Pawel Bartoszek: „Skattar eru ofbeldi“

Nýr þing­mað­ur Við­reisn­ar, Pawel Bartoszek, held­ur því fram að skatt­ar séu of­beldi. Þá seg­ir hann hækk­an­ir á þing­fara­kaupi of há­ar.

Pawel Bartoszek: „Skattar eru ofbeldi“

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, heldur því fram að skattar séu ofbeldi. Þetta segir hann í þræði á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna um 340 þúsund krónur á mánuði. Pawel segir að laun þingmanna þurfi að vera samkeppnishæf og þingmenn fjárhagslega sjálfstæðir. Engu að síður séu hækkanir á þingarakaupi sem kjararáð færði þingmönnum of háar. „Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðamót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl,“ skrifar Pawel. 

Illugi Jökulsson, pistlahöfundur, blandar sér í umræðurnar og segir það ekki rétt að laun þingmanna séu tekin með ofbeldi af öðru fólki. „Við höldum úti þessu samfélagi með samkomulagi, ekki ofbeldi,“ skrifar Illugi meðal annars. „Já skattar eru ofbeldi,“ svarar Pawel og deilir í kjölfarið grein eftir Jón Steinsson hagfræðing. 

Í henni segist Jón fylgjandi því að ríkið leggi skatta á borgarana til þess að öllum standi til boða grunn heilbrigðisþjónusta og menntakerfi, en færir engu að síður rök fyrir því að skattlagning sé ofbeldi af hálfu ríkisins. „Einhverjir vilja ef til vill malda í móinn varðandi þessa orðanotkun. En ég tel að það sé ekki skynsamlegt. Það er mikilvægt fyrir okkur sem styðjum skattlagningu umfram það sem er nauðsynlegt til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu að hafa það einatt hugfast að fólk greiðir skattana sína ekki sjálfviljugt. Það þarf því að fara varlega þegar skattar eru lagðir á fólk,“ skrifar Jón. 

Pawel var í öðru sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er stærðfræðingur og hefur verið vinsæll pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár