Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólöf Nordal aftur í krabbameinsmeðferð: „Vissulega vonbrigði“

Hóf lyfja­með­ferð um ára­mót­in vegna breyt­inga á kvið­ar­holi sem nauð­syn­legt var að bregð­ast strax við.

Ólöf Nordal aftur í krabbameinsmeðferð: „Vissulega vonbrigði“

Ólöf Nordal þurfti að hefja krabbameinsmeðferð að nýju um áramótin. Ólöf er innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðsflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs hafi komið í ljós hækkun á æxlisvísum í blóði sem mæla framgang og stöðu krabbameins. Við nánari skoðun hafi komið í ljós smávægilegar breytingar á kviðarholi sem nauðsynlegt var að bregðast strax við. 

Ólöf fór fyrst inn á Alþingi árið 2007, sem þingmaður Norðausturkjördæmis. Árið 2009 færði hún sig um set og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá 2009-2013. Þegar því kjörtímabili lauk lét hún af afskiptum af stjórnmálum, en stafaði sem formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Sumarið 2014 greindi hún fyrst frá því á opinberum vettvangi að hún hefði þurft að láta fjarlægja illkynja æxli úr líkama sínum. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ skrifaði Ólöf þá á heimasíðu sinni.

Ólöf sneri fremur skyndilega aftur til stjórnmála þegar hún tók við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í byrjun síðasta árs, í kjölfar þess að Hanna Birna sagði af sér vegna lekamálsins. Ólöf var síðan kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í haust, en hún hafði áður verið varaformaður flokksins á árunum 2010-2013. 

Í færslunni sem hún birti fyrr í dag segir hún að það hafi vissulega verið vonbrigði að þurfa að hefja lyfjameðferð að nýju en hún sé bjartsýn og muni eftir sem áður sinna sínum störfum:

„Ég brenn enn fyrir að vinna fyrir almenning og hugsjónir mínar. Þessi þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga á næstu vikum breytir engu þar um. Núna stend ég frammi fyrir þessu verkefni og þarf að klára það. Það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn.

 
 

Kæru vinir.Við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs kom í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxlisvísum í blóð...

Posted by Ólöf Nordal on Wednesday, January 13, 2016
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár