Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Samband sem í dag yrði kallað „glæpur gegn barni“

Í sjálfsævi­sögu Árna Berg­mann er lýs­ing á sam­bandi Þórð­ar Sig­tryggs­son­ar org­an­ista og Kristjáns Helga­son­ar pí­anó­leik­ara. Árni seg­ir að þó að hann eigi erfitt með að segja það þá hafi ver­ið um að ræða barn­aníð. Frá­sögn Árna er lýs­andi dæmi um hversu mik­ið tabú um­ræða um kyn­ferð­is­brot var í sam­fé­lag­inu allt fram á okk­ar dag.

Samband sem í dag yrði kallað „glæpur gegn barni“
Vakti undrun Árna Samband þeirra Þórðar Sigtryggssonar og Kristjáns Helgasonar vakti undrun Árna Bergmann og segir hann að þó að eðli þess hefði blasað við þá hefði hann átt, og ætti erfitt, með að viðurkenna hvers eðlis það var.

Nú væri það samband sem Þórður átti fyrr á árum við Kristján, þegar hann var á aldrinum tíu til sextán ára, hiklaust kallað glæpur gegn barni,“ segir í nýútkominni sjálfsævisögu Árna Bergmann, rithöfundar og blaðamanns, sem heitir Eitt á ég samt. Í bókinni lýsir Árni sambandi Þórðar Sigtryggssonar, organista í Reykjavík, og píanóleikarans Kristjáns Helgasonar en Þórður hafði tekið hann að sér þegar hann var barn og kennt honum á píanó: „Þórður hafði tekið Kristján að sér átta ára gamlan og kennt honum músík.“

Sagan af þeim Þórði og Kristjáni er í sérstökum kafla í bók Árna sem kallast „Vinir mínir hommarnir“ en þar er umtalsvert fjallað um Þórð og vin hans og elskhuga Elíasar Mar rithöfund. Þeir Þórður og Elías kynntust sömuleiðis þegar sá fyrrnefndi kenndi þeim síðarnefnda á píanó þegar hann var barn og er fjallað um það í bók Árna hvernig þeir urðu elskhugar þegar Þórður var 51 árs og Elías Mar sautján ára. 

„Staðreynd sem þó blasir við“ 

Þessi kafli í bók Árna er átakanlegur í ljósi þess að í honum lýsir hann kynferðisbroti Þórðar gegn barni; gegn manni sem var vinur Árna í heimabæ hans Keflavík.  

Á þessum tíma, fyrri hluta tuttugustu aldar var lítil, jafnvel engin, umræða um kynferðisbrot gegn börnum í íslensku samfélagi og Árni lýsir samskiptum þeirra Þórðar og Kristjáns þannig að það hafi verið augljóst að um kynferðisbrot gegn barni hafi verið að ræða en ekkert var gert í málinu. „Samband þeirra var svo undarlegt og hlýlegt, einkum ef haft er í huga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár