Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Pawel Bartoszek: „Skattar eru ofbeldi“

Nýr þing­mað­ur Við­reisn­ar, Pawel Bartoszek, held­ur því fram að skatt­ar séu of­beldi. Þá seg­ir hann hækk­an­ir á þing­fara­kaupi of há­ar.

Pawel Bartoszek: „Skattar eru ofbeldi“

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, heldur því fram að skattar séu ofbeldi. Þetta segir hann í þræði á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna um 340 þúsund krónur á mánuði. Pawel segir að laun þingmanna þurfi að vera samkeppnishæf og þingmenn fjárhagslega sjálfstæðir. Engu að síður séu hækkanir á þingarakaupi sem kjararáð færði þingmönnum of háar. „Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðamót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl,“ skrifar Pawel. 

Illugi Jökulsson, pistlahöfundur, blandar sér í umræðurnar og segir það ekki rétt að laun þingmanna séu tekin með ofbeldi af öðru fólki. „Við höldum úti þessu samfélagi með samkomulagi, ekki ofbeldi,“ skrifar Illugi meðal annars. „Já skattar eru ofbeldi,“ svarar Pawel og deilir í kjölfarið grein eftir Jón Steinsson hagfræðing. 

Í henni segist Jón fylgjandi því að ríkið leggi skatta á borgarana til þess að öllum standi til boða grunn heilbrigðisþjónusta og menntakerfi, en færir engu að síður rök fyrir því að skattlagning sé ofbeldi af hálfu ríkisins. „Einhverjir vilja ef til vill malda í móinn varðandi þessa orðanotkun. En ég tel að það sé ekki skynsamlegt. Það er mikilvægt fyrir okkur sem styðjum skattlagningu umfram það sem er nauðsynlegt til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu að hafa það einatt hugfast að fólk greiðir skattana sína ekki sjálfviljugt. Það þarf því að fara varlega þegar skattar eru lagðir á fólk,“ skrifar Jón. 

Pawel var í öðru sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er stærðfræðingur og hefur verið vinsæll pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
2
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Byggjum við af gæðum?
5
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár