Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Óvíst hvort íbúðin hafi verið mannlaus

Sér­sveit­in sat um mann­lausa íbúð í sex tíma í gær. Ekki er hægt að úti­loka að skot­ið hafi ver­ið úr íbúð­inni, þótt íbúð­in hafi ver­ið mann­laus þeg­ar lög­reglu bar að garði og úti­lok­að sé að eig­and­inn hafi ver­ið að verki. Íbú­ar í Hlíð­ar­hjalla sváfu vel í nótt, þrátt fyr­ir umsát­urs­ástand í gær. Bú­ið er að fjar­lægja hagla­byssu af heim­ili í blokk­inni.

Óvíst hvort íbúðin hafi verið mannlaus

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri Kópavogslögreglustöðvar, segir ekki komið á hreint hvort íbúðin hafi verið mannlaust í gær. „Við höfum ekki fengið fullnægjandi skýringar á hvellunum. Við erum enn þá að átta okkur á þessu mál. Tilkynningum um hvellinn hefur fjölgað fremur en fækkað frá því í gær. Við fengum tvær tilkynningar strax og aðra fljótlega. Við fáum fleiri tilkynningar eftir því að leið á daginn og meira segja í morgun, fólk var að hringja og staðfesta að það hafði heyrt hvelli,“ segir Ásgeir. Hann segir það alveg ljóst að eigandi íbúðarinnar hafi ekki verið í íbúðinni. Hann hafi ekki verið færður í gæsluvarðhald. „Það er alveg ljóst að maðurinn sem á þessa íbúð, það er alveg á hreinu að hann var ekki á neinum tímapunkti í þarna í gær,“ segir Ásgeir.

Íbúðin til rannsóknar

Ásgeir segir að umrædd íbúð hafi verið til rannsóknar vegna skothvella þaðan fyrir nokkru.„Í gær fengum við heimild eigandans, þó að hann væri fjarverandi, til að fara inn og kanna íbúðina. Þar leggjum við hald á skotvopn og skotfæri. Við vorum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að frá þessari íbúð hafi verið skotið fyrir einhverju síðan og það eru ummerki á vettvangi að skotvopni hafi verið beitt fyrir utan, það er alveg klárt,“ segir hann.

Skoða málið með opnum hug

Ásgeir segir raunar óvíst hvort skotið hafi verið að byssu í gær. „Þó að það hafi verið tilkynnt um hvell, þá heyra lögreglumenn á vettvangi raunverulega aldrei hvell. Þannig að við verðum líka að gera ráð fyrir því að það geti verið eitthvað annað. Það er ekkert útilokað, við erum að skoða þetta mál með verulega opnum huga hver ástæðan er fyrir þessum hvell. Miðað við allar þessar tilkynningar, allt þetta fólk sem upplifir þetta hljóð og telur sig hafa heyrt skothvell. Við erum að reyna að finna út úr því hvað mögulega gæti hafa átt sér stað þarna. Við erum ekki komnir á endapunkt þar, langt í frá,“ segir Ásgeir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár