Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Óvíst hvort íbúðin hafi verið mannlaus

Sér­sveit­in sat um mann­lausa íbúð í sex tíma í gær. Ekki er hægt að úti­loka að skot­ið hafi ver­ið úr íbúð­inni, þótt íbúð­in hafi ver­ið mann­laus þeg­ar lög­reglu bar að garði og úti­lok­að sé að eig­and­inn hafi ver­ið að verki. Íbú­ar í Hlíð­ar­hjalla sváfu vel í nótt, þrátt fyr­ir umsát­urs­ástand í gær. Bú­ið er að fjar­lægja hagla­byssu af heim­ili í blokk­inni.

Óvíst hvort íbúðin hafi verið mannlaus

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri Kópavogslögreglustöðvar, segir ekki komið á hreint hvort íbúðin hafi verið mannlaust í gær. „Við höfum ekki fengið fullnægjandi skýringar á hvellunum. Við erum enn þá að átta okkur á þessu mál. Tilkynningum um hvellinn hefur fjölgað fremur en fækkað frá því í gær. Við fengum tvær tilkynningar strax og aðra fljótlega. Við fáum fleiri tilkynningar eftir því að leið á daginn og meira segja í morgun, fólk var að hringja og staðfesta að það hafði heyrt hvelli,“ segir Ásgeir. Hann segir það alveg ljóst að eigandi íbúðarinnar hafi ekki verið í íbúðinni. Hann hafi ekki verið færður í gæsluvarðhald. „Það er alveg ljóst að maðurinn sem á þessa íbúð, það er alveg á hreinu að hann var ekki á neinum tímapunkti í þarna í gær,“ segir Ásgeir.

Íbúðin til rannsóknar

Ásgeir segir að umrædd íbúð hafi verið til rannsóknar vegna skothvella þaðan fyrir nokkru.„Í gær fengum við heimild eigandans, þó að hann væri fjarverandi, til að fara inn og kanna íbúðina. Þar leggjum við hald á skotvopn og skotfæri. Við vorum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að frá þessari íbúð hafi verið skotið fyrir einhverju síðan og það eru ummerki á vettvangi að skotvopni hafi verið beitt fyrir utan, það er alveg klárt,“ segir hann.

Skoða málið með opnum hug

Ásgeir segir raunar óvíst hvort skotið hafi verið að byssu í gær. „Þó að það hafi verið tilkynnt um hvell, þá heyra lögreglumenn á vettvangi raunverulega aldrei hvell. Þannig að við verðum líka að gera ráð fyrir því að það geti verið eitthvað annað. Það er ekkert útilokað, við erum að skoða þetta mál með verulega opnum huga hver ástæðan er fyrir þessum hvell. Miðað við allar þessar tilkynningar, allt þetta fólk sem upplifir þetta hljóð og telur sig hafa heyrt skothvell. Við erum að reyna að finna út úr því hvað mögulega gæti hafa átt sér stað þarna. Við erum ekki komnir á endapunkt þar, langt í frá,“ segir Ásgeir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár