Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Pawel Bartoszek: „Skattar eru ofbeldi“

Nýr þing­mað­ur Við­reisn­ar, Pawel Bartoszek, held­ur því fram að skatt­ar séu of­beldi. Þá seg­ir hann hækk­an­ir á þing­fara­kaupi of há­ar.

Pawel Bartoszek: „Skattar eru ofbeldi“

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, heldur því fram að skattar séu ofbeldi. Þetta segir hann í þræði á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna um 340 þúsund krónur á mánuði. Pawel segir að laun þingmanna þurfi að vera samkeppnishæf og þingmenn fjárhagslega sjálfstæðir. Engu að síður séu hækkanir á þingarakaupi sem kjararáð færði þingmönnum of háar. „Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðamót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl,“ skrifar Pawel. 

Illugi Jökulsson, pistlahöfundur, blandar sér í umræðurnar og segir það ekki rétt að laun þingmanna séu tekin með ofbeldi af öðru fólki. „Við höldum úti þessu samfélagi með samkomulagi, ekki ofbeldi,“ skrifar Illugi meðal annars. „Já skattar eru ofbeldi,“ svarar Pawel og deilir í kjölfarið grein eftir Jón Steinsson hagfræðing. 

Í henni segist Jón fylgjandi því að ríkið leggi skatta á borgarana til þess að öllum standi til boða grunn heilbrigðisþjónusta og menntakerfi, en færir engu að síður rök fyrir því að skattlagning sé ofbeldi af hálfu ríkisins. „Einhverjir vilja ef til vill malda í móinn varðandi þessa orðanotkun. En ég tel að það sé ekki skynsamlegt. Það er mikilvægt fyrir okkur sem styðjum skattlagningu umfram það sem er nauðsynlegt til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu að hafa það einatt hugfast að fólk greiðir skattana sína ekki sjálfviljugt. Það þarf því að fara varlega þegar skattar eru lagðir á fólk,“ skrifar Jón. 

Pawel var í öðru sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er stærðfræðingur og hefur verið vinsæll pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár