Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir stjórnarflokkana fjársvelta heilbrigðiskerfið og „skapa gerviþörf fyrir einkarekstur“

Katrín Jak­obs­dótt­ir fór hörð­um orð­um um sitj­andi rík­is­stjórn á flokks­ráðs­fundi Vinstri grænna og sagði tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa „keypt sér sósíal­ísk­ar sauð­ar­gær­ur á af­slætti fyr­ir kosn­ing­ar“.

Segir stjórnarflokkana fjársvelta heilbrigðiskerfið og „skapa gerviþörf fyrir einkarekstur“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa „keypt sér sósíalískar sauðargærur á afslætti“ fyrir komandi þingkosningar.

Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksráðsfundi sem fram fór fyrir helgi. Sagði hún að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði vanrækt uppbyggingu innviða og fjársvelt heilbrigðiskerfið.

„Í góðærinu fyrir hrun voru það sömu flokkar og nú sem vanræktu heilbrigðiskerfið með hörmulegum afleiðingum. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að endurtaka sömu mistök: Að fjársvelta heilbrigðiskerfið í góðæri. Markmiðið kannski það að fá fólk til að vantreysta hinu opinbera kerfi, skapa gerviþörf fyrir einkarekstur,“ sagði Katrín.

„Nú keppast ráðherrar og þingmenn hver um annan þveran að lofa bót og betrun í heilbrigðismálum, í málefnum aldraðra og öryrkja, menntamálum, húsnæðismálum og svo mætti lengi telja. Sannarlega líta þeir betur út í þessari gæru en í þeim auðmannafötum sem við höfum hingað til séð. En hvað er bak við gæruna?“ spurði Katrín og rifjaði upp að sitjandi ríkisstjórn ætlaði í fyrstu fjárlögum sínum að leggja komugjöld á sjúklinga en hætti við í kjölfar mikillar andstöðu. Auk þess hefðu stjórnarliðar hefðu ítrekað fellt tillögur stjórnarandstöðuflokkanna um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. „Hvaða gildi eru þetta önnur en auðþekkt hægristefna þar sem ofurkapp hefur verið lagt á að lækka skatta og skorið niður á móti?“

Þá fullyrti Katrín að ríkisstjórnin hefði glutrað niður tækifærum á kjörtímabilinu. „Hún hefur einbeitt sér að því að lækka skatta og gjöld á þá ríkustu en hún hefur vanrækt uppbyggingu innviða, hvort sem er í heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngum, fjarskiptum eða öðru. Hún hefur sólundað opinberu fé í skuldaleiðréttingu sem breytti litlu fyrir raunverulegan efnahag heimilanna og hefur reynst illa lág- og millitekjufólki sem allt í einu áttar sig á að vaxta- og barnabætur hafa verið skertar á móti. Hún hefur látið breytingar á stjórnarskránni reka á reiðanum, hún hefur lítið frumkvæði sýnt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Og hún hefur svo sannarlega glatað niður tækifærinu til að byggja upp traust almennings á stjórnmálunum. Það gufaði upp í vor þegar í ljós kom að ráðherrar ríkistjórnarinnar búa ekki í sama hagkerfi og við hin.“

Sagði Katrín að heilbrigðiskerfið hefði verið fjársvelt í heilan aldarfjórðung og um leið hefði greiðsluþátttaka almennings aukist jafnt og þétt. „Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa grafið undan heilbrigðisþjónustu hins opinbera og aukið einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún og benti á að hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu hefði dregist saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár