Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nútíminn varð fyrir tölvuárás

Marg­ir not­end­ur fá „malware“ meld­ingu ef far­ið er inn á nutim­inn.is. Atli Fann­ar tel­ur að um sé að ræða bot-a sem ráð­ast á Wor­dpress-síð­ur.

Nútíminn varð fyrir tölvuárás

Einhverskonar tölvuárás hefur verið framkvæmd á íslensku veffréttasíðuna Nútímann. Ef farið er inn á síðuna kemur upp melding um að síðan innihaldi „malware“ eða spilliforrit. Einyrkinn Atli Fannar Bjarkason sem rekur síðuna vissi ekki af vandamálinu þegar Stundin hafði samband. „Þetta er í Wordpress og það er mikið af sjálfvirkum botum sem ráðast á Wordpress-síður. Þetta gæti verið eitthvað þannig,“ segir Atli Fannar. Spilliforrita meldingin virðist koma upp í sumum tölvum en öðrum ekki. Auk þess kemur meldingin ekki upp ef farið er inn á einstakar fréttir.

Samkvæmt meldingu Google Chrome kemur árásin frá yuumondovaggetafstreden.hecacquisitions.com og sagt að mögulegt sé að hættuleg forrit verði sett upp á tölvu ef farið er inn á vefsíðuna. 

Nútíminn hlaut verðlaun fyrir besta vefmiðillinn árið 2014 á Íslensku vefverðlaununum. Miðillinn hóf göngu sína síðastliðið haust en Atli Fannar hefur áður starfað sem fréttastjóri á Fréttablaðinu, ritstjóri Monitors og kosningastjóri Bjartrar framtíðar fyrir Alþingiskosningar 2013.

MeldingHér má sjá skilaboðin.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár