Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Samsæri undir hverjum steini

Væn­i­sýk­in og sam­særis­kenn­inga­hefð­in í banda­rísk­um stjórn­mál­um.

Ein af undarlegri fréttum síðasta mánaðar var sú að Donald Trump hefði ráðist í þriðju meiri háttar uppstokkunina á kosningastjórn sinni. Það er almennt talið nokkuð örugg vísbending um að framboð sé plagað af alvarlegum undirliggjandi vandamálum ef því helst ekki á kosningastjórum og öðru lykilfólki. Hvað þá að það sé verið að skipta út öllum helstu stjórnendum þegar rétt rúmlega tveir mánuðir eru til kosninga.

Fráfarandi kosningastjóri Trump, Paul Manafort, hafði sætt vaxandi gagnrýni fyrir vafasöm tengsl við rússneska aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Árið 2012 hafði Manafort aðstoðað stjórnmálaflokk rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu við að millifæra 2,2 milljóna dollara millifærslur til bandarískra lobbýista. Þessi viðskipti Manafort við pólítísk öfl í Úkraínu, sem hafa sterk tengsl við stjórnvöld í Kremlin, voru sérstaklega vandræðaleg í ljósi þess að sumir hafa á síðustu vikum viljað meina að Trump hefði sjálfur grunsamlega mikil tengsl við pólitísk öfl í Rússlandi. Vinsælasta samsæriskenningin því tengd er að Trump sé í raun flugumaður Pútín.

Framboð Trump sé í raun fjármagnað af Kremlin sem ætli sér annaðhvort að fjarstýra bandarískri utanríkispólítík með því að koma sínum manni í Hvíta húsið eða að grafa undan Bandaríkjunum með því að hleypa innanríkispólitík Bandaríkjanna í uppnám með því einu að etja Trump fram gegn Hillary.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár