Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óvíst hvort íbúðin hafi verið mannlaus

Sér­sveit­in sat um mann­lausa íbúð í sex tíma í gær. Ekki er hægt að úti­loka að skot­ið hafi ver­ið úr íbúð­inni, þótt íbúð­in hafi ver­ið mann­laus þeg­ar lög­reglu bar að garði og úti­lok­að sé að eig­and­inn hafi ver­ið að verki. Íbú­ar í Hlíð­ar­hjalla sváfu vel í nótt, þrátt fyr­ir umsát­urs­ástand í gær. Bú­ið er að fjar­lægja hagla­byssu af heim­ili í blokk­inni.

Óvíst hvort íbúðin hafi verið mannlaus

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri Kópavogslögreglustöðvar, segir ekki komið á hreint hvort íbúðin hafi verið mannlaust í gær. „Við höfum ekki fengið fullnægjandi skýringar á hvellunum. Við erum enn þá að átta okkur á þessu mál. Tilkynningum um hvellinn hefur fjölgað fremur en fækkað frá því í gær. Við fengum tvær tilkynningar strax og aðra fljótlega. Við fáum fleiri tilkynningar eftir því að leið á daginn og meira segja í morgun, fólk var að hringja og staðfesta að það hafði heyrt hvelli,“ segir Ásgeir. Hann segir það alveg ljóst að eigandi íbúðarinnar hafi ekki verið í íbúðinni. Hann hafi ekki verið færður í gæsluvarðhald. „Það er alveg ljóst að maðurinn sem á þessa íbúð, það er alveg á hreinu að hann var ekki á neinum tímapunkti í þarna í gær,“ segir Ásgeir.

Íbúðin til rannsóknar

Ásgeir segir að umrædd íbúð hafi verið til rannsóknar vegna skothvella þaðan fyrir nokkru.„Í gær fengum við heimild eigandans, þó að hann væri fjarverandi, til að fara inn og kanna íbúðina. Þar leggjum við hald á skotvopn og skotfæri. Við vorum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að frá þessari íbúð hafi verið skotið fyrir einhverju síðan og það eru ummerki á vettvangi að skotvopni hafi verið beitt fyrir utan, það er alveg klárt,“ segir hann.

Skoða málið með opnum hug

Ásgeir segir raunar óvíst hvort skotið hafi verið að byssu í gær. „Þó að það hafi verið tilkynnt um hvell, þá heyra lögreglumenn á vettvangi raunverulega aldrei hvell. Þannig að við verðum líka að gera ráð fyrir því að það geti verið eitthvað annað. Það er ekkert útilokað, við erum að skoða þetta mál með verulega opnum huga hver ástæðan er fyrir þessum hvell. Miðað við allar þessar tilkynningar, allt þetta fólk sem upplifir þetta hljóð og telur sig hafa heyrt skothvell. Við erum að reyna að finna út úr því hvað mögulega gæti hafa átt sér stað þarna. Við erum ekki komnir á endapunkt þar, langt í frá,“ segir Ásgeir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu