Einungis rúm fjögur prósent af hlutafé félagsins, sem á útgáfufélag Morgunblaðsins, er í eigu aðila sem ekki eru íslenskar útgerðir eða félög í þeirra eigu. Íslensk útgerðarfyrirtæki, eða félög þeim tengd, eiga því samtals tæplega 96 prósent af hlutafé Morgunblaðsins. Þetta kemur fram þegar hluthafar Morgunblaðsins eru skoðaðir í nýjasta ársreikningi Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins, eftir eigendabreytingar sem áttu sér stað hjá Morgunblaðinu í fyrra.
Stærstu hluthafar Morgunblaðsins eru fyrirtæki tengd útgerðarfyrirtækjunum Samherja á Akureyri, Ísfélagi Vestmannaeyja og FISK Seafood á Sauðárkróki, útgerðararmi Kaupfélags Skagfirðinga. Langstærsti óbeini hluthafi Morgunblaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona í Vestmannaeyjum en hún ræður beint eða óbeint yfir nærri 45 prósentum af hlutafé Morgunblaðsins í gegnum fyrirtækin Hlyn A, Ísfélag Vestmannaeyja, Legalis og Lýsi hf. sem hún á meirihluta í.
36,5 prósent aflaheimilda
Þegar kvóti þeirra útgerðarfélaga sem eiga Morgunblaðið er skoðaður og tekinn saman kemur í ljós að á bak við hlutafjáreign Morgunblaðsins eru útgerðarfyrirtæki sem ráða samtals 36,5 prósentum aflaheimilda við Íslandsstrendur. Því má segja að þriðji hver þorskur, og þriðji hver fiskur sem veiddur er á Íslandi í gegnum kvótakerfið, standi á bak við hlutafé Morgunblaðsins.
Samherji er stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins í gegnum fjárfestingarfélagið Kaldbak sem á 18,43 prósent í Þórsmörk. Samherji ræður yfir 6,6 prósentum kvótans og er í öðru sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins á eftir HB Granda. Samherji er líka stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem á rúm 6 prósent í Þórsmörk og ræður 5,9 prósentum kvótans og er þar með þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Næst stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins er svo félag Guðbjargar Matthíasdóttur í Ísfélagi
Athugasemdir