Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar samþykkja byltingarkennda tillögu

Pírat­ar hafa sam­þykkt til­lögu þess eðl­is að flokk­ur­inn muni ekki vera að­ili að rík­is­stjórn nema að ráð­herr­ar henn­ar muni ekki sitja á sama tíma á þingi. Flutn­ings­mað­ur til­lög­unn­ar, Her­bert Snorra­son, seg­ir mark­mið­ið vera að hjálpa við að greina á milli fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. „Ef krafa um að breyta kerf­inu leið­ir til þess að við get­um tek­ið þátt í kerf­inu þá verð­ur bara að hafa það,“ seg­ir Her­bert.

Píratar samþykkja byltingarkennda tillögu
Flutningsmaður Herbert Snorrason segir að samþykktin verði ófrávíkjanleg krafa í mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi.

Píratar hafa samþykkt tillögu þess eðlis að flokkurinn verði ekki aðili að ríkisstjórn nema að ráðherrar hennar muni ekki sitja á sama tíma á þingi.

Þetta þýðir að ef Píratar fá kosningar í takt við skoðanakannanir og þurfa að mynda ríkisstjórnarsamstarf við annan flokk þá verði það ófrávíkjanleg krafa að ráðherrar sitji ekki á þingi á sama tíma og þeir gegna ráðherraembætti.

Herbert Snorrason, 2. maður á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og flutningsmaður tillögunnar, segir í samtali við Stundina að ekki þurfi að breyta núverandi stjórnarskrá til að fá þetta atriði fram, um sé að ræða hefð en ekki lög.

„Tillagan sem hér liggur fyrir leggur til að Píratar beiti sér fyrir því að þessari hefð verði breytt áður en ný stjórnarskrá taki gildi. Hún byggist á því að flokkurinn hafni aðkomu að ríkisstjórn þar sem þingmenn eru einnig ráðherrar. Ekki er tekið fram hvort það eigi að gera með því að fá utanþingsráðherra, eða krefjast þess að ráðherrar víki úr sæti á þingi á meðan þeir gegna embættinu. Vel má hugsa sér að í einni ríkisstjórn megi finna hvort tveggja. Með tillögunni er lagt til að gert skuli að algjörri og ófrávíkjanlegri kröfu af hálfu Pírata um stjórnarsamstarf að þessi háttur verði hafður á. Gildir þar einu hvort Píratar væru leiðandi í stjórnarsamstarfi eða ekki. Þó er vert að hafa í huga að orðalagið útilokar ekki að Píratar verji minnihlutastjórn annarra flokka, sem skipuð er þingmönnum, falli,“ segir í rökstuðningi Herberts við tillögunni.

Ætla að beita áhrifum

Herbert væntir þess að Píratar muni geta beitt áhrif sínum til að þetta verði niðurstaðan eftir næstu kosningar. „Það sem ég er leggja til er að Píratar beiti þeim áhrifum sem þeir munu geta haft til svo verði. Ég sé þrjár leiðir í þessu; að ráðherrar segi af sér þingmennsku og hins vegar að þeir stígi af þingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti. Muninn á þessu tvennu er fjallað um í frumvarpi stjórnlagaráðs, í ákvæðinu sem er þar er ekki beinlínis tekið fram að það þurfi að vera varanleg afsögn þingmanns, heldur dugi að hún sé tímabundin á meðan hann er ráðherra. Þriðji möguleikinn er sá að það séu ráðnir utanþingsráðherrar. Persónulega tel ég að það sé æskilegast að það sé einhver blanda af þessu,“ segir Herbert.

Hann segist ekki telja að tilkoma fleiri utanþingsráðherra sé ólýðræðisleg.

„Það sem þvælist alltaf fyrir fólki er að ráðherrar eru ekki kjörnir fulltrúar, þeir eru æðstu embættismenn stjórnsýslunnar og starfa í umboði þingsins, í trausti þingsins. Ég sé ekki hvað það er sem gerir það ólýðræðislegra að ráðherrann sé ráðinn til starfa en að allir undirmenn hans séu ráðnir. Lýðræðislegt aðhald að störfum ráðherra á samkvæmt þingræðisreglunni sem gildir, sem hefur að nafninu til verið á Ísland frá 1904, felst ekki í því að ráðherra sé á þingi heldur að þeir starfi í umboði fyrir þingið. Eins og ég tek fram í greinargerðinni þá er mjög varhugavert þegar að forysta þingsins og forusta ríkisstjórnarinnar eru sömu einstaklingarnir. Það eitt og sér að mynda aðskilnað á milli hjálpar til við að greina á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds,“ segir Herbert.

Krafa um að breyta kerfinu

Herbert hafnar því að þessi samþykkti geti orðið heftandi fyrir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf í framtíðinni. „Okkar krafa yrði að samstarfsflokkurinn eða flokkar fylgdu sömu reglu. En heftandi? Ég sé ekki að það sé hlutverk Pírata að taka þátt í nákvæmlega sama gamla kerfinu bara út af því að það er sama gamla kerfið. Ef  krafa um að breyta kerfinu leiðir til þess að við getum ekki tekið þátt í kerfinu þá verður bara að hafa það,“ segir Herbert sem sér fram á að bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata í komandi Alþingiskosningum.

Fjórir frá aldamótum

Fjórir utanþingsráðherrar hafa verið á Íslandi frá aldarmótum: Jón Sigurðsson, Gylfi Magnússon, Ragna Árnadóttir og Ólöf Nordal. Bæði Gylfi og Ragna voru skipuð ráðherrar í minnihlutastjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. Bæði höfðu aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi af viti og þóttu óumdeild á tíma gífurlegar tortryggni í garð stjórnmálamanna eftir efnahagshrun. Þeim var skipt út árið 2010 fyrir pólitíska ráðherra úr liði stjórnarliða. Gylfi sat sem efnahags- og viðskiptaráðherra meðan Ragna var dómsmálaráðherra. Þess má geta samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup voru Íslendingar langánægðastir með störf þeirra tveggja miðað við aðra ráðherra.

Ólöf Nordal er eini utanþingsráðherra núverandi ríkisstjórnar en hún tók við embættinu í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér vegna lekamálsins. Ólöf er þó tvímælalaust ráðherra Sjálfstæðisflokksins enda varaformaður flokksins. 

Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson var jafnframt iðnaðarráðherra utan þings á árunum 2006 til 2007. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár