Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir stjórnarflokkana fjársvelta heilbrigðiskerfið og „skapa gerviþörf fyrir einkarekstur“

Katrín Jak­obs­dótt­ir fór hörð­um orð­um um sitj­andi rík­is­stjórn á flokks­ráðs­fundi Vinstri grænna og sagði tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa „keypt sér sósíal­ísk­ar sauð­ar­gær­ur á af­slætti fyr­ir kosn­ing­ar“.

Segir stjórnarflokkana fjársvelta heilbrigðiskerfið og „skapa gerviþörf fyrir einkarekstur“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa „keypt sér sósíalískar sauðargærur á afslætti“ fyrir komandi þingkosningar.

Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksráðsfundi sem fram fór fyrir helgi. Sagði hún að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði vanrækt uppbyggingu innviða og fjársvelt heilbrigðiskerfið.

„Í góðærinu fyrir hrun voru það sömu flokkar og nú sem vanræktu heilbrigðiskerfið með hörmulegum afleiðingum. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að endurtaka sömu mistök: Að fjársvelta heilbrigðiskerfið í góðæri. Markmiðið kannski það að fá fólk til að vantreysta hinu opinbera kerfi, skapa gerviþörf fyrir einkarekstur,“ sagði Katrín.

„Nú keppast ráðherrar og þingmenn hver um annan þveran að lofa bót og betrun í heilbrigðismálum, í málefnum aldraðra og öryrkja, menntamálum, húsnæðismálum og svo mætti lengi telja. Sannarlega líta þeir betur út í þessari gæru en í þeim auðmannafötum sem við höfum hingað til séð. En hvað er bak við gæruna?“ spurði Katrín og rifjaði upp að sitjandi ríkisstjórn ætlaði í fyrstu fjárlögum sínum að leggja komugjöld á sjúklinga en hætti við í kjölfar mikillar andstöðu. Auk þess hefðu stjórnarliðar hefðu ítrekað fellt tillögur stjórnarandstöðuflokkanna um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. „Hvaða gildi eru þetta önnur en auðþekkt hægristefna þar sem ofurkapp hefur verið lagt á að lækka skatta og skorið niður á móti?“

Þá fullyrti Katrín að ríkisstjórnin hefði glutrað niður tækifærum á kjörtímabilinu. „Hún hefur einbeitt sér að því að lækka skatta og gjöld á þá ríkustu en hún hefur vanrækt uppbyggingu innviða, hvort sem er í heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngum, fjarskiptum eða öðru. Hún hefur sólundað opinberu fé í skuldaleiðréttingu sem breytti litlu fyrir raunverulegan efnahag heimilanna og hefur reynst illa lág- og millitekjufólki sem allt í einu áttar sig á að vaxta- og barnabætur hafa verið skertar á móti. Hún hefur látið breytingar á stjórnarskránni reka á reiðanum, hún hefur lítið frumkvæði sýnt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Og hún hefur svo sannarlega glatað niður tækifærinu til að byggja upp traust almennings á stjórnmálunum. Það gufaði upp í vor þegar í ljós kom að ráðherrar ríkistjórnarinnar búa ekki í sama hagkerfi og við hin.“

Sagði Katrín að heilbrigðiskerfið hefði verið fjársvelt í heilan aldarfjórðung og um leið hefði greiðsluþátttaka almennings aukist jafnt og þétt. „Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa grafið undan heilbrigðisþjónustu hins opinbera og aukið einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún og benti á að hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu hefði dregist saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár