Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sagði sjö sinnum það sama og var stöðvaður af þáttastjórnanda: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, end­ur­tók sömu full­yrð­ing­una sex sinn­um í Viku­lok­un­um á Rás 1, en loks bað þátta­stjórn­andi hann um að hætta.

Sagði sjö sinnum það sama og var stöðvaður af þáttastjórnanda: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði sömu setninguna alls 7 sinnum í umræðum um Wintris-málið svonefnda í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Að lokum stöðvaði þáttastjórnandi hann og sagði: „Þetta er í þriðja skiptið sem þú segir þetta. Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki.“

Aðeins smávægilegar orðalagsbreytingar mátti greina í máli þingflokksformannsins þegar hann endurtók sex sinnum þá fullyrðingu að það lægi ljóst fyrir að forsætisráðherrahjónin, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hefðu greitt skatta af eignum sínum á Bresku jómfrúareyjunum. Stundin tók saman ummæli Ásmundar:

1. „Það hafa verið greiddir fullir skattar af þessu.“

2. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að það liggi yfirlýsingar fyrir um að það hafi verið greiddir skattar.“

3. „En það sem að liggur alveg ljóst fyrir er að það hafa verið greiddir skattar af þessu.“

4. „Það liggur ljóst fyrir að það hafa verið greiddir skattar af þessum fjárhæðum.“

5. „Það liggur ljóst fyrir yfirlýsingar frá þeirra endurskoðunarfyrirtækjum að það hafa verið greiddir skattar af þessu og það er alveg skýrt.“

6. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir að skattar hafa verið greiddir af þessu og það er stóra málið.“

7. „Það liggur algerlega skýrt fyrir af hálfu hans að hann hefur sagt það og hans endurskoðendur, hans endurskoðendur hafa sagt það alveg skýrt að það hafi verið greiddir skattar.“

Í þættinum sagði Ásmundur einnig eftirfarandi:

„Stóra málið í þessu er það að menn hafi greitt skatta og skyldur af þessu sem þarna um ræðir.“

„Stóra málið í öllu þessu hér er að skattar séu greiddir hér á landi og ég hygg að það hafi ekkert komið upp annað í málefnum forsætisráðherra en að það hafi verið gert.“

„Forsætisráðherra hefur hins vegar sagt að hann hafi greitt sína skatta á Íslandi og ég hef enga ástæðu til að rengja það að svo sé.“

„Stóra málið í þessu er, og það hefur komið hérna fram, er hvort að menn hafi verið að greiða skatta af eignum sem eru í félögum erlendis.“

Þegar stefndi í að Ásmundur endurtæki sig enn einu sinni gafst Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Vikulokanna, upp. „Þú ert búinn að segja þetta þrisvar sinnum,“ sagði hann. „Þetta er í þriðja skiptið sem þú segir þetta. Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki.“

Eins og fram kemur hér að ofan hafði Ásmundur þó sagt línuna mun oftar en þrisvar sinnum. 

Ljóst er jafnframt að fullyrðing Ásmundar stenst ekki fyllilega skoðun. Eins og fram kom á fundi stjórnarandstöðunnar með skattrannsóknarstjóra í gær hafa skattayfirvöld engin úrræði til að sannreyna þær upplýsingar sem eigendur aflandsfélaga gefa íslenskum skattayfirvöldum. Þá hefur Kjarninn greint frá því að forsætisráðherrahjónin svari engu um hvort sérstöku CFC framtali vegna aflandsfélagsins Wintris hafi verið skilað. 

Skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu var einn af forsetaframbjóðendum Repúblikana, Marco Rubio, staðinn að því að segja fjórum sinnum sömu setninguna í kappræðum. „Let's dispel with this fiction that Barack Obama doesn't know what he's doing. He knows exactly what he's doing,“ sagði Rubio aftur og aftur. Í kjölfarið var hann hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þótti atvikið draga fram með skemmtilegum hætti hve varasamt það er fyrir stjórnmálamenn að styðjast eingöngu við talpunkta (e. talking points) í kappræðum.


Uppfært kl. 22:40:

Vefmiðillinn Nútíminn hefur klippt saman og birt upptöku af endurtekningum Ásmundar Einars, sjá hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár