Alþjóðlegur dagur svefns er í dag, föstudaginn 17. mars, en í tilefni af honum stendur Hið íslenska svefnfélag að átaki um svefnheilbrigði. Átakið fer fram á samfélagsmiðlum undir formerkjunum #sofðuvel og er fólk hvatt til að nota myllumerkið og birta myndir af sér, eða öðrum, sofandi og deila þannig boðskapnum um hversu mikilvægt það er að sofa vel.
„Við erum að reyna að sporna gegn þeirri orðræðu að fólk eigi að stæra sig af því að sofa lítið og að það sé tengt dugnaði eða atorku að komast upp með að sofa einungis örfáar klukkustundir á sólarhring,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni, í samtali við Stundina. „Við þurfum öll að sofa og það er allt í lagi að sofa vel. Við eigum að ýta undir það, en ekki skammast okkar fyrir það. Ekki að ræskja okkur upp þegar við erum vakin snemma á laugardagsmorgni og þykjast hafa …
Athugasemdir