Ragnheiður Elín ávarpar ráðstefnu um vel tengda viðskiptavininn

Op­in ráð­stefna í tengsl­um við að­al­fund Sam­taka versl­unn­ar og þjón­ustu verð­ur hald­in á morg­un

Ragnheiður Elín ávarpar ráðstefnu um vel tengda viðskiptavininn

Það má segja að í ljósi fréttaumfjöllunar seinustu daga um ívilnanir til fiskeldisfélagsins Matorku að heiti ráðstefnu Samtaka verslunnar og þjónustu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mun flytja ávarp, sé heldur óheppilegt. Ráðstefnan, sem fer fram á morgun á Grand Hótel, ber heitið Vel tengdi viðskiptavinurinn.

Líkt og víða hefur komið fram gerði iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning við félagið í febrúar sem hljóðaði upp á 400 milljónir króna í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum. Helstu eigendur félagsins eru vægast sagt vel tengdir. Einar Sveinsson er einn helsti eigandi félagsins en hann er föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra.

Annað félag, sem er í óbeinni eigu Einars Sveinssonar, Thorsil, hefur auk þess fengið mikla ívilnun frá íslenska ríkinu, upp á 770 milljónir króna.

Þá hefur annar stór hluthafi í Matorku gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Eiríkur Svavarsson lögmaður. Hann gegndi veigamikilu hlutverki í InDefence-hópnum ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Eiríkur veitti atvinnuveganefnd Alþingis einnig umsögn vegna frumvarps um ívilnanir til nýfjárfestinga, án þess að nefna tengsl sín við Matorku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár