Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óþarfi að skammast sín fyrir að sofa

Erla Björns­dótt­ir sál­fræð­ing­ur hvet­ur fólk til að birta mynd­ir af sér sof­andi og nota myllu­merk­ið #sof­um­vel til að vekja at­hygli á svefn­heil­brigði.

Óþarfi að skammast sín fyrir að sofa
Erla Björnsdóttir hvetur fólk til þess að huga að eigin svefnheilbrigði. Mynd: Úr einkasafni

Alþjóðlegur dagur svefns er í dag, föstudaginn 17. mars, en í tilefni af honum stendur Hið íslenska svefnfélag að átaki um svefnheilbrigði. Átakið fer fram á samfélagsmiðlum undir formerkjunum #sofðuvel og er fólk hvatt til að nota myllumerkið og birta myndir af sér, eða öðrum, sofandi og deila þannig boðskapnum um hversu mikilvægt það er að sofa vel. 

„Við erum að reyna að sporna gegn þeirri orðræðu að fólk eigi að stæra sig af því að sofa lítið og að það sé tengt dugnaði eða atorku að komast upp með að sofa einungis örfáar klukkustundir á sólarhring,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni, í samtali við Stundina. „Við þurfum öll að sofa og það er allt í lagi að sofa vel. Við eigum að ýta undir það, en ekki skammast okkar fyrir það. Ekki að ræskja okkur upp þegar við erum vakin snemma á laugardagsmorgni og þykjast hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár