Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir Sigríði hafa lagt sig í einelti og að hún sé „undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks“

„Ég varð fyr­ir miklu ein­elti af henn­ar hálfu,“ seg­ir Kristján Ingi Helga­son, fyrr­ver­andi að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn sem starf­aði und­ir Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur á Suð­ur­nesj­um. Þetta er í þriðja skipt­ið í sum­ar sem lög­reglu­stjór­inn er sak­að­ur um ein­elti.

Segir Sigríði hafa lagt sig í einelti og að hún sé „undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks“
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Af vef lögreglunnar

Kristján Ingi Helgason, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að framkoma og eineltistilburðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra gagnvart sér og öðrum sé efni í heila bók. 

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook í dag en Kristján starfaði undir Sigríði á Suðurnesjum meðan hún var lögreglustjóri þar. Kristján segist hafa fylgst með fréttaflutningi af málum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og að hann geti ekki orða bundist lengur. 

„Ég var aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum þegar þessi kona tók við sem lögreglustjóri og ég varð fyrir miklu einelti af hennar hálfu. Ég hef margar stórar sannanir fyrir hennar gjörðum, en hef beðið með að segja frá þeim,“ skrifar hann og bætir við: „Nú þegar allar þær fréttir sem borist hafa af gjörðum þessarar konu á höfuðborgarsvæðinu hafa komið fram hef ég ákveðið að segja mína sögu og þá um leið koma væntanlega aðrar sannar sögur um þessa konu fram. Hugsanlega á að segja söguna um þennan lögreglustjóra í bókaformi og ef einhver góður rithöfundur sem þetta les hefur áhuga á að skrifa um þetta, þá hafið samband við mig.“

Ítrekað skipuð án auglýsingar

Kristján segir Sigríði eiga sér skrítna sögu þar sem hún hafi ítrekað verið skipuð í stöður án auglýsinga „eða þá eins og á Suðurnesjum þegar þáverandi lögreglustjóra var komið frá með bolabrögðum þáverandi dómsmálaráðherra“. 

Vísar Kristján þarna til atburða sem áttu sér stað árin 2007 og 2008. Björn Bjarnason, sem þá var dómsmálaráðherra, setti Sigríði í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra við embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2007. Skipunin vakti athygli ekki síst vegna þess að embættið var aldrei auglýst laust til umsóknar.

Ári síðar skipaði svo Björn Sigríði sem lögreglustjóra á Suðurnesjum í kjölfar umdeildrar ákvörðunar um að auglýsa stöðu Jóhanns R. Benediktssonar, þáverandi lögreglustjóra, lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Jóhann hafði þótt farsæll í starfi og notið stuðnings á meðal starfsmanna embættisins. Víkurfréttir minntist á einelti í þessu samhengi og þrír lykilstarfsmenn sögðu upp störfum vegna málsins.

Loks var Sigríður Björk flutt frá Suðurnesjum til Reykjavíkur og skipuð lögreglustjóri án auglýsingar árið 2014 eftir að Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, sagði starfi sínu lausu vegna ítrekaðra afskipta þáverandi innanríkisráðherra af lögreglurannsókn á ráðuneyti hennar.

Í ljósi alls þessa telur Kristján ljóst að lögreglustjórinn njóti verndar verndar Sjálfstæðisflokksins. „Þessi kona, (lögreglustjóri) virðist vera undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks og virðist þar af leiðandi vera vernduð fyrir öllum þeim kærum sem á hana eru bornar,“ skrifar hann. 

Stuðningur frá þingmönnum og ráðherra

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, kom fram í kvöldfréttum RÚV í byrjun ágúst og lýsti yfir eindregnum stuðningi við lögreglustjórann. Þá var Ólöf Nordal innanríkisráðherra nýlega spurð að því hvort eitthvað gæti orðið til þess að staða Sigríðar Bjarkar sem lögreglustjóra yrði tekin til skoðunar. Hún svaraði því neitandi.

Stundin ræddi við Kristján Inga í kvöld og mun fjalla áfram um málefni lögreglunnar á næstu dögum. Kristján er þriðji aðilinn sem sakað hefur Sigríði Björk um einelti í sumar. Stundin greindi frá því þann 23. júlí síðastliðinn að Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði stefnt íslenska ríkinu vegna framgöngu lögreglustjóra gagnvart sér. Í stefnu Aldísar er Sigríður sögð hafa brotið gegn starfsmannalögum, jafnréttislögum, stjórnsýslulögum, ýmsum meginreglum stjórnsýsluréttar og reglugerð um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum. Henni er gefið að sök að hafa með ámælisverðum og endurteknum hætti valdið Aldísi vanlíðan og lagt hana í einelti. „Þannig hafi lögreglustjóri t.a.m. dregið að skipa stefnanda í starf sem aðstoðaryfirlögregluþjónn, reynt að koma henni úr starfi með því að leggja til flutning til héraðssaksóknara, gengið um deild stefnanda og lesið upphátt úr tölvupóstum hennar til sín fyrir undirmenn og aðra starfsmenn stefnanda, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í stefnunni.

Í síðustu viku greindi svo Stundin frá því að annar fyrrverandi starfsmaður fíkniefnadeildar hefði kvartað undan einelti Sigríðar Bjarkar. Í bréfi lögmanns mannsins til starfsmannaskrifstofu lögreglunnar og innanríkisráðuneytisins er því lýst hvernig Sigríður Björk öskraði á manninn, hótaði honum stöðulækkun, svipti hann lögreglufulltrúastöðu og dró til baka ákvörðun um að hann fengi að sækja sérhæfingarnámskeið erlendis. Þá er fullyrt að að vegið hafi verið að starfsheiðri lögreglumannsins og fjárhagslegri afkomu hans auk þess sem málið hafi haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Bæði hann og fleiri fjölskyldumeðlimir hafi þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar vegna framgöngu Sigríðar Bjarkar en lögregluembættið greiddi kostnaðinn af þeirri meðferð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár