Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðuneyti loftslagsmála lagt niður í Bretlandi

Eitt fyrsta verk Th­eresu May sem for­sæt­is­ráð­herra var að færa öll verk­efni sem tengj­ast hnatt­rænni hlýn­un og veð­ur­fars­breyt­ing­um inn í nýtt ráðu­neyti við­skipta, orku og iðn­að­ar. Nýr um­hverf­is­mála­ráð­herra vill að kola­iðn­að­ur­inn stýri stefnu­mót­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ráðuneyti loftslagsmála lagt niður í Bretlandi
Hnattræn hlýnun. Gangi spár vísindamanna eftir mun hnattræn hlýnun brátt hafa gríðarleg áhrif á flesta jarðarbúa.

Eitt fyrsta verk Theresu May í hlutverki forsætisráðherra var að færa öll verkefni sem tengjast hnattrænni hlýnun og breytingu á veðurfari inn í nýtt ráðuneyti viðskipta, orku og iðnaðar.

Ákvörðunin hefur verið sögð „einfaldlega heimskuleg,“ „valda gríðarlegum áhyggjum,“ og „hræðileg“ af sérfræðingum í greininni og stjórnmálamönnum.

Á mánudaginn bentu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar á að grípa þyrfti tafarlaust til aðgerða að undirbúa Bretland undir flóð, þurrka, hitabylgjur og matarskort sem breytingar á veðurfari munu hafa í för með sér.

Umhverfismálaráðherra efast um loftslagsbreytingar

Fréttirnar um þessar hrókeringar birtust stuttu eftir að Theresa May skipaði Andreu Leadsom orkumála ráðherra. Leadsom vakti töluverða athygli í Bretlandi í fyrra þegar hún efaðist um tilvist loftslagsbreytinga af manna völdum eftir að hún tók við embætti umhverfismálaráðherra.

(Þetta hringlaga graf sýnir glöggt hækkun á hitastigi jarðar.)

Amber Rudd, sem í síðustu ríkisstjórn hafði yfirumsjón með málum er snerta breytingar á veðurfari og orkumál, tilkynnti í nóvember í fyrra að Bretland ætlaði að hætta allri notkun kola fyrir lok árs 2025. Leadsom, sem nú hefur þessi mál á sinni könnu hefur beðið leiðtoga innan kolaiðnaðarins að ákveða hvað það þýði að Bretland ætli að hætta notkun kola og stýra stefnumótun í málinu.

Ed Miliband, fyrrum leiðtogi verkamannaflokksins skrifaði á twitter:
„Það að leggja niður DECC [Department of Energy and Climate Change - ráðuneyti sem berst fyrir sjálfbærni í orkumálum og gegn hnattrænni hlýnun] er einfaldlega heimskulegt. Loftslag er ekki einu sinni hluti af hinum nýja titli ráðuneytisins. Það skiptir máli því ráðuneyti móta forgangsröðun, sem mótar útkomur.“

Ed Miliband.
Ed Miliband. Formaðurinn fyrrverandi var afgerandi í afstöðu sinni.

Talsmaður Greenpeace lýsir yfir áhyggjum

Greenpeace hefur einnig lýst áhyggjum af því að hin nýja ríkisstjórn virðist ekki líta á loftslagsbreytingar sem raunverulega ógn. John Sauven, talsmaður Greenpeace í Bretlandi, sagði að „það hvernig helstu ráðuneytisstjórar hinnar nýju ríkisstjórnar hafa kosið í þessum málum, og tengsl þeirra við fólk sem dregur loftslagsbreytingar í efa valda mér miklum áhyggjum.“

„Viðskiptalífið mun eiga sterkan fulltrúa í hinu nýja ráðuneyti.“

„Þau hafa sýnt skort á skilning á því hvaða áhrif hnattræna hlýnun mun hafa á Bretland og heiminn allan. Ef við ætlum að halda áfram að gegna lykilhlutverki í baráttunni fyrir umhverfinu, þá þurfum við tafarlaust að fá staðfestingu á því frá hinni nýju ríkisstjórn að þeir sigrar sem unnist hafa í loftslagsmálum, endurnýjanlegum orkugjöfum, loftmengun og verndun á dýralífi muni ekki verða í aukahlutverki í viðræðum Bretlands um útgöngu úr Evrópusambandinu.“

Alex Chisholm, ráðherra hins niðurlagða ráðuneytis, skrifaði starfsfólki sínu bréf sem lak til fjölmiðla. Staðfesti hann þar að öll mál ráðuneytissins yrðu nú í höndum hins nýja ráðherra, Greg Clark. Tók hann sérstaklega fram að  „viðskiptalífið mun eiga sterkan fulltrúa í hinu nýja ráðuneyti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár