Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seg­ir ásak­an­ir Við­skipta­blaðs­ins á hend­ur sér og Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur vera dylgj­ur og lyg­ar. „Mér er til efs að Við­skipta­blað­ið hefði boð­ið körl­um upp á svona endem­is rugl.“

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bregst harkalega við ásökunum Viðskiptablaðsins um að Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hafi fengið ráðherrastól í tíð vinstristjórnarinnar að launum fyrir að styðja málshöfðun á hendur Geir H. Haarde. 

„Það er opinbert leyndarmál innan Samfylkingarinnar að Oddný fékk á sínum tíma ráðherrastól að launum fyrir að styðja ákærurnar á hendur Geir H. Haarde í landsdómsmálinu og þar stóð hún vissulega sína plikt,“ segir í nafnlausum ritstjórnarpistli blaðsins sem birtist á vefnum í gær. 

Jóhanna gerir athugasemd við skrifin á Facebook og segir þau dylgjur og lygar. Viðskiptablaðið þurfi kúrs í jafnréttismálum, enda ólíklegt að blaðið hefði skrifað með sama hætti um karlmenn.

„Eru engin takmörk fyrir því hversu langt sumir fjölmiðlar ganga í dylgjum og lygi? Óþverrinn í Viðskiptablaðinu nær hæstu hæðum í dag,“ skrifar Jóhanna.

„Ég valdi Oddnýju í embættið af því hún er afburða skörp kona með mikla hæfileika til að gegna starfi fjármálaráðherra. Viðskiptablaðið á að biðja Oddnýju afsökunar á þessum dylgjum og fá um leið kúrs í jafnréttismálum. Mér er til efs að Viðskiptablaðið hefði boðið körlum upp á svona endemis rugl.“

Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, leggur orð í belg og segir að í fjármálaráðuneytinu sé fólk á einu máli um Oddný hafi vandað til verka þegar hún var ráðherra.

„Ég þurfti á sínum tíma að eiga lítils háttar samskipti við Oddnýju Harðardóttur sem fjármálaráðherra og hún kom mér fyrir sjónir sem íhugull stjórnmálamaður. Í ráðuneytinu ljúka allir upp einum rómi um að Oddný hafi sett sig vel inn í mál og unnið af stakri prýði. Allir eiga að njóta sannmælis, hvar í flokki sem þeir standa,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár