Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir skrifstofu flokksins hafa skoðað mál Össurar vandlega

Öss­ur Skarp­héð­ins­son not­aði ráð­herra­net­fang sitt þeg­ar hann bað ný­búa um að kjósa sig í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ár­ið 2012. Skýr­ing­ar hans á mál­inu eru ásætt­an­leg­ar að mati Odd­nýj­ar G. Harð­ar­dótt­ur, for­manns flokks­ins. Ásak­an­ir um óeðli­lega smöl­un voru skoð­að­ar „vand­lega“ en ekki haft sam­band við að­ila sem sögð­ust hafa upp­lýs­ing­ar um mál­ið.

Segir skrifstofu flokksins hafa skoðað mál Össurar vandlega

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að skrifstofa flokksins hafi kannað vandlega hvort ásakanir um óeðlilega smölun nýbúa og loforð um ríkisborgararétt í prófkjörum Samfylkingarinnar ættu við rök að styðjast. Við þessa yfirferð hafi ekkert óeðlilegt komið í ljós. Þá hafi ekki verið talin þörf á að kalla saman svokallaða sáttanefnd flokksins vegna málsins. 

Formaðurinn svarar ekki spurningum Stundarinnar um framkvæmd athugunarinnar, en samkvæmt upplýsingum blaðsins var ekki haft samband við þá aðila sem greindu frá smöluninni eða sögðust búa yfir upplýsingum um að nýbúar hefðu verið blekktir í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir fjórum árum. 

Bað nýbúa um atkvæði
Bað nýbúa um atkvæði Össur Skarphéðinsson notaði ráðherranetfangið sitt þegar hann bað nýbúa um að kjósa sig í prófkjöri árið 2012.

Eins og Stundin og Kvennablaðið greindu frá í byrjun september hafði Össur Skarphéðinsson samband við nýbúa í gegnum ráðherranetfang sitt árið 2012 og bað þá um að kjósa sig í prófkjörinu í Reykjavík. Haft hefur verið eftir Össuri að ráðherranetfangið hafi verið það eina sem hann hafði aðgang að á þessum tíma, en ekki hefur komið fram hvers vegna hann hafði ekki aðgang að alþingisnetfangi sínu eða var ófær um að stofna nýtt tölvupóstfang. Oddný Harðardóttir segist þó taka skýringar Össurar gildar.

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið segir hún: „Um notkun fyrrverandi utanríkisráðherra á tölvupóstfangi fyrir fjórum árum, hefur hann gefið þær skýringar að hann hafi ekki haft yfir öðru netfangi að ráða á þeim tíma. Um leið og þær skýringar eru teknar gildar, verður brýnt fyrir þeim sem taka að sér trúnaðarstörf á vegum Samfylkingarinnar að gæta þess að skilja á milli einkanotkunar á tölvupósti og opinberrar notkunar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár