Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar samþykkja byltingarkennda tillögu

Pírat­ar hafa sam­þykkt til­lögu þess eðl­is að flokk­ur­inn muni ekki vera að­ili að rík­is­stjórn nema að ráð­herr­ar henn­ar muni ekki sitja á sama tíma á þingi. Flutn­ings­mað­ur til­lög­unn­ar, Her­bert Snorra­son, seg­ir mark­mið­ið vera að hjálpa við að greina á milli fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. „Ef krafa um að breyta kerf­inu leið­ir til þess að við get­um tek­ið þátt í kerf­inu þá verð­ur bara að hafa það,“ seg­ir Her­bert.

Píratar samþykkja byltingarkennda tillögu
Flutningsmaður Herbert Snorrason segir að samþykktin verði ófrávíkjanleg krafa í mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi.

Píratar hafa samþykkt tillögu þess eðlis að flokkurinn verði ekki aðili að ríkisstjórn nema að ráðherrar hennar muni ekki sitja á sama tíma á þingi.

Þetta þýðir að ef Píratar fá kosningar í takt við skoðanakannanir og þurfa að mynda ríkisstjórnarsamstarf við annan flokk þá verði það ófrávíkjanleg krafa að ráðherrar sitji ekki á þingi á sama tíma og þeir gegna ráðherraembætti.

Herbert Snorrason, 2. maður á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og flutningsmaður tillögunnar, segir í samtali við Stundina að ekki þurfi að breyta núverandi stjórnarskrá til að fá þetta atriði fram, um sé að ræða hefð en ekki lög.

„Tillagan sem hér liggur fyrir leggur til að Píratar beiti sér fyrir því að þessari hefð verði breytt áður en ný stjórnarskrá taki gildi. Hún byggist á því að flokkurinn hafni aðkomu að ríkisstjórn þar sem þingmenn eru einnig ráðherrar. Ekki er tekið fram hvort það eigi að gera með því að fá utanþingsráðherra, eða krefjast þess að ráðherrar víki úr sæti á þingi á meðan þeir gegna embættinu. Vel má hugsa sér að í einni ríkisstjórn megi finna hvort tveggja. Með tillögunni er lagt til að gert skuli að algjörri og ófrávíkjanlegri kröfu af hálfu Pírata um stjórnarsamstarf að þessi háttur verði hafður á. Gildir þar einu hvort Píratar væru leiðandi í stjórnarsamstarfi eða ekki. Þó er vert að hafa í huga að orðalagið útilokar ekki að Píratar verji minnihlutastjórn annarra flokka, sem skipuð er þingmönnum, falli,“ segir í rökstuðningi Herberts við tillögunni.

Ætla að beita áhrifum

Herbert væntir þess að Píratar muni geta beitt áhrif sínum til að þetta verði niðurstaðan eftir næstu kosningar. „Það sem ég er leggja til er að Píratar beiti þeim áhrifum sem þeir munu geta haft til svo verði. Ég sé þrjár leiðir í þessu; að ráðherrar segi af sér þingmennsku og hins vegar að þeir stígi af þingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti. Muninn á þessu tvennu er fjallað um í frumvarpi stjórnlagaráðs, í ákvæðinu sem er þar er ekki beinlínis tekið fram að það þurfi að vera varanleg afsögn þingmanns, heldur dugi að hún sé tímabundin á meðan hann er ráðherra. Þriðji möguleikinn er sá að það séu ráðnir utanþingsráðherrar. Persónulega tel ég að það sé æskilegast að það sé einhver blanda af þessu,“ segir Herbert.

Hann segist ekki telja að tilkoma fleiri utanþingsráðherra sé ólýðræðisleg.

„Það sem þvælist alltaf fyrir fólki er að ráðherrar eru ekki kjörnir fulltrúar, þeir eru æðstu embættismenn stjórnsýslunnar og starfa í umboði þingsins, í trausti þingsins. Ég sé ekki hvað það er sem gerir það ólýðræðislegra að ráðherrann sé ráðinn til starfa en að allir undirmenn hans séu ráðnir. Lýðræðislegt aðhald að störfum ráðherra á samkvæmt þingræðisreglunni sem gildir, sem hefur að nafninu til verið á Ísland frá 1904, felst ekki í því að ráðherra sé á þingi heldur að þeir starfi í umboði fyrir þingið. Eins og ég tek fram í greinargerðinni þá er mjög varhugavert þegar að forysta þingsins og forusta ríkisstjórnarinnar eru sömu einstaklingarnir. Það eitt og sér að mynda aðskilnað á milli hjálpar til við að greina á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds,“ segir Herbert.

Krafa um að breyta kerfinu

Herbert hafnar því að þessi samþykkti geti orðið heftandi fyrir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf í framtíðinni. „Okkar krafa yrði að samstarfsflokkurinn eða flokkar fylgdu sömu reglu. En heftandi? Ég sé ekki að það sé hlutverk Pírata að taka þátt í nákvæmlega sama gamla kerfinu bara út af því að það er sama gamla kerfið. Ef  krafa um að breyta kerfinu leiðir til þess að við getum ekki tekið þátt í kerfinu þá verður bara að hafa það,“ segir Herbert sem sér fram á að bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata í komandi Alþingiskosningum.

Fjórir frá aldamótum

Fjórir utanþingsráðherrar hafa verið á Íslandi frá aldarmótum: Jón Sigurðsson, Gylfi Magnússon, Ragna Árnadóttir og Ólöf Nordal. Bæði Gylfi og Ragna voru skipuð ráðherrar í minnihlutastjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. Bæði höfðu aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi af viti og þóttu óumdeild á tíma gífurlegar tortryggni í garð stjórnmálamanna eftir efnahagshrun. Þeim var skipt út árið 2010 fyrir pólitíska ráðherra úr liði stjórnarliða. Gylfi sat sem efnahags- og viðskiptaráðherra meðan Ragna var dómsmálaráðherra. Þess má geta samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup voru Íslendingar langánægðastir með störf þeirra tveggja miðað við aðra ráðherra.

Ólöf Nordal er eini utanþingsráðherra núverandi ríkisstjórnar en hún tók við embættinu í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér vegna lekamálsins. Ólöf er þó tvímælalaust ráðherra Sjálfstæðisflokksins enda varaformaður flokksins. 

Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson var jafnframt iðnaðarráðherra utan þings á árunum 2006 til 2007. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár