Nú væri það samband sem Þórður átti fyrr á árum við Kristján, þegar hann var á aldrinum tíu til sextán ára, hiklaust kallað glæpur gegn barni,“ segir í nýútkominni sjálfsævisögu Árna Bergmann, rithöfundar og blaðamanns, sem heitir Eitt á ég samt. Í bókinni lýsir Árni sambandi Þórðar Sigtryggssonar, organista í Reykjavík, og píanóleikarans Kristjáns Helgasonar en Þórður hafði tekið hann að sér þegar hann var barn og kennt honum á píanó: „Þórður hafði tekið Kristján að sér átta ára gamlan og kennt honum músík.“
Sagan af þeim Þórði og Kristjáni er í sérstökum kafla í bók Árna sem kallast „Vinir mínir hommarnir“ en þar er umtalsvert fjallað um Þórð og vin hans og elskhuga Elíasar Mar rithöfund. Þeir Þórður og Elías kynntust sömuleiðis þegar sá fyrrnefndi kenndi þeim síðarnefnda á píanó þegar hann var barn og er fjallað um það í bók Árna hvernig þeir urðu elskhugar þegar Þórður var 51 árs og Elías Mar sautján ára.
„Staðreynd sem þó blasir við“
Þessi kafli í bók Árna er átakanlegur í ljósi þess að í honum lýsir hann kynferðisbroti Þórðar gegn barni; gegn manni sem var vinur Árna í heimabæ hans Keflavík.
Á þessum tíma, fyrri hluta tuttugustu aldar var lítil, jafnvel engin, umræða um kynferðisbrot gegn börnum í íslensku samfélagi og Árni lýsir samskiptum þeirra Þórðar og Kristjáns þannig að það hafi verið augljóst að um kynferðisbrot gegn barni hafi verið að ræða en ekkert var gert í málinu. „Samband þeirra var svo undarlegt og hlýlegt, einkum ef haft er í huga
Athugasemdir