Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Samband sem í dag yrði kallað „glæpur gegn barni“

Í sjálfsævi­sögu Árna Berg­mann er lýs­ing á sam­bandi Þórð­ar Sig­tryggs­son­ar org­an­ista og Kristjáns Helga­son­ar pí­anó­leik­ara. Árni seg­ir að þó að hann eigi erfitt með að segja það þá hafi ver­ið um að ræða barn­aníð. Frá­sögn Árna er lýs­andi dæmi um hversu mik­ið tabú um­ræða um kyn­ferð­is­brot var í sam­fé­lag­inu allt fram á okk­ar dag.

Samband sem í dag yrði kallað „glæpur gegn barni“
Vakti undrun Árna Samband þeirra Þórðar Sigtryggssonar og Kristjáns Helgasonar vakti undrun Árna Bergmann og segir hann að þó að eðli þess hefði blasað við þá hefði hann átt, og ætti erfitt, með að viðurkenna hvers eðlis það var.

Nú væri það samband sem Þórður átti fyrr á árum við Kristján, þegar hann var á aldrinum tíu til sextán ára, hiklaust kallað glæpur gegn barni,“ segir í nýútkominni sjálfsævisögu Árna Bergmann, rithöfundar og blaðamanns, sem heitir Eitt á ég samt. Í bókinni lýsir Árni sambandi Þórðar Sigtryggssonar, organista í Reykjavík, og píanóleikarans Kristjáns Helgasonar en Þórður hafði tekið hann að sér þegar hann var barn og kennt honum á píanó: „Þórður hafði tekið Kristján að sér átta ára gamlan og kennt honum músík.“

Sagan af þeim Þórði og Kristjáni er í sérstökum kafla í bók Árna sem kallast „Vinir mínir hommarnir“ en þar er umtalsvert fjallað um Þórð og vin hans og elskhuga Elíasar Mar rithöfund. Þeir Þórður og Elías kynntust sömuleiðis þegar sá fyrrnefndi kenndi þeim síðarnefnda á píanó þegar hann var barn og er fjallað um það í bók Árna hvernig þeir urðu elskhugar þegar Þórður var 51 árs og Elías Mar sautján ára. 

„Staðreynd sem þó blasir við“ 

Þessi kafli í bók Árna er átakanlegur í ljósi þess að í honum lýsir hann kynferðisbroti Þórðar gegn barni; gegn manni sem var vinur Árna í heimabæ hans Keflavík.  

Á þessum tíma, fyrri hluta tuttugustu aldar var lítil, jafnvel engin, umræða um kynferðisbrot gegn börnum í íslensku samfélagi og Árni lýsir samskiptum þeirra Þórðar og Kristjáns þannig að það hafi verið augljóst að um kynferðisbrot gegn barni hafi verið að ræða en ekkert var gert í málinu. „Samband þeirra var svo undarlegt og hlýlegt, einkum ef haft er í huga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár