Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólöf Nordal aftur í krabbameinsmeðferð: „Vissulega vonbrigði“

Hóf lyfja­með­ferð um ára­mót­in vegna breyt­inga á kvið­ar­holi sem nauð­syn­legt var að bregð­ast strax við.

Ólöf Nordal aftur í krabbameinsmeðferð: „Vissulega vonbrigði“

Ólöf Nordal þurfti að hefja krabbameinsmeðferð að nýju um áramótin. Ólöf er innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðsflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs hafi komið í ljós hækkun á æxlisvísum í blóði sem mæla framgang og stöðu krabbameins. Við nánari skoðun hafi komið í ljós smávægilegar breytingar á kviðarholi sem nauðsynlegt var að bregðast strax við. 

Ólöf fór fyrst inn á Alþingi árið 2007, sem þingmaður Norðausturkjördæmis. Árið 2009 færði hún sig um set og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá 2009-2013. Þegar því kjörtímabili lauk lét hún af afskiptum af stjórnmálum, en stafaði sem formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Sumarið 2014 greindi hún fyrst frá því á opinberum vettvangi að hún hefði þurft að láta fjarlægja illkynja æxli úr líkama sínum. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ skrifaði Ólöf þá á heimasíðu sinni.

Ólöf sneri fremur skyndilega aftur til stjórnmála þegar hún tók við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í byrjun síðasta árs, í kjölfar þess að Hanna Birna sagði af sér vegna lekamálsins. Ólöf var síðan kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í haust, en hún hafði áður verið varaformaður flokksins á árunum 2010-2013. 

Í færslunni sem hún birti fyrr í dag segir hún að það hafi vissulega verið vonbrigði að þurfa að hefja lyfjameðferð að nýju en hún sé bjartsýn og muni eftir sem áður sinna sínum störfum:

„Ég brenn enn fyrir að vinna fyrir almenning og hugsjónir mínar. Þessi þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga á næstu vikum breytir engu þar um. Núna stend ég frammi fyrir þessu verkefni og þarf að klára það. Það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn.

 
 

Kæru vinir.Við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs kom í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxlisvísum í blóð...

Posted by Ólöf Nordal on Wednesday, January 13, 2016
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár