Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rúmlega þriðji hver þorskur á bak við hlutafé Morgunblaðsins

Út­gerð­ar­fé­lög og tengd­ir að­il­ar eiga nú nærri 96 pró­sent af hluta­fé Morg­un­blaðs­ins. Flest­ir þeirra hlut­hafa sem ekki voru út­gerð­ar­menn þeg­ar blað­ið var keypt ár­ið 2009 eru ekki leng­ur hlut­haf­ar. Guð­björg Matth­ías­dótt­ir er lang­stærsti beini og óbeini hlut­hafi Morg­un­blaðs­ins með um 45 pró­sent eign­ar­hlut.

Rúmlega þriðji hver þorskur á  bak við hlutafé Morgunblaðsins
96 prósent Eignarhald Morgunblaðsins er nú að tæplega 96 prósent leyti í eigu útgerðarmanna, -fyrirtækja og tengdra aðila. Davíð Oddsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins síðan árið 2009 þegar útgerðarfyrirtæki keyptu blaðið. Hlutur útgerðanna í Mogganum hefur hins vegar orðið meiri með hverju árinu. Mynd: Geirix

Einungis rúm fjögur prósent af hlutafé félagsins, sem á útgáfufélag Morgunblaðsins, er í eigu aðila sem ekki eru íslenskar útgerðir eða félög í þeirra eigu. Íslensk útgerðarfyrirtæki, eða félög þeim tengd, eiga því samtals tæplega 96 prósent af hlutafé Morgunblaðsins. Þetta kemur fram þegar hluthafar Morgunblaðsins eru skoðaðir í nýjasta ársreikningi Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins, eftir eigendabreytingar sem áttu sér stað hjá Morgunblaðinu í fyrra. 

Stærstu hluthafar Morgunblaðsins eru fyrirtæki tengd útgerðar­fyrirtækjunum Samherja á Akureyri, Ísfélagi Vestmannaeyja og FISK Seafood á Sauðárkróki, útgerðararmi Kaupfélags Skagfirðinga. Langstærsti óbeini hluthafi Morgunblaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona í Vestmannaeyjum en hún ræður beint eða óbeint yfir nærri 45 prósentum af hlutafé Morgunblaðsins í gegnum fyrirtækin Hlyn A, Ísfélag Vestmannaeyja, Legalis og Lýsi hf. sem hún á meirihluta í. 

45 prósent
45 prósent Guðbjörg Matthíasdóttir er nú langstærsti eigandi Morgunblaðsins, beint og óbeint. Fjárfestingarfélag hennar, útgerð hennar, Lýsi hf. og fyrirtæki sem lögmaður hennar stýrir eiga samtals 45 prósent í útgáfufélagi Moggans.

36,5 prósent aflaheimilda

Þegar kvóti þeirra útgerðarfélaga sem eiga Morgunblaðið er skoðaður og tekinn saman kemur í ljós að á bak við hlutafjáreign Morgunblaðsins eru útgerðarfyrirtæki sem ráða samtals 36,5 prósentum aflaheimilda við Íslandsstrendur. Því má segja að þriðji hver þorskur, og þriðji hver fiskur sem veiddur er á Íslandi í gegnum kvótakerfið, standi á bak við hlutafé Morgunblaðsins. 

Samherji er stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins í gegnum fjárfestingarfélagið Kaldbak sem á 18,43 prósent í Þórsmörk. Samherji ræður yfir 6,6 prósentum kvótans og er í öðru sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins á eftir HB Granda. Samherji er líka stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem á rúm 6 prósent í Þórsmörk og ræður 5,9 prósentum kvótans og er þar með þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi.  Næst stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins er svo félag Guðbjargar Matthíasdóttur í Ísfélagi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár