að setja hana til hliðar, því líklega vita þeir vel sjálfir að hún er óhæf. En líklega vita þeir líka að þeim yrði ekki líft eftir það. Eða hver vill eiga heift og hefnd Vigdísar Hauksdóttur vofandi yfir sér? Getum við ekki gert eitthvað? Það er nefnilega löngu komið meira en nóg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár