Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ragnheiður Elín ávarpar ráðstefnu um vel tengda viðskiptavininn

Op­in ráð­stefna í tengsl­um við að­al­fund Sam­taka versl­unn­ar og þjón­ustu verð­ur hald­in á morg­un

Ragnheiður Elín ávarpar ráðstefnu um vel tengda viðskiptavininn

Það má segja að í ljósi fréttaumfjöllunar seinustu daga um ívilnanir til fiskeldisfélagsins Matorku að heiti ráðstefnu Samtaka verslunnar og þjónustu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mun flytja ávarp, sé heldur óheppilegt. Ráðstefnan, sem fer fram á morgun á Grand Hótel, ber heitið Vel tengdi viðskiptavinurinn.

Líkt og víða hefur komið fram gerði iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning við félagið í febrúar sem hljóðaði upp á 400 milljónir króna í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum. Helstu eigendur félagsins eru vægast sagt vel tengdir. Einar Sveinsson er einn helsti eigandi félagsins en hann er föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra.

Annað félag, sem er í óbeinni eigu Einars Sveinssonar, Thorsil, hefur auk þess fengið mikla ívilnun frá íslenska ríkinu, upp á 770 milljónir króna.

Þá hefur annar stór hluthafi í Matorku gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Eiríkur Svavarsson lögmaður. Hann gegndi veigamikilu hlutverki í InDefence-hópnum ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Eiríkur veitti atvinnuveganefnd Alþingis einnig umsögn vegna frumvarps um ívilnanir til nýfjárfestinga, án þess að nefna tengsl sín við Matorku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár