Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sagði sjö sinnum það sama og var stöðvaður af þáttastjórnanda: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, end­ur­tók sömu full­yrð­ing­una sex sinn­um í Viku­lok­un­um á Rás 1, en loks bað þátta­stjórn­andi hann um að hætta.

Sagði sjö sinnum það sama og var stöðvaður af þáttastjórnanda: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði sömu setninguna alls 7 sinnum í umræðum um Wintris-málið svonefnda í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Að lokum stöðvaði þáttastjórnandi hann og sagði: „Þetta er í þriðja skiptið sem þú segir þetta. Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki.“

Aðeins smávægilegar orðalagsbreytingar mátti greina í máli þingflokksformannsins þegar hann endurtók sex sinnum þá fullyrðingu að það lægi ljóst fyrir að forsætisráðherrahjónin, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hefðu greitt skatta af eignum sínum á Bresku jómfrúareyjunum. Stundin tók saman ummæli Ásmundar:

1. „Það hafa verið greiddir fullir skattar af þessu.“

2. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að það liggi yfirlýsingar fyrir um að það hafi verið greiddir skattar.“

3. „En það sem að liggur alveg ljóst fyrir er að það hafa verið greiddir skattar af þessu.“

4. „Það liggur ljóst fyrir að það hafa verið greiddir skattar af þessum fjárhæðum.“

5. „Það liggur ljóst fyrir yfirlýsingar frá þeirra endurskoðunarfyrirtækjum að það hafa verið greiddir skattar af þessu og það er alveg skýrt.“

6. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir að skattar hafa verið greiddir af þessu og það er stóra málið.“

7. „Það liggur algerlega skýrt fyrir af hálfu hans að hann hefur sagt það og hans endurskoðendur, hans endurskoðendur hafa sagt það alveg skýrt að það hafi verið greiddir skattar.“

Í þættinum sagði Ásmundur einnig eftirfarandi:

„Stóra málið í þessu er það að menn hafi greitt skatta og skyldur af þessu sem þarna um ræðir.“

„Stóra málið í öllu þessu hér er að skattar séu greiddir hér á landi og ég hygg að það hafi ekkert komið upp annað í málefnum forsætisráðherra en að það hafi verið gert.“

„Forsætisráðherra hefur hins vegar sagt að hann hafi greitt sína skatta á Íslandi og ég hef enga ástæðu til að rengja það að svo sé.“

„Stóra málið í þessu er, og það hefur komið hérna fram, er hvort að menn hafi verið að greiða skatta af eignum sem eru í félögum erlendis.“

Þegar stefndi í að Ásmundur endurtæki sig enn einu sinni gafst Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Vikulokanna, upp. „Þú ert búinn að segja þetta þrisvar sinnum,“ sagði hann. „Þetta er í þriðja skiptið sem þú segir þetta. Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki.“

Eins og fram kemur hér að ofan hafði Ásmundur þó sagt línuna mun oftar en þrisvar sinnum. 

Ljóst er jafnframt að fullyrðing Ásmundar stenst ekki fyllilega skoðun. Eins og fram kom á fundi stjórnarandstöðunnar með skattrannsóknarstjóra í gær hafa skattayfirvöld engin úrræði til að sannreyna þær upplýsingar sem eigendur aflandsfélaga gefa íslenskum skattayfirvöldum. Þá hefur Kjarninn greint frá því að forsætisráðherrahjónin svari engu um hvort sérstöku CFC framtali vegna aflandsfélagsins Wintris hafi verið skilað. 

Skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu var einn af forsetaframbjóðendum Repúblikana, Marco Rubio, staðinn að því að segja fjórum sinnum sömu setninguna í kappræðum. „Let's dispel with this fiction that Barack Obama doesn't know what he's doing. He knows exactly what he's doing,“ sagði Rubio aftur og aftur. Í kjölfarið var hann hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þótti atvikið draga fram með skemmtilegum hætti hve varasamt það er fyrir stjórnmálamenn að styðjast eingöngu við talpunkta (e. talking points) í kappræðum.


Uppfært kl. 22:40:

Vefmiðillinn Nútíminn hefur klippt saman og birt upptöku af endurtekningum Ásmundar Einars, sjá hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár