Í nýju myndabandi DJ Óla Geirs, við lagið Sumar sem leið, sjást stúlkur, sem Stundin hefur heimildir fyrir að séu sumar aðeins 16 og 17 ára, með bjór í hönd. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir augljóst að verið sé að brjóta áfengislög þar sem óbeint sé verið að auglýsa bjór og beina honum að ákveðnum markhóp.
Deilt um eðli tónlistarmyndbanda
Í áfengislögum kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu. Í ummælum við stöðuuppfærslu Margrétar Gauju er deilt um hvort tónlistarmyndbönd geti talist sem auglýsingar eða hvort þau falli undir …
Athugasemdir