Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Nútíminn varð fyrir tölvuárás

Marg­ir not­end­ur fá „malware“ meld­ingu ef far­ið er inn á nutim­inn.is. Atli Fann­ar tel­ur að um sé að ræða bot-a sem ráð­ast á Wor­dpress-síð­ur.

Nútíminn varð fyrir tölvuárás

Einhverskonar tölvuárás hefur verið framkvæmd á íslensku veffréttasíðuna Nútímann. Ef farið er inn á síðuna kemur upp melding um að síðan innihaldi „malware“ eða spilliforrit. Einyrkinn Atli Fannar Bjarkason sem rekur síðuna vissi ekki af vandamálinu þegar Stundin hafði samband. „Þetta er í Wordpress og það er mikið af sjálfvirkum botum sem ráðast á Wordpress-síður. Þetta gæti verið eitthvað þannig,“ segir Atli Fannar. Spilliforrita meldingin virðist koma upp í sumum tölvum en öðrum ekki. Auk þess kemur meldingin ekki upp ef farið er inn á einstakar fréttir.

Samkvæmt meldingu Google Chrome kemur árásin frá yuumondovaggetafstreden.hecacquisitions.com og sagt að mögulegt sé að hættuleg forrit verði sett upp á tölvu ef farið er inn á vefsíðuna. 

Nútíminn hlaut verðlaun fyrir besta vefmiðillinn árið 2014 á Íslensku vefverðlaununum. Miðillinn hóf göngu sína síðastliðið haust en Atli Fannar hefur áður starfað sem fréttastjóri á Fréttablaðinu, ritstjóri Monitors og kosningastjóri Bjartrar framtíðar fyrir Alþingiskosningar 2013.

MeldingHér má sjá skilaboðin.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár