Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rúmlega þriðji hver þorskur á bak við hlutafé Morgunblaðsins

Út­gerð­ar­fé­lög og tengd­ir að­il­ar eiga nú nærri 96 pró­sent af hluta­fé Morg­un­blaðs­ins. Flest­ir þeirra hlut­hafa sem ekki voru út­gerð­ar­menn þeg­ar blað­ið var keypt ár­ið 2009 eru ekki leng­ur hlut­haf­ar. Guð­björg Matth­ías­dótt­ir er lang­stærsti beini og óbeini hlut­hafi Morg­un­blaðs­ins með um 45 pró­sent eign­ar­hlut.

Rúmlega þriðji hver þorskur á  bak við hlutafé Morgunblaðsins
96 prósent Eignarhald Morgunblaðsins er nú að tæplega 96 prósent leyti í eigu útgerðarmanna, -fyrirtækja og tengdra aðila. Davíð Oddsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins síðan árið 2009 þegar útgerðarfyrirtæki keyptu blaðið. Hlutur útgerðanna í Mogganum hefur hins vegar orðið meiri með hverju árinu. Mynd: Geirix

Einungis rúm fjögur prósent af hlutafé félagsins, sem á útgáfufélag Morgunblaðsins, er í eigu aðila sem ekki eru íslenskar útgerðir eða félög í þeirra eigu. Íslensk útgerðarfyrirtæki, eða félög þeim tengd, eiga því samtals tæplega 96 prósent af hlutafé Morgunblaðsins. Þetta kemur fram þegar hluthafar Morgunblaðsins eru skoðaðir í nýjasta ársreikningi Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins, eftir eigendabreytingar sem áttu sér stað hjá Morgunblaðinu í fyrra. 

Stærstu hluthafar Morgunblaðsins eru fyrirtæki tengd útgerðar­fyrirtækjunum Samherja á Akureyri, Ísfélagi Vestmannaeyja og FISK Seafood á Sauðárkróki, útgerðararmi Kaupfélags Skagfirðinga. Langstærsti óbeini hluthafi Morgunblaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona í Vestmannaeyjum en hún ræður beint eða óbeint yfir nærri 45 prósentum af hlutafé Morgunblaðsins í gegnum fyrirtækin Hlyn A, Ísfélag Vestmannaeyja, Legalis og Lýsi hf. sem hún á meirihluta í. 

45 prósent
45 prósent Guðbjörg Matthíasdóttir er nú langstærsti eigandi Morgunblaðsins, beint og óbeint. Fjárfestingarfélag hennar, útgerð hennar, Lýsi hf. og fyrirtæki sem lögmaður hennar stýrir eiga samtals 45 prósent í útgáfufélagi Moggans.

36,5 prósent aflaheimilda

Þegar kvóti þeirra útgerðarfélaga sem eiga Morgunblaðið er skoðaður og tekinn saman kemur í ljós að á bak við hlutafjáreign Morgunblaðsins eru útgerðarfyrirtæki sem ráða samtals 36,5 prósentum aflaheimilda við Íslandsstrendur. Því má segja að þriðji hver þorskur, og þriðji hver fiskur sem veiddur er á Íslandi í gegnum kvótakerfið, standi á bak við hlutafé Morgunblaðsins. 

Samherji er stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins í gegnum fjárfestingarfélagið Kaldbak sem á 18,43 prósent í Þórsmörk. Samherji ræður yfir 6,6 prósentum kvótans og er í öðru sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins á eftir HB Granda. Samherji er líka stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem á rúm 6 prósent í Þórsmörk og ræður 5,9 prósentum kvótans og er þar með þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi.  Næst stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins er svo félag Guðbjargar Matthíasdóttur í Ísfélagi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár