Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ragnheiður Elín ávarpar ráðstefnu um vel tengda viðskiptavininn

Op­in ráð­stefna í tengsl­um við að­al­fund Sam­taka versl­unn­ar og þjón­ustu verð­ur hald­in á morg­un

Ragnheiður Elín ávarpar ráðstefnu um vel tengda viðskiptavininn

Það má segja að í ljósi fréttaumfjöllunar seinustu daga um ívilnanir til fiskeldisfélagsins Matorku að heiti ráðstefnu Samtaka verslunnar og þjónustu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mun flytja ávarp, sé heldur óheppilegt. Ráðstefnan, sem fer fram á morgun á Grand Hótel, ber heitið Vel tengdi viðskiptavinurinn.

Líkt og víða hefur komið fram gerði iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning við félagið í febrúar sem hljóðaði upp á 400 milljónir króna í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum. Helstu eigendur félagsins eru vægast sagt vel tengdir. Einar Sveinsson er einn helsti eigandi félagsins en hann er föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra.

Annað félag, sem er í óbeinni eigu Einars Sveinssonar, Thorsil, hefur auk þess fengið mikla ívilnun frá íslenska ríkinu, upp á 770 milljónir króna.

Þá hefur annar stór hluthafi í Matorku gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Eiríkur Svavarsson lögmaður. Hann gegndi veigamikilu hlutverki í InDefence-hópnum ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Eiríkur veitti atvinnuveganefnd Alþingis einnig umsögn vegna frumvarps um ívilnanir til nýfjárfestinga, án þess að nefna tengsl sín við Matorku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár