Stærðfræðikunnátta og vísindalæsi íslenskra nemenda heldur áfram að versna samkvæmt niðurstöðum nýrrar PISA könnunar. Lesskilningur íslenskra nemenda stendur hins vegar nánast í stað frá síðustu könnun. Hin Norðurlöndin, og önnur vesturevrópsk ríki, standa sig öll talsvert betur en Ísland sem er í öllum tilvikum undir meðaltali OECD ríkja. Íslenskir nemendur voru ansi nálægt meðaltalinu hvað stærðfræðikunnáttu varðar, fengu 488 stig á meðan meðaltal OECD ríkja er 490. Hins vegar fengu íslenskir nemendur aðeins 467 stig í vísindalæsi, á meðan OECD meðaltalið 493, og 485 stig í lesskilningi á meðan meðaltal OECD ríkja er 493 stig. Þess má geta að síðasta PISA könnun var framkvæmd árið 2012.
Nauðsynlegt að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða
Í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að þróunin hér á landi sé mikið áhyggjuefni því á öllum þeim sviðum sem mæld …
Athugasemdir